Kvennablaðið - 31.08.1918, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 31.08.1918, Blaðsíða 2
58 KVENNALBAÐIÐ 1883 verið gerð tilraun til að stækka kjöt- skamtinn i öllum þeim 14 alþýðueldhús- um, sem þá voru í Berlín, um 20 gröm. En við útreikninginn kom í ljós, að þetta hefði aukið dagleg útgjöld um 1,440 m. og það hefði hækkað ársútgjöldin um 50,- 400 m. Þetta hefði haft í för með sér algert tap, svo eldhúsin hefðu orðið að hætta. — Á sunnudögum er venjulega betri matur. Sumir hafa áfelt frú Morgenstern fyrir að láta nokkurn ágóða safnast af eldhús- unum. En það segir hún nauðsynlegt til ýmsra óvæntra útgjalda, sömuleiðis til kostnaðar við seðlasöluna, og einkum til þess að hlaupa upp á í dýrtíð, svo þá þurfi ekki. að hœkka matarverðið eða að minka matarskamtana. Framan af unnu margar konur ókeypis við þessi eldhús, t. d. við alla afhendingu og matarskömtun, yfirumsjón og fleira. Þær konur, sem þetta gerðu, voru kallað- ar heiðursdömur. Þær voru 14 fyrir hverju eldhúsi og skiftu störfum með sér einu sinni í viku. í hverju eldhúsi voru að eins 4 launaðar konur, »húsfrúin«, sem gekk næst yfirumsjónarkonunni og stóð henni reikning á öllu, matseðlasöiustúlka, ein eldabuska og ein framreiðslukona handa hverjum 100 persónum. Húsfrúin átti auðvitað að sjá um alt og standa reikning á öllu fyrir stjórninni og aðalforstöðu- konunni. Hún fór á fætur kl. 6 á hverj- um morgni og opnaði eldhúsið, því þar svaf enginn á nóttunni. Hún læsti því líka sjálf síðast á kveldin og leit daglega eftir öllu. Hún hafði ábyrgð á öllum áhöldum og mat, mœldi alt og vigtaði. Hún mátti ekki taka við nokkrum gjöfum eða prósentum, hvorki frá verzlunum né öðrum viðskifla- mönnum. Hún hefir einnig rétt og skyldu til að rannsaka eldhúsfólkið, ef þurfa þykir, og ásamt eldastúlkunni hefir hún ábyrgð á gæðum og tilbúningi matarins og að honum sé réttlátlega skift. Á síðari árum hefir verið erfiðara að fá konur til aðstoðar ókeypis, þótt það sé eitt af þeim skilyrðum, sem frú M. telur nauðsynleg til þess að slík stofnun geti borið sig, af því þær konur hafi á- huga fyrir málinu og geri alt til að láta þessar stofnanir verða sem beztar og vin- sælastar. Það hefir því nú á síðari árum bæzt við fleira af launuðu fólki. — Þó má telja víst, að nú síðan að stríðið kom, og alt þetta fyrirkomulag hefir verið marg- aukið og bætt á allan hátt, og þá eink- um hagfræðilega, þá hafi konur gefið sig fram sem sjálfboðaliðar til allrar umsjón- ar við þau. Vinnan hefir verið gerð af konum, sem þurftu að fá atvinnu og launin farið til þeirra til viðhalds heimil- um þeirra. Því miður höfum við ekki enn þá nein- ar ýtarlegar skýrslur um alla sjálfboða- vinnu þýzkra kvenna í þessum efnum. En í aðalatriðunum voru það þær, sem í gegnum einstakar konur og sambands- kvenfélög og í sambandi við bæjarstjórnir og landsstjórn komu því fyrirmyndar dýr- tíðarfyrirkomulagi á alþýðueldhús sín, sem frægt er síðan orðið og margar þjóðir hafa lært meira eða minna af. Frú Morgenstern hefir meðal annars gefið út litla handbók og matreiðslubók handa alþýðueldhúsum, sem ágæt er, og margt má af læra, jafnvel þótt þau kunni að verða rekin á annan hátt að meiru eða minna leyti, og undir öðrúm skilyrðum og kringumstæðum. Grundvallarreglurnar verða þó ætíð þær sömu og aðalskilyrðin, fyrir góðum hagfræðilegum árangri: hag- fræðilegt víðsýni, fyrirhyggja, nýtni, spar- semi og ströng ráðvendni, — að ógleymd- um áhuga fyrir þessu máli og kærleika til þeirra, sem eiga að njóta góðs af því, og þeirrar hugsjónar, sem þessi starfsemi er sprottin upp úr. Þessar reglur telur frú Morgenstern nauð- synlegar, ef rekstur alþýðueldhúsanna á að ganga vel: 1. »Ad þegar í bgrjun hafa alt fyrirkomu- lagið einfalt og hagfelt, að viðhafa spar- semi í öllu, þar sem því verður þá komið við, án skaða fyrir framtíðarrekstur stofnunarinnar, ef hún á að verða til

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.