Kvennablaðið - 11.05.1926, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 11.05.1926, Blaðsíða 2
2 þess að þetta fari vel úr hendi þarf margháttaða þekkingu. Hvað gera póli- tiskuflokkarnir til þess að sjá okkur fyrir henni? I’eir hafa séð embættis- mönnum þjóðarinnar, og ýmsum öðr- um sérfræðingum fyrir nauðsynlegri þekkingu til að geta staðið sómsamlega í embættum sínum. En hverja fræðslu hafa húsmæðra og mæðraefnin okkar átt kost á til þess að reka heimili sín á hagfræðislegum grundvelli? Og hvaða sérmentun hafa þær fengið i méðferð barna og uppeldisfræði? Börnin eru þó dýrasta verðmæti hverrar þjóðar, því þau eru framtíðin sjálf. Hvað er gert til að kenna húsmæðrum að varðveita andlega og likamlega heilsu heimilis- fólksins? Okkur konunum finst alt þetta lagt undir höfuð. En ef karlmennirnir, eða öllu heldur, ef stjórnmálaflokkarnir geta ekki skilið að góð innri bygging þjóðfélagsins hefir ekki siður gildi en hin ytri, að hún á einmitt að vera ávöxtur og afleiðing góðs ytra skipulags, þá verður að koma fram flokkur kvenna sem segir: »Nú er í bráðina nóg komið af brauki og bramli, hávaða og hörðum deilum um völd og verðmæti: Nú komum við fram, sem fulltrúar heimilanna og heimtum umbætur á því sem aflaga fer heima hjá okkur. Við viljum fyrst og fremst fá góða praktiska undirstöðuþekkingu til að geta rekið heimili okkar á hag- kvæman hátt eftir breyttum tímum og annari aðstöðu. Gamla fyrirkomulagið er á margan hátt úrelt og óhentugt á þessum tímum. Við verðum að geta boðið eitthvað heppilegra í staðinn. Mikið af eignum heimilanna gengur gegnum okkar hendur. Pvi er ekki á- stæðulaust að heimta fullnægjandi fræðslu í þeim efnum. Okkur er trúað fyrir börnunum, að fæða þau og fóstra og fræða. Til þess þurfum við sérstaka fræðslu. Enginn fæðist með þeirri þekk- ingu sem lífið útheimtir. Og barnaupp- eldið er að öllu leyti svo mikið vanda- verk, að til þess þarf margháttaða þekk- ingu. Menn kvarta nú um þessar mundir mjög yflr æskulýðnum. Eitthvað af þeim kvörtunum er liklega á rökum bygt. Við höfum hvorki tíma, ástæður né næga þekkingu til þess að beina hon- um í aðrar áttir. Við verðum að -'aeimta hjálp til þess, og fyrsta hjálpinter nauð- synleg þekking á meðferð og eðli barna og unglinga. Við viljum leggja traustan grundvöll undir framtið þeirra. Því heimtum við þeim til handa góða barna- fræðslu, sem þau síðar geti sjálf bygt á staðgóða menningu fullorðinsáranna. Við viljum fá góða undirbúningsmentun handa mæðra og húsmæðraefnunum okkar, sem byrji þegar í barnaskólun- um, með skólaeldhúsnámi, og haldiö sé svo áfram með sérnámi í hússtjórnar- skólum og praktiskum húsmæðranám- skeiðum um land alt, sem byggist á að nota okkar eiginafurðir á heppilegri hátt en hingað til. Við viljum fyrirbyggja siðleysi og of- drykkju hjá æskulýðnum. Pví heimtum KVENNABLAÐIÐ við endurbætt bannlög, sem séu í heiðri höfð, en ekki ónýtt og svívirt. Við viljum fá lög um opinberan styrk handa fátækum ekkjum, sern færar eru til að ala upp börn sín, sem ekki verði talin að neinu leyti fátækrastyrkur, líkt og komið er á með lögum i Danmörku og vfða annarsstaðar. Við viljum vinna að betra heilbrigðis- eftirliti, og að bygð verði nauðsynleg sjúkraskýli, spítalar og hressingarhæli fyrir þá sjúklinga sem farnir eru af spitölum, en þurfa þó hvildar og hress- ingar við, sem þeir ekki geta fengið annarstaðar. Við viljum fá bætt launakjör ýmsra kvenna sem eru í þjónustu rikisins, og má þar fyrsta nefna ljósmæðurnar og stúlkur við símann, einkanlega land- síma, og einnig á skrifstofum símans. Viljum við að þær fái launahækkanir f samræmi við karlmenn þá sem eru í likum stöðum. Yfir höfuð heimtum við jöfnuð á launakjörum karla og kvenna þeirra sem hafa sama starf á hendi og verða að hafa sama undirbúning undir þau. Einnig að konur hafi rétt til að hækka i launum og flytjast upp í þær stöður sem hærra eru launaðar, eftir sömu reglum og karlmenn, en að ekki sé geDgið jafnan fram hjá þeim og karl- menn settir í þessar stöður, jafnvel þótt konur hefðu átt að fá þær eftir almenn- um venjum við slík tækifæri. Það er þessi innri bygging þjóðfé- lagsins, sem konur um allan heim vilja taka sér fyrir hendur að reisa úr rúst- um. Það er verndun þeirra verðmæta, sem of oft ganga í súginn hjá karl- mönnunum bæði fyrir þekkingarleysi þeirra og flokkavald. Og það er einnig jöfnuðurinn milli karla og kvenna í réttindum, áliti og lífsskilyrðum, sem verður efst á blaði, og hyrningarsteinn- inn undir þessari pólitik. Þess vegna skilja konurnar hana betur en karl- menn. Þær vita best hvar skórinn krepp- ir að. Briet Bjarnhéðinsdóttir. Iívennaliistinn verður B listi við landskjörið í vor. Alls eru listarnir 5. Jón Baldvinsson alþm. efstur á AI- þýðuflokkslistanum, Jón Porláksson ráðherra efstur á íhaldslista, Magnús Kristjánsson framkv.stj. á lista Fram- sóknarflokksins og Sigurður Eggers bankastj. á lista Frjálslynda flokksins. Tvær konur eru á lista Alþýðuflokks- sins: Frú Jónína Jónatansdóttir í Rvík í 2. sæti og frú Rebekka Jónsdóttir á ísafirði í 4. sæti. Á lhaldslista er ein kona: Frú Guðrún Briem Rvík í 3. sæti. — Er ekki óliklegt að framkoma kvennalistans hafi valdið nokkru um að leiðtogar þessara flokka buðu nú konum sæti á listum sínum. En öllum er þó ljóst að engin von er tii að þessar konur komist á þing að heldur, nema efstu mennirnir verði ótrúlega skammlífir. Mælt er að einhverjir »vinir« kvenna- listans hafi látið fréttast að kvenna- listinn væri úr sögunni, en lesendurnir mega bera það til baka. Það verður kosið um hann ekki síður en um »þá pólitísku«, og skipa listann eins og flestum mun kunnugt: Frú Brlet Bjarnhéðinsdóttir, Reykjavík. Frú Guðrún Lárusdóttir, Ási Reykjavík. Kensluk. Halldóra Bjarnadóttir Rvík. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir, Reykjavik. Köllun konunnar. Nokkrar hugleiðingar eftir Guðrúnu Lárusdóttur. II. Það liggur i augum uppi, að með réttarbót þeirri er konum hefir hlotn- ast, fylgja ýmsar skyldur, sem á marg- an hátt geta bætt við hin sjálfsögðu skyldustörf konunnar, og þannig auk- ið henni fyrirhöfn, mun þvi vafalaust verða að því spurt: hefir konan eigin- lega mikinn hagnað af réttarbótinni? í fljótu bragði mætti virðast, að svo væri eigi. En sé betur aðgætt verður svarið efalaust játandi. Reynslan ein nægir þó til þess að svara spurning- unni til hlýtar, og tíminn leiðir hana í ljós. Þótt segja mætti að nokkur reynsla væri þegar fengin, a þessum árum, sem liðin eru síðan konur öðl- uðust kosningarrétt og kjörgengi, þá væri það þó ekki sanngjarnt að dæma eingöngu eftir því, þegar þess er gætt sem á undan er farið; en óhætt má þó segja að konur yfirleitt finna meiri hvöt hjá sér til þess að ihuga og kynnast landsmálum nú en verið hefir, sem og er næsta eðlilegt, því að frá því að vera hlutlausir áhorfendur, hafa kon- ur verið kvaddar til þátttöku í lands- málum. Með atkvæðaréttinum einum er sú breyting á orðin. Hann er kjör- gripur sem konan hefir i höndum,. með honum leggur hún sinn skerf til heilla landi og lýð, meðferð hennar á honum sýnir aðstöðu hennar i lands- málum. Það eitt að hafa atkvæðisrétt um almenn mál er stórt atriði í sögu einstaklingsins, hvort heldur kona er eða karlmaður. Hann krefur umhugs- unar, hann vekur þroska þegar rétt er með farið, og hann skerpir ábyrgð- artilfinningu einstaklingsins. Konan, sem um órnuna tíð hefir setið hjá og horft aðgerðarlaust á með- ferð landsmála, hlýtur að hugsa um það með einlægri alvöru, að nú er henni falinn trúnaðarstarfi, sem henni ber að rækja með skyldurækinni sam- viskusemi. Hugur hennar er vakinn, sjónarsvæðið stækkar, áhuginn glæðist,

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.