Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 4
52 KVENNABLAÐIÐ var meðal þeirra fyrstu, sem aðstoðuðu hana bæði í orði og verki, og með sin- um sterka vilja og dugnaði tókst henni að koma hugsjón sinni í framkvæmd. Hún setti áskorun í blöðin um samskot til fyr- irtækisins og fékk um 13000 mörk inn. Síðan var félag stofnað, og 9. júlí 1866 var fyrsta alþýðueldhúsið opnað í Berlín fyrir gesti og matarkaupendur. Pað varð mjög vinsælt. Bessi stofnun hefir aukist og eflst með hverju ári. Því fór svo fjarri, að það legðist niður, þegar stríðið hætti, að ný alþýðueldhús hættust við. »AlþýðueId- húsafélagið í Berlín frá 1866« hélt 25 ára afmæli 1891. Þá voru í Berlín 15 alþýðueldhús og í sambandi við þau sérstök matsöluslofnun handa konum. í þessum matarhúsum borðuðu þá daglega bæði virka daga og helga 10000—12000 manns eða hér um bil 700 á hverjum stað. Tilgangur eldhúsanna var að bœta úr bágindum fátœka fólksins og veita því holla og nærandi fœðu fyrir svo lágt verð, sem unt væri. Út úr þessari hugmynd hefir svo önnur hugmynd vaknað: að bezt og ódýrast væri að elda sem mestan mat í samlögum, þannig, að heimilin, hvort sem þau væru fátæk eða efnuð, gætu fengið hann fluttan heim til sín, ef þau vildu ekki borða í sameiginlegum matarsölum. Sumstaðar hefir þessi hugmynd komist að meira eða minna leyti í framkvæmd. T. d. að fjöl- skyldur i sama húsi með líkum launum fengju mat sinn úr sameiginlegu eldhúsi. Við þetta ætti að verða sparnaður á fjór- um liðum: á malnum sjálfum, sem yrði ódýrari, þegar hann væri búinn til í stór- um stíl, á eldsneyti, sem þá sparaðist í hinum mörgu eldhúsum, á vinnukonu- haldi, því að þá mætti komast af með minni vinnukonuhjálp, og á herbergja- fjöldanum, því að þá þyrfti ekki eldhús, að eins lítið búr með gasi til smáeldunar. En þessi sameldhús hafa enn sem komið er ekki getað náð fullri fótfestu, en alþýðueld- húsum hefir fjölgað og þau útbreiðst borg úr borg og land úr landi, en flest eða öll stofnuð eða rekin að meira eða minna leyti eftir þessum þýzku fyrirmyndum. Vitaskuld hafa þau breyzt á þessum tima og orðið að lagast bæði eftir staðháttum og lifnaðar- háttum þeim, sem fyrir hendi eru þar, sem þau eru rekin. Þau hafa orðið að föstum stofnunum, sem efnaminna fólkið hefir notað. Aðalreglan er þó, að hver borgar fyrir sinn mat með því að kaupa matarmiða, þegar inn kemur, og fær út á hann mat við útsöluborðið inni í matar- salnum. Á vandræða og neyðar tímum, eins og nú eru, finna menn bezt, hvað þessi al- þýðueldhús eru nauðsynleg, enda hafa þau nú verið tekin alment upp i öllum löndum Norðurálfunnar nema íslandi. Alls staðar er fylgt reglunni að selja matinn. Fátækragjafir eru þar engar. Þau eru að eins ætluð sem meðal til sjálfshjálpar, en ekki til ölmusugjafa eða góðgerða í neinni mynd. Berlínar alþýðueldhúsin voru stofnuð og rekin með þeirri grundvallarhugsjón að veita verkalýðnum og öðru efnalitlu fólki vel tilbúna, heilnæma og saðsama fæðu fyrir sem allra Jægst verð og að stofnunin yrði að bera sig fjárhagslega. Til þess að þetta gæti orðið samfara, þurfti hina mestu fyrirhyggju, nýtni, spar- semi og stjórnsemi. Frú Morgenstern segir sjálf, að grundvallarreglurnar verði að vera hin ýtrasta skgldurœkni og áhugi allra, sem að því starfa, nákvœmasta sparsemi og reglusemi og strangasta ráðvendni allra, sem vinna við þau, hvort sem það eru yfir- boðnir eða undirgefnir. Ég gat þess hér að ofan, að um 1890 hefði um 10000—12000 manns daglega etið miðdagsmat sinn í þessum 15 alþýðu- eldhúsum Berlínar. Auk þess voru allar þær máltíðir, sem sóttar voru þangað. Eftir skýrslu frá árinu 1891 voru það ár framreiddar í þessum 15 eldhúsum 115770 heilir miðdagsverðir, 1755931 hálfir mið- dagsskamtar og auk þess 316002 mjólkur- glös og kaffibollar. Matarseðillinn var til-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.