Kvennablaðið - 31.08.1918, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 31.08.1918, Blaðsíða 4
60 KVENNABLAÐIÐ Einmitt í þessum efnum hjálpast lands- stjórnir og bæja- og sveitastjórnir nágrnnna- landanna að, til þess að koma heimilunum til hjálpar. Til þess eru fastar, stórar ráð- gefandi nefndir settar á fót, samansettar af sérfróðustu körlum og konum á þessum sviðum, sem líka hafa vald til að grípa í taumana og gera ýmsar nauðsynlegar ráð- stafanir, ef þurfa þykir. Og húsmæðrunum og heimilunum til aðstoðar eru einnig sér- fróðar konur sendar út um löndin, sem heimilsráðunautar. Þær eiga að hjálpa hús- mæðrunum með ráðum og dáð, að stand- ast þá eldraun, sem þær nú verða að leit- ast við að leysa af hendi: að bjarga öllu heimilisfóikinu óskemdu út úr dýrtíðar- hallærinu, án þess þó að efnahagur heim- ilanna kollvarpist, vegna ókljúfandi eyðslu. Húsmæðurnar verða að vera bæði fyrir- hyggjusamar, hagsýnar og sérlega spar- samar. Til þess þarf meiri kunnáttu og sérfræði í heimilisfærslu en þær geta feng- ið tilsagnarlaust af sjálfum sér. Hér er það, sem hið opinbera verður að hlaupa undir bagga með húsmæðrunum. Það verður að sjá þeim fyrir þessari nauð- synlegu tilsögn. Til þess er aðeins ein að- ferð sjáanlega fær, nú sem stendur: að senda út færar konur, sem með ræðum, rit- um, fyrirlestrum og sýningarnámsskeiðum kenna húsmæðrunum að bjargast áfram þol- anlega við þann magra kost, sem tök verður á að afla sér, þegar fram á næsta ár kem- ur. Þær verða að kenna húsmæðrunum að setja eitthvað nýtilegt í stað þeirrar mjólk- ur og feiti, sem þá verður að öllum lík- indum ófáanleg, og yfirhöfuð matreiða þann forða, sem af mjög svo skornum skamti verður þá að likindum á mörgum heimilum. Um mjólk og feitmeti vita allir að lítið verður, og líklegast að öllu leyti ómögu- legt að fá fyrir kaupstaðarbúana, auk þess, sem margir sveitarbúar munu verða þess tilfinnanlega varir líka. Alþýðueldhúss-hugmyndin virðist eiga langt í land að komast í framkvæmd hér í bænum. l>egar þingið í sumar tók því svo vel, sem það gerði, og veitti 4000 krónur til þess hér í bænum, þá skeði það merki- lega, að allir þeir, sem við það áttu að fást eins og drógu sig út úr málinu. Dýrtíðar- nefndin, sem aðallega átti að koma með tillögur í málinu, gerði alls ekkert í því, og þótt bæjarstjórnin fæli þeim tveimur dýrtíðarnefndarfulltrúum, sem mest höfðu borið málið fyrir brjósti, að koma með ákveðnar tillögur, svo snemma, að eitl- hvað yrði gert í því, þá gátu þeir ekki komið því í verk, en heldur fól öll dýr- tíðarnefndin borgarstjóra það, sem þó hafði verið því lítl fylgjandi. Og nú sem stendur er ekki annað sjáanlegt, en að það sé tekið út af dagskrá bæjarstjórnar um óákveðinn tíma. — Líklegt að þar með sé saga þess uti í bráðina. Að svona litlar framkvæmdir urðu í þessu máli hér í bænum var mjög óheppi- legt. Alþýðueldhús, sem vel væri stjórnað og færar konur eða kona stæðu fyrir, gæti á margan hátt hjálpað húsmæðrunum. Ekki einungis með því, að selja ódýran og vel tilbúinn mat, sem bæði smærri heimili og einhleypt fólk keypti, heidur einnig með því að kenna út frá sér hag- sgni, nglni og sparnað í heimilisfærslu og matartilbúningi, sem margar húsmæður ættu að geta tekið til fyrirmyndar. f*ar væru að sjálfsögðu ýmsar tilraunir gerðar, til að notast við ýms efni til matarins, í stað þeirra, sem ekki væru fáanleg, og að sjálfsögðu yrði slíkt að byggjast á efna- fræðislegri og hollri samsetningu ýmsra fæðutegunda, sem þá kæmu í staðinn. Auðvitað er enn þá ekki alveg útséð um, að þessi alþýðueldhússhugmynd komist í framkvæmd. Borgarstjóra Reykjavíkur,var falið af bæjarstjórnini að kynna sér þetta mál og þessi eldhús í Danmörku, nú þegar hann verður þar á ferð. Það er auðvitað gott að hann kynnist því fyrirkomulagi með eigin augum, því þá getur hann naum- ast annað en séð og viðurkent gagn- semi slíkra stofnana. En ófullnægjandi er og verður það þó, ef vér hér heima ættum að hafa verulegt gagn af þvi, hversu fær

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.