Kvennablaðið - 30.11.1918, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 30.11.1918, Blaðsíða 2
82 KVENNA LBAÐIÐ I Frú Elinborg Friðriksdóttir Kristjánsson. Hún lézt að heimili sinu hér í bænum 28. nóv. s. 1., 85 ára gömul. Hún var fædd 19. ágúst 1833 í Búðardal á Skarðströnd. Foreldrar hennar voru séra Friðrik Egg- ertsson, prestur til Skarðsþinga, og kona hans Arndís Pétursdóttir prófasts frá Staf- hoiti, Péturssonar lögsagnara að Görðum í Staðarsveit. Séra Friðrik var kominn í beinann karllegg af Staðarholts Páli, og Jóni Magnússyni á Svalbarða, en móðir hans var dóttir hins mikla gáfu- og fræði- manns Magnúsar Ketilssonar, sýslumanns í Búðardal. Frú Elinborg var yngst af peim syst- kina hennar, er upp komust; þau voru frú Sigþrúður kona Jóns Péturssonar há- yíirdómara, Pétur Eggerz í Akureyjum og Guðrún, er gift var Bögnvaldi bónda á Sigmundseyri í efra Fagradal. Tvítug að aldri giftist hún Páli Vídalín student og alþingismanni í Víðidalstungu, 8. október 1853, syni Jóns Thorarinsens Friðriksson- ar, prests að Breiðabólsstað í Vesturhópi. Hin ungu hjón tóku þegar við hinu stóra búi Víðidalslungu, ættaróðali Vídalínanna, móður-frænda Páls. Þau eignuðust 4 bérn. er komust til fullorðins ára. Jón Vídalín konsúll, Páll og Arndís, sem öll eru látin og Kristín, kona Jóns Jakobssonar, lands- skjalavarðar. Frú Elínborg misti mann sinn 20. októ- ber 1873. Fluttist hún þá vorið eftir frá Víðidalstungu, að í’orkellshóli í sömu sveit, sem einnig var eignarjörð þeirra hjóna. þótti henni sú jörð hægari fyrir sig, er hún var ein orðin um búskapinn. Par bjó hún nokkur ár, en flutti svo suður til Reykjavikur með börnum sínum. Þar gift- ist hún 1881 Benedikt prófasti og alþing- ismanni Kristjánssyni í Múla i Þingeyjar- sýslu og bjó hún þar nyrðra með manni sínum, þar til hann lét af prestsskap, 1889. Fluttu þau þá alfarin til Reykja- víkur og bjuggu þar jafnan síðan. Séra Benedikt lézt 6. des. 1903. — — Pað mun ekki ofmælt, að frú Elínborg hafi verið ein af alkunnustu og merkustu íslenzkum konum síðari hluta 19. aldar- innar. Að hún var kunn um alt land kom af ýmsum ástæðum. Hún var gift tveimur af merkustu mönnum sinnar samtíðar, sem báðir voru að flestu leyli forgöngumenn ýmsra framfara í sínum héruðum, og báð- ir vóru þeir þingmenn og stóðu því í ýmsum samböndum við flesta þá menn, á landinu, sem á þeirra tíma voru leið- andi menn þjóðarinnar. Hún komst þannig i náin kynni við flesta bestu menn sinnar samtíðar. Hún bjó stóru rausnarbúi með báðum mönnum sínum, og þangað komu allir, sem nokkuð kvað að, er um þær sýslur fóru. Auk þess sem heimili hennar var um langt skeið miðstöð flestra sveita- og héraðsmála á margan hátt. T. d. voru flestir sýslu- og sveita- fundir haldnir i Múla, er hún var þar, og á Þorkellshóli var þingstaður hreppsins og því sjálfsagður fundarstaður. Hún ferðaðist og með mönnum sínum, einkum fyrri manninum, á flesta mannfundi, og var oft með þeim á sumrin í Rvík, er þeir voru á þingi. Komst hún þannig ósjálfrátt inn í hin ýmsu landsmál og héraða, og tók á margan hátt þátt i þeim, »bak við tjöldin«. Segja það vinir hennar og séra Benedikts, að hann hafi tekið mik- ið meiri og sterkari þátt í öllum sýslu- málum eftir að hann giftist henni, en áður, sem hún hafi verið frumkvöðull að, og kvatt hann til. Frú Elínborg líktist á margan hátt hinum gömlu höfðingjakon- um Vestfjarða, sem hún átti kyn sitt að rekja til. Hún var stór og sköruleg og fyrirmannleg á velli og kvað mjög að henni. Nokkuð var hún oft í fyrstu þur- leg í viðmóti, en það hvarf alveg er menn tóku hana tali. Hún var glaðlynd og skemtin og fjörug í viðræðum, og örlynd nokkuð á yngri árum sínum. Hún var

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.