Kvennablaðið - 31.08.1918, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 31.08.1918, Blaðsíða 1
Kvennabl aðið %o*t- »r 3 kr.innanlands erlendis kr. 3 60 (1 dollar veatan- hafs) */» verð8ins borgist fyrfram, en */» fyrir 16. júli. ncmtaljtabii). Uppscgn skrlfleg bnndin við kra- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 24. ár. Reykjavík, 31. ágúst 1918. M 8. Úrslitin og næstu sporin. Allir vita að næsta alþingi á að undir- búa samningaúrslitin, sem allir kjósendur landsins síðast ráða fram úr með atkvæð- um sínum. Næstu stórpólitisku sporin, sem þar á eftir verða stigin, eru að breyta stjórnar- skránni í samræmi við þessi nýju sam- bandslög. Nú er það alkunnugt að til stjórnar- skrárbreytingar þarf tvö þing. Eftir fyrra þingið, verður það leyst upp og nýjar lcosningar fara fram, áður en stkr.breyt- ingunni er fullkomlega ráðið til lykta. Ur því að þessi stjórnarskrárbreyting verður nú að fara fram, og úr því að þessar breytingar eru svo fyrirhafnarmiklar og mörgum annmörkum bundnar, þá ætti að nota tækifærið til að koma fram öllum þeim breytingum, sem sem menn nú sjá, að nauðsynlegar eru á stskr. fyrst um sinn. Ein af þeim brejdingum er að fella burtu aldurs takmark kosningarréttar kvenna. Nú ætti að nota tækifærið til að leiðrétta það heimskulega ranglæti, sem konum er sýnt með þessum skilyrðum, og veita þeim pólitisku réttindin með sömu skilyrðum og karlmönnum. Þetta ætti líka að vera ekki einungis réttmæt krafa frá konum, heldur geta karl- mennirnir líka séð af þeirri reynslu, sem fengin er, að konurnar eru ekki svo stór- hættulegar sem þeir sögðu, þegar þeir slóu þenna fræga varnagla í stskr. Þær gerðu svo sem ekki neinn skaðlegan usla á kosn- ingarmarkaðinum 1916. Og þær voru svo kvenlegar og feimnar að þeim datt ekki í hug að trana sér neinstaðar fram. Karl- menn mega því vera öldungis óhræddir um þingsætin fyrstu áratugina. Þau verða varla fylt með konum. En hitt gæti vel komið fyrir að þau yrðu fylt af konum, með einhverjum karlmönnum, og það væri þó varla nein synd. Margar yngri konurnar hafa nú loks skilið, að það er bæði lítilsvirðing gagn- vart þeim, og hreinasta ranglæti að halda þessum réttindum fyrir þeim, lengi eftir það að þær hafa uppfylt öll fyrirskipuð skilyrði, sem útheimtast til að öðlast þau. Nútíðarkonurnar, sem eru um eða yfir 25 ára. eru að öllum líkindum margar hverj- ar fróðari og færari til að skilja þau og nota, en 70—80 ára konur, sem aldrei höfðu átt kost á þeirri fræðslu, sem unga fólkið nýtur nú. Vér efumst ekki um að stjórn vor verði svo réttlát, frjálslynd og framsýn að Ieið- rétta þessa galla á núgildandi stjskr. þegar henni verður breytt, og vér efumst heldur ekki um að alþingi verði þá svo viti borið að sjá að þessi breyting er bæði réttlát og alveg hættulaus, og að það væri mesta fá- vizku merki, sem það gæti sýnt, að vera að leitast við að spyrna á móti broddunum og reyna fram í rauðan dauðann að fresta því, sem þó verðnr fram að koma. Alþýðueldhúsin. Upphaf þeirra og tilgangur fyr og nú. (Niðurl.). Til dæmis um hina miklu nákvæmni við útreikning matarskamtanna og verðs- ins, sem þurfti til þess þeir bæru sig, skal þess getið, að þessir útreikningar og tilraunir með matinn hafa þurft margra ára reynslu tii þess að vissa væri um að tekjur og útgiöld stæðust á. T. d. hafði

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.