Kvennablaðið - 30.11.1918, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 30.11.1918, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ 83 mjög vel skynsöm og hagmælt, og fljót til að mæla fram kveðlinga við kunningja sína í gamanræðum. Hún var hin mesta þrek- kona til sálar og líkama fram á elli-ár, og þrátt fyrir hinar mörgu sorgir, sem hún reyndi á æfinni, missi tveggja manna sinna, langvarandi þungt heilsuleysi dóttur henn- ar og missi allra sinna barna. nema einn- ar dóttur, þá heyrðist aldrei eitt einasta orð um það af henni. En það sem einkum einkendi hana var hin mikla rausn hennar og gestrisni við alla, og örlæti hennar og höfðingskapur við alla þá, sem leituðu hjálpar hennur eða ásjár. Meðan hún bjó í sveit mun heimili hennar sjaldan hafa verið gesta- laust, þótt það væri jafnan nokkuð frá þjóðveginum. Pangað sóttu allir langferða- menn og útlendingar, sem framhjá fóru, þangað komu allir helztu menn sveitar- innar og sýslunnar, ef um einhver vanda- mál var að ræða — eða ef þeir áttu leið framhjá. — Og þangað komu ekki sist, allir hinir mörgu fátæklingar, sem á einn eða annan hátt höfðu kynst húsfrúnni. Allir vorn jafnvelkomnir. Allir fengu sömu hjartanlegu viðtökurnar. Pað var hvoru- tveggja að meðan frú Elínborg var í sveit var henni aldrei fjárvant, enda hefði hún getað með sanni sagt eins og ýmsir hinna fornu íslendinga: »Ekki spara ég mat við menn, og heimill er ykkur allur beini«. Fáir munu hafa vitað hvað mikið hún gaf fátæklingum, því hélt hún síst allra manna á lofti. — Kunningjar hennar sögðu oft að þólt hun byggi upp á regin- fjöllum yrði jafnan gestanauð hjá henni. — Hún var ætíð í vþjóðbrauta. Hún var frændrækin, trygglynd og vin- föst, heilráð og hreinskilin, ef hennar ráða var leitað. Áttu gamlir kunningjar frá hennar fyrri árum jafnan að mæta hinni mestu velvild hjá henni, og það jafnt hvort það voru alkunnir menn, eða gamlir skjólstæðingar og þjónustufolk hennar. Hún var svo dreuglynd og höfðingleg i öllu, að hún minnir mig mest allra þeirra kvenna, er ég hefi þekt, á ýmsar af kon- um vorum á söguöldinni. Henni hefði ég vel getað trúað til að gera ýmislegt, sem þær gerðu. T. d. hefði ég vel getað trúað því, að ekki hefði það átt við hennar skap, ef hún hefði heitið einhverjum ásjár að gefa hann upp í fjandmanna hendur, þótt maður hennar eða vinir hefðu heimt- að það. Ég býst við að henni hefði farið líkt að skiljast ekki við þá fyr en þeim hefði verið borgið, og Þorbjörgu digru og Guðrúuu Ósvifursdóttur. Henni var höfðingskapurinn meðfæddur. Hún var sköpuð til að hafa auð fjár og nota hann. Hún var sann-íslenzk, ríkilát hefð- arkona i sjón og raun, sem ekkert átti smátt eða lítilfjörlegt í sál sinni, og aldrei kunni að velta hverjum eyri margsinnis í lófa sínum, áður en hún lét hann af hendi. Hún var heimilisprúð og stjórnsöm, og mjög vinsæl bæði af hjúum sínum og öðrum er hana þektu. Voru stúlkur jafnan lengi hjá henni og giftust fjöldamargar frá henni. Þótti það framan af æfi hennar, þegar engir voru kvennaskólar, frami bændadætrum að vera »þjónustustúlka« hjá frú Elínborgu, enda urðu þær allar mestu myndar húsmæður. Þær vöndust þar við reglusemi og allan myndarskap, sem til var á stóru reglusömu merkis- heimili. Og margra ára vera þeirra undir stjórn hennar hefir eflaust orðið þeim fult eins notasæl og þótt þær hefðu verið einn vetur í kvennaskóla. Hún var að eðlisfari mjög nærfærin, og sagði að af öllu hefði sig langað mest til að verða læknir. Þótti hún mjög heppin yfirsetukona, og var oft sótt á yngri árum sínum til þess. Fótti líka fátækum ná- grannakonum hennar ekki afslagur að hún yrði Ijósinóðir barna sinna. Og nöfn- ur eignaðist hún á öðrum hverjum bæ í Viðidalnum, er hún bjó þar. Eina þeirra ól hún upp með sínum eigin börnum. — Annað barn, sem hún tók á móti, er móðirin lézt af barnsförum, flutti hún heim með sér að Múla og ól upp og elskaði sem sitt eigið barn til æfiloka. Það var frú Guðrún Þor- grímsdóttir, sem gift er nú í Vestmanna-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.