Kvennablaðið - 14.04.1926, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 14.04.1926, Blaðsíða 2
2 KVENNABLAÐIÐ Karlmenn hafa alt af eitt stardandi slagord um þetta efni. Þeir segja, að ekki eigi að kjósa á þing eftir kynjum. En hvað gera þeir? Peir hafa aldrei kosið á þing, eða i nokkra opinbera slöðu nema eftir kyni. Peir hafa aldrei kosið aðra en sjálfa sig. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Kveniialisti - flokkslisti. Helzta mótbáran, sem fram hefir komið gegn kvennalistanum er sú, að hann eigi engan tilverurétt vegna þess, að allir, konur jafnt og karlar, eigi að kjósa eftir flokkum, en ekki eftir kyn- ferði. Þeir sem þessu halda fram, hafa mikið til sins máls, ef þeir með flokk- um eiga við það, að menn eigi að kjósa samkvæmt samvizku sinni og sannfæringu og engu öðru. En þar sem flokksfylgið er orðið eins ríkt og það er orðið hér á landi, þá fara svo leikar, að það er flokkurinn, sem á að vera samvizka og sannfæring allra, sem til hans teljast, en einstaklings- skoðanir á hinum ýmsu máTum verða að lúta i lægra haldinu Þegar svona er komið, geta ekki aðrir geft sérvon um, að komast efst á lista hjá flokk- unum, en þeir, sem eru svo ákveðnir flokksmenn, að flokkarnir hafi full tök á þeim. Nú er það hvorttveggja, að svo skamt er siðan, að koaur hér á landi fengu jafnrétti við karlmenn, að engin von er til þess, að þær hafi enn þá látið mikið til sin taka í hinni pólitisku baráttu, enda hafa þær að þessu látið flokkadeilurnar að mestu leyti afskiftalausar. Afleiðingin af þessu er svo aftur sú, að þegar flokkarnir setja upp lista sína, dettur þeim ekki einu sinni í hug, að bjóða konum efstu sætin þar. Eina ráðið fyrir kon- urnar, til þess að fá karlmennina til þess að taka fult tillit til sín, verður þvi það, að þær setji sjálfar upp lista. Getur vel verið, að þessi nauðsyn hverfi, þegar stundir liða, og karlmenn- irnir fara að venjast samvinnunni við konurnar í hinu opinbera lífi, og þá vonandi að meta þær mevra^ en sem stendur er e^ki um neittS'?relja. Við 1 siðasta landskjör settu konur upp sér- stakan kvennalista, og komu að sín- um fulltrúa, samt sem áður virðist flokkunum ekki hafa dottið i hug, að taka það sjálfsagða tillit til kvenkjós- enda við það landkjör, sem nú fer í hönd, að gefa þeim kost á, að koma konu að, að minsta kosti sem vara- manni. Þar til karlmennirnir hafa lært þessa sjálfsögðu kurteisi, þurfa konurnar að vera á verði. Þær verða að setja upp sína sérstöku lista, og fylkja sér siðan um þá, annars verða pólitisk réttindi þeirra von bráðar ekkert annað en dauður bókstafur. Þetta er nú ein hlið þessa máls og næg ástæða til þess, að konurnar urðu að setja upp sérlista. En í þessu sam- bandi eiga konurnar lika að leggja fyrir sjálfar sig þessa spurningu: Er mikið við það unnið fyrir land og þjóð, að konur steypi sér út í hina tryltu flokkabaráttu, sem nú æðir yfir þelta land? Eg fyrir mitt leyti svara þessari spurningu neitandi, og eg veit, að það gerir fjöldi kvenna með mér. Eigi konan nokkurt sérstakt erindi inn i stjórnmálalifið, þá er það ekki til þess að ganga alveg sömu göturnar, mér liggur við að segja villigöturnar, eins og karlmennirnir hafa gert á und- an henni, öll þau ár og aldir, sem þeir hafa haft forræði þjóðanna. Þeir hafa barist um lönd og fé og sá hefir þózt mestur, sem flesta mótstöðumenn gat að velli lagt, hvort heldur var með sverði, penna eða tungu. Hver hnoss hefir svo heimurinn uppskorið af þess- ari aðferð? Til þess að svara þeirri spurningu, þarf ekki annað en benda á ástandið, sem nú er um allan heim, og næstum því sýnist stefna að menningarhruni hvíta kynþáttarins, sem ríkjandi hefir verið í heiminum nú um langan aldur. Nei, konan þarf ekki að koma fram á sjónarsviðið, hvorki hér á landi né annarstaðar, til þess að særa mótstöðumenn flokks síns og auka hatrið og þar með bölið í heiminum. Eina rétlmæta erindið, sem hún á á vígvöllinn, er hið sama og Halldóru frá Þverá á Hrísateig, þegar hún gekk í valinn og batt um sár binna föllnu, hvort heldur voru vinir eða fjandmenn manns hennar, Yíga-Glúms. ■1 hverju þjóðfélagi eru ótal margir fallnir og særðir, ótal olnbogabörn, sem eru fótum troðin og aldrei fá réttmæt- ar kröfur sínar viðurkendar. Þessum olnbogabörnum verður ekki bjargað með þvi að kenna þeim að hata og taka með ofbeldi, heldur með því að vekja skilning alþjóðar á kjörum þeirra og réttindum, þvi hér verður það kær- leikurinn einn, sem getur borið sigur úr býtum. Konan hefir jafnan haft kærleiksstarfið á hendi á heimilinu, hún hefir hjúkrað sjúkum, satt svanga, annast ómálga börnin. Vill hún taka að sér sama starfið i þjóðfélaginu, það þarfnast þess stórlegJi. Sé s*vo, þa eiga konur að kjósa fulltrúa sína með þetta eitt fyrir augum, en ekki hitt, að þær fylgi ákveðnum flokki. Út frá þessu sjónarmiði vil eg nú að lokum fara nokkrum orðum um þær tvær konur, sem efstar eru á kvennalista þeim, sem settur hefir ver- ið upp fyrir landskjörið i sumar. Um þær er kosið, og sennilegt að báðar fái sæti á þingi áður lýkur, ef listinn skyldi komast að. Eins og öllum er kunnugt og kon- um ætti að vera minnistætt, er það frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, efsta kona listans, sem allra manna mest hefir barist fyrir réttindum kvenna hér á landi. Hún var i þvímáli mannsaldurá Tilkynning. Það sem við sérstaklega vildum biðja alla vini kvennalistans að at- . huga, er það, að nauðsynlegt er að hann fái þá lögboðnu meðmælenda- tölu úr öllum fjórðungum landsins, eða minst 170 meðroælendur, sem allir séu 35 ára og allir löglegir kjósendur. Því til tryggingar þarf að útvega vott- orð kjörstjórnar hvers kjördæmis eða sýslumannsins, um að öll nöfn með- mælendanna standi á kjörskrá þar, og sendist vottorðið með meðmælenda- listunum til kosninganefndarinnar, eða efsta manns listans fyrir 1. mai. undan sinum tíma, og' mætti þvi lengi framan af, sem vonlegt var, meiri misskilningi en þakklæti hjá þeim, sem hún vann fyrir, islenzku konun- um. Frú Bríet auðnaðist að lifa það, að íslenzkar konur fengu stjórnarfars- legt jafnrétti við karlmenn. Enn er þó ófullnægt mörgum réttarkröfum kvenna, og mun engin kona vera þar jafnkunnug málum og áhugasöm um fylgi þeirri, eins og frú Bríet. Gefst nú konum kostur á, að fela henni mál sín til flutnings á löggjafarþingi þjóðarinnar. Hitt þarf ekki að taka fram, hvílíkt vanþakklæti það væri, ef konur sýndu það nú, við kosningarn- ar í sumar, að þær væru búnar að gleyma öllu þvi, sem frú Briet hefir lagt á sig þeirra vegna, siðan hún fyrst hóf réttarkröfur sínar fyrir þeirra hönd. Hin konan, frú Guðrún Lárusdóttir, er líka þekt af öllum almenningi. Eins og mörgum er kunnugt greinir okkur frú Guðrúnu talsvert á í þeim málum, sem vafalaust standa næst björtum okkar beggja, trúmálunum. Þrátt fyrir þetta, lýsi eg þvi hiklaust yfir, að fá- um íslenzkum konum treysti eg bet- ur til þess að bera fram áhugamál vor kvenna, eins eg hefi lýst þeim hér að framan, en einmitt henni. Hún er þekt að því, að vera ötul bindindis- og bannkona, og er jafnan reiðubúin að liðsinna hverju mannúðarmáli, sem leitar á náðir bennar. Hún hefir átt sæti 'bæjarstjórn Reykjavikur, og þótti þar dugleg með afbrigðum sem fá- tækrafulltrúi; mundu þvi konur vera vel sæmdar af henni sem þingmanni sínum. íslenzkar konur! Minnist þess við landskjörið í sumar, að láta ekki blindast af neinu flokksfylgi, en kjósið ykkar eigin fulltrúa, sem geta borið fram ykkar eigin mál. Gætið að, hve stór flokkur þið eruð meðal íslenzkra kjósenda, og hve miklu þið ættuð að geta ráðið í íslenzku þjóðlífi, þegar stundir líða, ef vel er á haldið. Aðalbjörg Sigurðardóltir.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.