Kvennablaðið - 30.12.1918, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.12.1918, Blaðsíða 1
JCrannHbUðið fcoit* ar 3 kr.innanlands •rlendii kr. 3 60 (1 dollar Teitan- hafi) */* Terðiini borgiit fyrfram, en */• tjrir 16. júli. Uppitfgn ikrifleg bundin Tlð kra- mót, ógild noma komin lé til út- geí. fyrir 1. okt og k&upandi hafl borgað að fullu. 24. ár. Reykjavík, 30. des. 1918. Æ 12. Fr iður. Loksins hefur sá dagur runnið upp að friður sé kominn á aftur. Vonandi verður það framhaldsfriður. Vopnin verða ekki tekin upp aftur að þessu sinni. Blóðsút- hellingunum og morðunum er létt af mannkyninu. Allir menn um víða veröldu, sem nokk- uð hugsa, munu fagna þessu. í fyrsta sinni eftir 51 mánaðar blóðuga víga og * manndrápa-öld, geta menn lagst óhultir til svefns að kvöldi, án þess að eiga von á að heyra hinar voðalegu fréttir um mann- dráp og morð, þegar þeir vöknuðu. Jólin, þessi friðarhátíð kristinna manna, rennur nú loks upp eftir 4 ára tímabil, sem hinn sami ljóss og friðarboði og venjulega, Og vegna undanfarins hörm- ungarástands í heiminum, hafa þau nú orðið mannkyninu enn þá dýrmætari, en nokkru sinni áður. — — — Fyrir oss hér á landi hafa þessi síðustu jól líka orðið endir á þungum sorgartíma. þrátt fyrir það að vér höfum tiltölulega lítið til stríðsins fundið að öðru leyti en mikilli dýrtíð og erfiðum samgöngum við umheiminn, þá höfum vér einnig átt vora »vondu daga«. vora sorgar og neyðartíma, einkum hér í Reykjavík. Hin mikla skæða landfarssótt, sem hér geysaði síðastlið. nóv. og fram í des. hefir flutt sorg og bágindi yfir allan þenna bæ, g hvar sem hún hefir náð að festa rætur. Hún hefir svift fjölda barna foreldrum sinum, konur mönnum og börnum sínum og menn eiginkonum og börnum. Vinir og vandamenn hafa verið hrifnir frá ung- um börnum og einstæðings gamalmennum. Margir hafa mist alla aðstandendur sína og staðið eftir öldungis mnnaðarlausir. — En þessi farsótt hefir líka flutt okkur nokkuð annað. Hún hefur opnað augu manna og hjörtu fyrir þeim sannleika, að við erum öll bræður og systur, sem verð- um að hjálpa hvort öðru, þegar sorg og bágindi berja að dyrum. Aldrei hefir hér í bæ, eða liklega hér á landi, komið í ljós jafn almenn fórnfýsi og hjálpsemi. Það má segja að undantekningarlítið hafi allir, sem gátu, á ýmsan hátt lagt sig fram með að liðsinna og hjálpa. Sumir með marg- háttaðri vinnu, sumir með fégjöfum og margír með hvorutveggja. Auk samskota- gjafanna, sem voru á milli 60—70,000 krónur, var ákaflega mikið gefið af ein- stökum mönnum beina leið frá þeim til heimilanna, í peningum, mat eða fatnaði, olíu eldsneyti o. s. frv. Fjöldi barna var tekinn frá ýmsum, sem lágu veikir, um lengri eða skemri tíma, og að síðustu voru flest þau börn tekin til fósturs fyrir ekk- ert, sem mist höfðu annaðhvort eða báða foreldra sína, og enga vandamenn áttu, sem gátu eða vildu aia þau upp. Sumir tóku jafnvel 2—3 börn til fullkomins fóst- urs sem eiginbörn. Menn hafa víst alment lesið skýrslu formanns hjálparnefndarinnar, prófessors Lárusar H. Bjarnasonar, í »Morgunblaðinu« eða »Fróni« og geta þá af henni dæmt um ástandið hér í bæ um þær mundir. Má víst óhætt segja að hann hafi verið fyrsti hvatamaður að þessari reglubundnu hjálp, sem hann síðan stóð fyrir á meðan nefndin starfaði. Hvort slík hjálp hefði komist á, ef enginn utan stjórnarráðsins hefði stungið upp á því, er ekki gott að vita. Ólíklegt samt að þá hefði verið gerð jafn rækileg gangskör að því að kynna sér ástandið svo fljótt og nú var gert.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.