Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 31.07.1918, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐÍÐ 55 vildi tala við frökenina hennar og panta mál- verk hjá henni. »En að Tilda skyldi ekki rifna«, sagði frök- enen. En pað gerði hún víst, því hún vaknaði alt í einu og settisl upp i rúminu. Vekjaraklukkan hringdi. »Guð minn góður, hvað hefir komið fyrir«, sagði hún og stökk á fætur ofan úr rúminu, alveg glaðvöknuð af hræðslunni. En pegar hún var komin fram úr rúminu, þá mundi hún alt í einu eftir því. Og svo gekk hún grátandí allan daginn yfir verkum sínum. Frk. Elisabet gat alveg orðið frá sér af að sjá hana, en gat þó ekki fengið sig til að ávíta hana, eða segja neitt. Kærleikurinn sýnir sig líka oft í ólíkum myndum og aliir hafa ekki lag á að byrgja tilfinningar sínar inni hjá sjálf- um sér. — Um kvöldið átti Anna-Maria að fara á ballið. Þegar hún var klædd þá kveykti föðursystir á ljósunum í ljósakrónunni, til þess að fá að sjá hana í fullri birtu. Og svo varð hún að snúa sér í hring á miðju gólfinu, svo að hinn létti gegnsæi kjóll bylgjaði um hana eins og ský. Og litla unga smámeyjan og kjóllinn áttu svo vel saman. Hún var svo hrein og skær og mjúk í hreyfingum eins og gegnvotur hálf út sprunginn villirósaknappur, ef nota má svo gamla likingu. Elísabet föðursystir drakk með ánægju og nautn í sig alla æskufegurð og formfegurð. Anna-María var svo gott sem hennar eigið barn. Hún var bæði hreykin af henni, og hrædd um hana. — Hún horfði og horfði á hana í krók og kring þangað til henni vöknaði um augu. og hún fór að reka eftir henni að komast á stað. — »Nú var nóg komið af sýningu. — Af stað nú«, fara í kápu og taka á sig skóhlífar. Parna var það alt saman. Vantaði nokkuð? Nei þarna var vasaklúturinn og blævængurinn. — Og Anna-María játaði og var fegin að kom- ast af stað sem fyrst. Hlæjandi og heilsandi þaut hún út úr dyrunnm og föðursystir sagði: »Svei, svei«, annars hefði hún máske þurft að »sitja yfir«. — Þegar Anna-María kom heim aftur um nótt- ina með fallegu, þunnu kjóltreyjuna fulla að framan, af blómum og »Kotilions«böndum, og augun ennþá hálfblinduð af Ijóshafinu í dans- salnum, eyrun full af danslögunf og allskonar drengjalegum ástarorðum, þá þaut hún eins og venjulega upp í svefnherbergið og ætlaði að setjast á rúmstokkinn hjá föðursystur Elisabetu. Hún hafði frá svo mörgu að segja, og föður- systir vildi víst heyra það, þótt framorðið væri. En föðursystir hristi höfuðið. »Ekki í nótt«. Henni var ilt Hún vildi að Anna-María kæmist sem fyrst í rúmið svo ljósið yrði slölct. Annars var hún hrædd um að alt kæmist upp. Og hún gat ekki þolað að baka Önnu-Maríu sorg, eða heyra gleðimasið í henni breytast i grátkviður. Óttaðist líka ef til vildi ósjálfrátt að inst inni í augum sextán ára unglingsins bak við tárin, mætti henni skilningslaus, eigingjörn, ung lífs- gleði, sem árin ein næðu að draga úr og deyfa. »Sof þú«, sagði hún, og Anna-María var þegar fallin í fasta svefn. — En Elísabet föðursystir lá vakandi með galopnum augum og hlustaði eftir hinum jafna heilbrigða andardrætti. Svo skar sár svíðandi verkur brjóst hennar svo hún varð aö reisa sig upp og troða lakinu upp í sig svo stunurnar heyrðust ekki. »Ó, guð minn góður«. Og tárin runnu niður allar kinn- arnar á henni. Hvað spurði þessi hræðilegi sjúkdómur um það að hún sjálf var ung enn- þá, átti langt eftir til að ná fjörutíuára aldrin- um. Hvað spurði hann um það að hún hafði strítt og barist alla æfi, og nú loksins náð full- komnun í starfi sínu og viðurkenningu mann- anna og fjárhagslegu sjálfstæði og velmegun. Pegar þjáningarnar linuðu hallaðist hún aftur útaf á koddann. Pað var ekki til neins að berj- ast lengur. Hún varð að gefa lífið á bátinn, beygja sig undir það, sem var óumflýjanlegt, og líða og þola, — Ó, guð, ó, guð. Hún bað ekki, hún greip aðeins dauðahaldi um hans nafn, eins og eimj stoðina í Alheimstilverunnni. Hún endurtók það hátt fyrir sjálfri sér hvað eftir annað, þangað til Anna-Maria spratt upp úr svefninum alveg glaðvakandi og spurði: »Vildir þú nokkuð föðursystir? »Nei, nei, sofðu!«, var svarað, ogAnna-María sofnaði aftur. Hún dansaði í svefninum polka í gegnsæjum híalínskjól, og gerði alla kadettana í Stokkhólmi miskunarlaust bálskotna í sér. Fáum vikum siðar var Elisabet föðursjrslir horfin burtu, og Anna-María klædd í svartan kjól. Hún faðmaði Tildu grátandi að sér, og skalf af ekkanum. En vorið var komið úti fyrir og vor var líka inni fyrir. Tárin þornuðu brátt. Hún komst á nýtt heimili og í nýjar kringum- stæður. Aðrir ættingjar tóku hana að sér, og undir eins snemma um sumarið höfðu allar leyfar sorgblandinna hugsana druknað í fyrstu ástar draumanna ákafa flóði og fjöru.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.