Kvennablaðið - 28.06.1926, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 28.06.1926, Blaðsíða 1
Kosningadagurínn I. Júll. Á fimtudaginn kemur fara fram hlutijundnar kosningar um alt landið, til að kjósa 3 landkjörna alþingismenn til e(fri deildar. Eins og kunnugt er, þá þá eru listarnir 5, þótt mennir séix að- eins þrír. Tveir af listunum hljóta því að falla. B-listinn, sem er kvennalistinn, ælti þó að vera sá Jistinn, sem vissast- ur væri að koma manni að, þar sem konur eru meiri hluti kjósenda í land- inu. Vitaskuld eru þó konur sumstaðar farnar að binda sig í flokka, t. d. jafn- aðarmannakonurnar, og er sá flokkur svo fast saman bundinn, að varla mun þurfa að vænta fylgis frá þeim. En um aðrar konur verður varla sagt það sama, þar eru flokksböndin öðruvísi, enda ber konum lítil nauðsyn til að festast á þeim snögum, þar sem ekkert kemur í móti. Engin sérmál kvenna tekin upp af flokkunum, engin völd í flokkunum, né afskifti af pólitík þeirri, sem bindur flokkinn saman. Nei, kon- unum er ekki ætlað annað hlutverk en að efla atkvæðastyrk þeirra, þær hafa eng- an frekai’i íhlxxtunarrétt til að ráða því hverri pólitískri stefnu flokkurinn fylgir. Menn segja, og blöðin fullyrða það, að allir frambjóðendur verði að heyra til einhverjum ákveðnum pólitískum flokki. Kvennablaðið hefir nú í öðru tölubl. sínu í vor sýnt fram á, að konur eru einmitt sérstakur flokkur. Þeirra áhugamál eru alt önnur en áhugamál flokkanna, því verða þau altaf að lúta í lægra haldi. Flokkarnir hafa aldrei neitt fé fyrir hendi til að koma þeirn í framkvæmd. ÖIl sérmentun kvenna er algerlega van- rækt. Mæðratryggingar hafa varla kom- ið til orða í þinginu. Ekknastyrkir, sem víða eru komnir á handa ekkjum með mörgum börnum heyrast ekki nefndir af stjóxnmálamönnum vorum, þótt lög séu komin á fyrir mörgum árurn, í mörgum öðrmn löndum, t. d. Danmörku, þar sem lög um styrki handa ekkjum, sem fær- ar væru að ala upp börn sín voru sam- þykt 1913. Og bindindis og bannmál- unum vita allir hvernig er ltomið, — Alt þetta sýnir, að fyr en konurnar sjálf- ar taka áhugamál sín í sínar eigin hend- ur til meðferðar og fi-amkvæmdar, fyr fá þær aldrei komið þeim í rétt horf. Það nægir ekki fyrir þær að vera í flokk- unum, því þessum málum hafa þeir engan áhuga fyrir, og vilja ekkert fé til þeirra veita. Og það er einnig eitt annað mikilsvert atriði í þessu máli. Það er: að meðan koriurnar láta alt reka á reiðanxim um sín eig'in mál, eða kasta öllum sínum á- hyggjuefnum upp á karlmennina, þá læra þær aldrei að hugsa sjálfar, finna aldrei til þeirrar ábyrgðartilfinningar, sem rnenn eignast við að ráða sjálfir málum sínum. Það væri eins og þjóð, sem altaf er stjórnað af öðrum. Hún fær hvorki sjálfstæðistilfinningu né á- byrgðartilfinningu fyr en hún tekur öll sín mál í sínar eigin hendur. Ungling- urinn fær þá fyrst ábyi’gðartilfinningu fyrir meferð eigna sinna, þegar hann verður fjár síns ráðandi. Því er það eitt spor á þroskabraut kvenna, að taka áhugamál sín í sínar eigin hendur, og setja fulltrúa fyrir þau inn í löggjafarþingin. Það er alveg í samræmi við það sem allar stéttir manna gera, því hvað svo sem pólitísku blöðin segja, þá eru konurnar sérstakur flokkur eða stétt, með ýmsum öðrurn áhugamálum en karlmennirnir. Og stundum jafnvel alveg gagnstæðum. Skal hér að eins bent á eitt þeirra, launamálið. I æði mörguxn, eða jafnvel flestum tilfellum, finst Karlmönnum réttlátt, að konur fái margfalt minni Iaun en þeir, fyrir alveg sömu störf eða hliðstæð störf. Þessu til sönnunar má nefna hér stutta grein í Tímanum eftir Jónas Jónasson, þar sem hann skamm- ar frk. I. H. B. mjög fyrir það, að með Kvennaskóla frumvarpi stjórnarinnar berjist hún fyrir að fá afar há laun. En mundi nokkur karlmaður standa fyrir öllum rekstri og kenslu jafn stórs skóla fyrir minni laun? Og ætli laun J. J. við Samvinnuskólann séu ekki fullt svo há, og hefir sá skóli þó mikið færri nem- endur, og kennslustundir þar miklu færri daglega. Að öllu þessu athuguðu getum við séð, að konur eru nauðbeygðar til að hafa sérstakan kvennalista, ef þær eiga að að standa fyrir sínum áhugamálum og geta fengið fulltrúa á þing fyrir sig, til gæta hagsinxina kvenna yfirleitt. Nú hafa konur, sem áður er sagt, sett upp sérstakan kvennalista. Flokkablöð- in hafa verið að reyna að gera hann tor- tryggilegan á allan hátt. Þær konur, sem á honum eru, eru alþektar hér í bæ. Ýmsar erfiðar kringumstæður hafa gert það að yerkum, að of lítið hefir verið unnið fyrir þenna lista, skortur á blaði o. fl. En þrátt fyrir það höfum vér feng- ið svo hlýjar óskir kvenna víðsvegar frá, fyrir honum, að það gefur bestu vonir. Við vonum, að honum verði ekki síður tekið hér í Reykjavík en annarstaðar. Við konurnar, sem á listanum eru þol- um ve! að falla. En íslenska kvenþjóðin þo!ir illa kosningar ósigra. Það veikir á- lit kvenna og sýnir um af þroska og á- hugaleysi. Sérlisti kvenna við landkjör, sem fær yfirgnæfandi atkvæðafjölda, er eina leiðin til að geta jafnan xitt tvo full- trúa í efri deild, og tveir af fjórtán geta oft komið talsverðu fram. Og það er praktísk leið, því þá fara jafnan næsta ár fram kjördæma kosningar. Og ef konur kæniu ætíð frani sérlista sínum við landkjörið, þá mundu flokkarnir verða mjög ljúfir til samvinnu við kjör- dæma kosningarnar árið eftir, og þá færu að verða líkur til að konur gætu líka fengið þar fulltrúa inn í þingið í sam- vinnu við pólitísku flokkana. Konur! hugsið um þetta núna á fimtudaginn kemur. Þið sem ekki eruð flokkum bundnar ættuð allar að koma og fylkja ykkur um kvennalistann. Og þið, sem ekki viljið styrkja Jafnaðar- menn ættuð allar að kjósa kvennalist- ann, því það verða kvennlistinn og AI- þýðulistinn sein berjast við kosninguna. Annarhvor þeirra verður að falla. Látið það ekkí verða Kvennalistann. Munið að kosningaósigur nú veikir ykkur um langan tíma. Komið allar kosningadaginn, og kjós- ið Kvennalistann. Munið að sameinaðar stöndum vér, en sundraðar föllum vér. Til kvenna í Reykjavík. Nújeru aðeins örfáir dagar þangað til landlýjörið fer fram. í því eiga konur sem (kariar að taka jafnan þátt. Og þá jnætú»r *>á vð þar ættu og gætxi kon- urnai hxxl t enn meiri áhrif en karlmenn, af þv\ þijer eru fleiri. En tölur hagstof- unnar híifa sýnt, að hingað til hafa miklu færri konur tefeið þátt í kosning- unum en karlmenn. Veldur því oft, að húsmóðirin hefir fáum á að skipa og get- ur naumast komist frá heimili sínu. Hér í Reykjavík ætti það þó að vera hægra en í sveitunum. Hér þurfa konxir ekki langt að fara, og allur tíminn sem kosn- ingin tekur, ineð ferðinni til og frá heim- ilinu, þarf varla að verða meiri en ein klst. Á meðan geta konur eflaust skifst á yerkum til að hjálpa hver annari, ef að 'ekki er um neitt annað fólk á heim- ilunum að gera. Það er skömm fyrir ís- lenskar konur að láta það sjást svart á hvítu, að þær hirði ekkert um þau dýr- mætu réttindi sem kosningarrétturinn (

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.