Kvennablaðið - 11.05.1926, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 11.05.1926, Blaðsíða 1
ÆvennaSlaðié. XXVI. árgangur. Reykjavík, þriðjudaginn 11. nmí 1926. 2. tölublað. Pólitískar stefnur. Því hefir verið hreyft oftar en einu sinni í öllum blöðum pólitísku flokk- anna, siðan í vetur að heyrst hafði um væntanlegan lcvennalista til landkjörs- ins, að slíkur listi væri að eins blekk- ing. Það væri alveg óhugsanlegt að koma upp hlutlausum lista. Hver kona sem kosin yrði til Alþingis yrði nauð- ug viljug að gangá í eiahvern stjórn- málaflokkinn, ef þær ættu að geta kom- ið nokkrum málum fram. Þessi tilvon- andi kvennalisti var kallaður sprengi- listi, sem allar konur voru varaðar há- tíðlega við að skifta sjer af. Auk þess gerðn flestöll blöðin sjer mikið far um að vefengja pólitíska afstöðu kvennanna á listanum. íhaldið reyndi með öllu móti að telja kiósendum trú um að fyrsta konan á listanum, Briet Bjarn- héðinsdóttir væri jafnaðarmaður, sem allir yrðu að varast sem heitan eldinn. Tíminn útskýrði málið á sinn hátt:Brí- et var komin að fótum fram, gat ekki lifað meira en eitt eða tvö missiri. Petta væri bara pólitískt bragð, til að koma frú Guðrúnu Lárusdóttur að, sem væri íhaldskona, og það var auðvitað landi og lýð stórhættulegt. Um hinar kon- urnar var lítið getið til hvoru megin þær væru í pólitikinni. Það er ekki af þvi að mjer þætti nein minkun að kannast við, et eg væri í einhverjum pólitískum flokki, að eg hefi borið móti því, heldur af því að það er alveg ósatt. Eg hefi ætíð talið mig tilheyra frjálslyndri pólitík, og vona að eg verði henni fylgjandi í flestum efnum meðan eg lifi hvort sem það verð- ur lengur eða skemur. Pvi gæti eg oft átt samleið með frjálslyndum flokkum, hverju nafni sem þeir væru kallaðir. En svo kemur margt annað til greina: Ymsar aðferðir flokkanna, sem eg get ekki felt mig við. Og allra síst get eg gefið mig undir þann stranga flokksaga sem flokkarnir binda með skoðanir og samviskur sinna manna. Hver sá, sem flytur mál, sem mér finst heiilavæn- legt, honum vil eg fylgja í því, þótt eg kunni að verða gagnstæðrar skoðunar á öðrum málum, sem sami maður eða flokkur flytur. Og undir þessa skoðun er eg viss um að við, sem erum á B- listanum getum allar skrifað. Enginn okkar er flokkskona í venjulegri merk- ingu. Við gefum okkur ekki undir neinn flokksaga eða skuldbindum okkur að fylgja þeim í öllum málum, sem þeir kunna að setja á stefnuskrár sínar. Oft- ast mörg þeirra til þess að geta fengið einhver ágreiningsefni til að deila um, sem þeir svo telja sinum mönnum trú um að sje eina hjálpræðið fyrir land og lýð út úr öllum pólitiskum ógöng- um, sem þjóðin sé komin í. Og hverjar eru þá þessar, stefnur sem þykja svo ólikar og deilt er mest um ? Jafnaðarmannastefnan er sú eina þeirra, sem gengur beint fram og segir hvað hún vill. Hún segist, eftir því sem mér skilst, vilja með tíð og tíma ná völdun- um og breyta svo öllu fyrirkomulagi eftir þeim kenningum sem hún flytur. En hinir flokkarnir, íhalds- og Fram- sóknarflokkurinn virðast ekki ætíð mjög ólíkir. Er þar ekki einnig reiptog um völdin ? Um völdin til að ráða þeim aðferðum, sem hafðar eru til að ná auknu fé í ríkissjóð, sem nauðsynlegt þykir til útgjaldanna, og völdin til að verja þvi /é á þann hátt sem hvor þess- ara flokka álítur haganlegast. í mínum augum eru fjármál þjóðarinnar aðal- pólitíkin. Á hvaða hátt á að fá fé i rik- issjóð, og hvernig ber að nota það. Pað er aðaldeiluefnið. Og þar kemur flokka- mismunurinn fram. En þegar að þessu efni er komið þá má segja að fjöldi kvenna er sérstaknr pólitiskur flokknr, Því þær vilja að fé þjóðarinnar sé varið að mörgu leyti á ýmsan annan hátt en nú gerist. Við er- um mjög margar ekki með í allri þess- ari hærri pólitík, sem virðist hafa það aðalmarkmið að gera djúpið milli flokk- anna svo breitt að það verði ekki brú- að. Okkur finnast ráðsmenn þjóðarinn- ar fara oft að líkt og stöku ungum á- hugamiklum mönnum hefir stundum faiið, að setja upp stórbú eða einhver önnur stærðarfyrirtæki, utan húss, en horfella svo skepnur sínar eða hirða ekki um þótt húsin hrynji saman yfir höfðum konu og barna. Vita það ekki einu sinni fyr en heilsa þeirra er farin og oft og einatt lífið líka. En lff og heilsa mannsins og velferð heimilisfólks- ins kostaði svo mikið fé, að þeim hug- kvæmdist aldrei að leggja út í slika vitleysu: að vernda heiisu og heimili. Svona finst okkur konunum að stjórn- málastefnur flokkanna taki lítið tillit til menningar og vel/erðar þjóðarinnar sjálfrar. Pjóðin lifir ekki á einu saman brauði, og því síður á einu saman flokkarifrildi. Hún krefst ýmsra menn- ingarskilyrða, sem auðvitað kosta mik- ið fé, en sem gera hvern einstakling færari til að uppfylla sínar skyldursem góðir borgarar í þjóðfélaginu. Og það verður traustasti grundvöllurinn undir þroska og framför heildarinnar. Menn segja að velferð lands og lýðs hvíli á heimilinum. Þau séu þeir mátt- arstólpar, sem allur siðgæðisþroski þjóð- anna komi frá. Það séu húsmæðurnar og mæðurnar, sem þar eigi að geyma hinn heilaga eld allra þjóðlegra dygða. Barnauppeldið sé í þeirra höndum og það uppeldi, sem mæðurnar og heimil- in veiti þeim, verði besti og affarasæl- asti skólinn og undirbúningurinn undir lífið. Á þingum og þjóðfundum dásama menn þenna mikla uppeldiskraft heim- ilanna og kvennanna. Vegna þessa eru þær þar alveg ómissandi, sem sjálf- gefnir bestu uppeldisfræðingar ungu kynslóðarinnar. En hvað gera svo stjórnmálaflokk- arnir til þess að tryggja það að kon- urnar og heimilin verði vaxin þessu vandasama starfi: að ala alla þjóðina upp til að verða heiðvirðir og nýtir borgarar? Okkur konum finnast þeir gersamlega gleyma því. Það er að vísu satt þetta, að vera móðir, fóstra og fræðari allrar þjóðarinnar er veglegt starf, ef það er vel af Iiendi leyst. En hingað til hafa skilyrðin til þess verið alment fá og smá, og verða með hverju ári minni og ómögulegri. Konurnar, sem eiga að hafa alt þetta á hendi, hafa ekki fengið fyrsta hjálparmeðalið, sem til þess þarf, en það er góð undirstöðuþekking á öll- um þessum störfum húsmóður og móðurinnar. En hingað til hafa stjórnmálamenn- irnir verið svo önnum kafnir að byggja sínar pólitísku skýjaborgir, að þeir hafa gleymt þessum marglofuðu heimilum, konunum og öllu því innra ástandi þjóðfélagsins sem þar að lýtur. Feir muna að eins stöku sinnum eftir að eitthvað þesskonar sé til, einkum skerp- ist það minni furðanlega fyrir allar kosning^r* ep sljóvgast svo eftir því sem á þingtínhann líður og hverfur venjulega með öllu áður en fjárlögin eru samþykt. Þeim blæðir þá í augum hvað mikið fé þurfi til allra þessara innri mála þjóðfélagsins, sem svo oftast er slept með öllu, meðan menn deila um alls- konar bollaleggingar og loftbyggingar, margra miljóna fyrirtæki, sem þá eru alt í einu orðin það nauðsynlegasta, og enginn vandi að fá nóg fé til. En það er þessi innri bygging þjóð- félagsius, sem við konur viljum hjálpa til að reisa. Við höfum fengið það hlut- verk að gera heimilin svo vistleg sem föng eru á, að sjá um allan innri rekst- ur þeirra fjárhagslega og annast upp- eldi barnanna og hafa ábyrgðina og erfiðismunina, sem því fylgja. En til

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.