Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 6
54 KVENNABLAÐIÐ það verið hússtjórnarkenslukonur, sem sendar hafa verið út i þessum erindum. Nú hafa einnig danskar konur rætt um nauð- syn slíkra hússtjórnar-ráðunauta. Hélt Karen Braa, sem alkunn er orðin fyrir sínar dýrtíðar matreiðslubækur, fyrirlestur um þetta efni í vor, og taldi mikla nauðsyn á að sendir væru út slikir hússtjórnar-ráðunautar í Danmörku til bjálpar eldri húsmæðrunum, sem enga bók- lega þekkingu hefðu fengið á samsetningu fæðu- efnanna eða næringargildi þeirra, þótt þær gætu margar haft verklega reynslu til brunns að bera, sem góð væri ætíð með, en ekki þó einhlýt, sízt á þeim dýrtíðartímum, sem nú standa yfir. Tóku margar hússtjórnarkenslu- konur og fleiri þátt í umræðunum, og var það einróma álit, að mikil bót mundi að slíkum ráðunautum. Pær konur þyrftu helzt að hafa sérlega góða þekkingu á þeim efnum. Hialínskjóllinn hennar Önnu-Maríu. Eftir Önnu Wall. (Niðurl.). »Er föðursystir veik? Líður föðursystur illa«, sagði Anna-María óttslegin. Allra snöggvast var eins og eitthvað ískalt og dimt bæri fyrir hið fjöruga imyndunarafl hennar, en það hvarf jafn- skjótt aftur. »En sú snarkringla, sem þú ert«, sagði Elisa- bet föðursystir vingjarnlega og rólega. »Hugs- aðu þér nú að ef þú hefðir hrist mig, svoleið- is að nálin hefði stungist í fingurinn á mér, og og blóðblettur hefði komið í kjólinn. Anna-María var á augabragði búin að grípa þessa nýju hugsun. — »Hvað hefði það gert til? Svolítill agnar blóðblettur. Vissi ekki föðursystir hvað það þýddi? Skot — bara ástarskot. Peir máttu liklega verða dálítið skotnir í henni — allir saman litlu kadettarnir. Hún tók í kjólinn og hélt honum út frá sér og svo á fleigiferð í öfugan »Polka«. Alfaf sner- ist hún fljótara og fljótara þangað til hún datt steinuppgefin ofan á stól og gat varla náð and- anum fyrir mæði og hlátri. Nei þetta dugði ekki, nú varð hún að herða sig við vinnuna! Pað hefði hún nú átt altaf að gera, sagði föðursystir. — Og svo var kjóllinn loksins tilbúinn löngu eflir miðnætti. Pá voru síðustu sporin saumuð og rykkingabekkurinn neðan á kjólnum saum- aður við, eins og hann átti að vera. Parna hékk hann nú svo fjöðurléttur og gegnsær, neðan í Ijósakrónunni í miðri stofunni, og Anna-María gekk alt í kring um hann og horfði kringlóttum augum af aðdáun og svefni á þetta mikla meistaraverk. »En hvað hann er fallegur«, sagði hún og sneri sér við og leit á föðursystur sina. — En hvernig föðursystir leit út. Engir kjölar, hversu fagrir sem þeir hefðu verið, hefðu getað sett minsta roðablæ á hennar andlit. Pað var gult eins og vax, og skinnið hrukkaðist við gagn- augun. »En föðursystir, þú ert þreytt, óttalega þreylt. Anna-María hafði alls ekki haft tima til að taka eftir því fyrri. »Já, víst er eg þreytt, en nú er lika kominn tími til að leggja sig fyrir«, sagði föðursystir. Og hún hefði ekkert getað sagt sem gerði Önnu-Maríu jafn rólega. Pvi það fann hún á sjálfri sér, og hún fann þá líka að hún væri sjálf þreytt. Hún var þvi á augabragði háttuð og komin ofan í rúm, búin að breiða kyrfilega ofan á sig, og með ástfangnum aðdáunaraugum gaf hún kjólnum sínum siðasta tillitið, áður en hún hallaði sér á koddann og steinsofnaði. Tilda * var líka sofnuð. En hún bylti sér á ýmsar hliðar og ruglaði heilar romsur upp úr svefn- inum hálf kjökrandi. Pað voru víst hinir áhrifa- miklu viðburðir dagsins, sem nú voru að bylt- ast um i höfðinu á henni. Stundum stóð hún fyrir utan húsdyr læknisins, og sá fröken Elísa- bet koma út frá honum, með dauðadóminn auðsjáanlega skrifaðann í augum sér, og þá stundi Tilda hátt í svefninum og sló út hönd- unum með þegjandi og magnlausum mót- mælum. Stundum fanst henni hún vera komin mörg ár aftur í timann. Pað kom bréf.með sorgar- rönd, fröken Elisabet opnaði það, og sagði svo að þær yrðu að fá sér lítið barnsrúm, sem mætti slá saman, og setja á daginn inn i klæða- skápinn. Hvað dugði það, þó Tilda berðist á móti því. Peir, sem höfðu verið nógu hyggnir til að láta vera að setja börn inn í heiminn máttu lika fá að sleppa hjá að þræla fyrir annara börnum — fanst Tildu — Hvaða gagn var að þvi þótt hún bylti sér og berðist um? Pað voru alveg áhrifalaus mótmæli. Og fröken Elisabet borðaði sig aldrei sadda. Pað sá Tilda vel sjálf, og að hún þrælaði og stritaði fyrir þenna gauksunga, sem klínt var inn i hennar lilla hreiður. En hvað dugði að gremja sig yfir því, nú þaut draumurinn áfram með hana, og hún ýmist snöktaði eða þurkaði sér um augun með óhreinu svuntunni sinni, svo andlitið varð alt ílekkótt og svo stóð hún við daglegu strit- vinnuna sína í svefninum, heit og þreytt steypti kerti og fór til dyra á milli þegar hringt var. — Og þarna kom nú sjálfur krónprinsinn og

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.