Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 11.06.1897, Blaðsíða 1

Dagskrá - 11.06.1897, Blaðsíða 1
Verð árg. (minnst T04 arkir) 3 kr., borgist fyrir janúarlok; erlendis 5 kr., borgist fyrirfram. Uppsögn skriíleg bundin við 1. júlí komi til útgefanda fyrir októberlok. I, 89. Reykjavík, föstudaginn 1 1. júní. 1897. Tóbakspundið. (Brot úr gömlu handriti). — —■ Jeg man alltaf eptir honum Þórði gamla, með skreiðina; hann fór aldrei svo í kaupstað að hann kæmi ekki aptur með kúfóttu merina sína klyfjaða af skreið. — Væri skreið ekki að fá í verstöðinni fór gamli Þórð" ur alls ekki í kaupstað. — En færi gamli Þórður á annað borð, fjekk hann sjer optast á pyttluna sína um leið og bætti við sig tó- baksenda; — »tárið« og »talan« voru hans sárustu á- stríður. — Þegar Þórði gamla höfðu gengið vel allar útveg- urnar var gaman að sjá hvað vel lá á karli á heimleið- inni. — Hann lallaði hægt og hægt á eptir Kúfu, með þá hálsmjóu í treyjufikkanum, og spýtti drjúgum mó- rauðu, einkum ef einhver varð á vegi hans. Hann vildi láta sjá að hann kæmi úr kaupstað. — Stundum tók hann að kveða rímnaerindi eða aðrar stökur, með rám- um, hálfskjálfandi róm, og allskonar ringjum og löngum lotum. Það var auðheyrt að hann hafði haft góð hljóð í æsku, en nú voru þau líkust því sem slegið væri í sprungið pottbrot. — Kúfa vjek aldrei úr vegi fyrir neinum, en rambaði með skreiðina sína á beinustu og bestu götuslóðinni —• og þeir sem ekki vildu meiða sig á leggjunum urðu að gjöra svo vel Og ríða á svig við merina og gamla Þórð þegar hann kom frá kaupmanninum og verstöðinni, þar sem þau voru hárviss að fá hausa og herta sundmaga, ef nokkuð slíkt var þar til. ------Jeg mætti Þórði og Kúfu margopt á sumrin, þegar jeg var á heimleið frá frændfólki mínu er bjó rjett fyrir utan verstöðina. Þegar hann sá mig koma yfir leitið byrjaði karl að kyrja og stúta sig af pyttlunni, og hann sætti lagi þeg- ar jeg sveigði fyrir skreiðarklyfina að draga langan enda af munntóbaki upp úr vasanum til þess að láta mig sjá hvað byrgur hann væri. En einkum er Þórður mjer minnisstæður vegna þess atviks er jeg ætla nú að segja frá. Jeg var staddur í krambúðinni einn dag, sem opt- ar. Þar var Þórður gamli þá einnig kominn vel slomp- aður af víni og kampahýr. — Jeg sá að skreiðarklyfj- arnar lágu kyrvilegar og vel bundnar úti á »plássinu«, og Kúfa stóð þar hjá, með hangandi haus í sumarhit- anum og beið þolinmóð eptir byrðinni. — Tóbaksend- inn stóð upp úr hægri vasanum — en pyttlan var tóm. Það var sú brúnkollótta sem karl átti eptir að fá sjer seitil á til ferðarinnar. — Annars var hann albúinn. Við hliðina á Þórði gamla stóð unglingsstúlka 12 —-13 vetra, þokkalega en þó fátæklega klædd og beið eptir afgreiðslunni með honum. Jeg fjekk seinna að vita að þetta var sonardóttir hans og fór hún þá í fyrsta sinn í kaupstað með afa sínum. Þórður hampaði pyttlunni tómri í annari hendi og studdi hinni á búðarborðið. Sá sem afgreiddi var ungur laglegur maður, danskur í aðra ætt, .sem var nýkominn þangað frá einhverri annari verslunarstöð langt í burtu. »Láttu mig fá á glerið lagsi«, segir Þórður og kink- aði kolli framan í búðarmanninn. »En vertu nú ekki alla æfina að mylkja lekanum á pelaskömmina. Kúfa bíður eptir okkur«. »Við höfum ekki dgukkið dús, mundu það næst«, segir sá sem er fyrir innan borðið og hrifsar flöskuna heldur hvatlega af Þórði um leið. »0, aðra eins peja held jeg nú að jeg hafi þúað um dagana«, segir Þórður gamli og hallar sjer fram á búðarborðið. »Þú hefur held jeg lítið að reigja þig af«. Piltungi, sem var að vega gráfíkjur rjett hjá, hló hátt að þessu og deplaði augum um leið framan í Þórð gamla, svo hann fór líka að hlæja með rámum, djúp- um karlahlátri, sýnilega mjög ánægður með orðaskiptin. Sá hálfdansld svaraði ekki, en gekk að brennivíns- krananum og fyllti flöskuna. Svo ljet hann tappa í hana og bar hana á hálsinum út þangað sem Þórður stóð. En þegar hann rjetti höndina út eptir flöskunni, lypti búðarþjónninn hendinni og sló flöskunni af afli í höfuðið á Þórði gamla. — Karlinn hrökklaðist frá broðinu og blóðið rann nið- ur eptir andlitinu á honum en brennivínið flaut út yfir gólfið innan um flöskubrotin. Litla stúlkan rak upp liljóð og hljóp til afa síns— en þeir sem voru fyrir framan búðarborðið litu illilega til krambúðarþjónsins. Hann stóð í sömu sporum sót- rauður í framan með glerstútinn í hendinni. Svo rak búðarþjónninn allt í einu út úr sjer tung-

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.