Aftanskinið - 01.02.1906, Blaðsíða 1

Aftanskinið - 01.02.1906, Blaðsíða 1
AFTANSKINID. I. árg. T ÍSAFJÖRÐUS, FEBRUAR 190«. a. bi. Vorþrá. Nú dagur er stuttur en dimman er löng, mig dreymir um bjartari nætur, með unaði vorsins og ylríkum söng, en óðar en kem ég á fætur, mér gleymast þeir draumar, þó dagur sé hreinn hann drottnar i anda svo köldum, að alt sem ég syng þá, er söknuður einn, um sorgir á einveru kvöldum. Ég vorkvöldin þrái og vatnanna dís, úr vetrarins hjúpi sé hrifin, þá þiðnar úr fjöllunum frostið og ís, og fuglinn er heim aftur svifinn; sem áður að Ijósinu leitaði þar, er lengri eru dagar og vorin. hann gat þar ei unað, hann vissi að hann var þar á vellinum heima borinn. Ég elska þig vor, sem að veturinn ber á vœngjunum burt út í heiminn, ég veit að þú dvelur með dýrðina hér og dagamir lengjast um geiminn; þá alt sem ég syng verða sólarljóð ein, í sálu mér léttist um sporið, og fuglinn sem situr á svolitlri grein, hann syngur þar kvæði um vorið. Hallfrebur vandræðaskáld. Amma. dauðinn tók hana inn á Mörir ár eru liðin síðan ömmu niína á arm sér og bar strenriurtiar hinum megin. Ja, þau era fjöida niörg og þó stendur aroma niín mér eins Ijóst fyrir hugskotssjónum og ég heíði séð hana síðast í gser. Þegar ég í anda virði fyrir mér, þreytn- lega andlitið, bogna bakið og deplandi stein- blindu augun, sem timanom saman gátu starað inn i sólin.. þegar hún var i bádegis stað um há snmardaginn, án þess þó aö veröa vör við það. Aldrei heyrði ég eitt orö af vörnm ömmu minnar í þá átt að örventa yflr lífskjörum sínuœ, hún haföi alt af litið a lifið frá bjart- ari hliðinni, henni haf^i heldur ekki veitt af því i seinni tíð, eftir að hun misti sjónina. Amroa mín bar ekki utan & sér það, sem henni haf'ði mætt öröugt á lifsleiðinni Hún hefur þó eflaust verið farin að þra hvildina, engu síður en þeir, sem með átak- anlegum orðum lysa þrá sinni eftir henni. Blessuð amina min! hjá henni var ég alt af velkominn, hjá henni rnætti ég ætíð sama hlýja faðminum og vingjarnlega aðlaðandi brosinu. Henni varð ég aldrei leiður, þó flest- ir hefðu horn 1 sfðu mér. Ég var einn í upp á haidinu hjá henni af systkinum mínum. En það sem allra bezt heldur minningu ömmu minnar ósrleymanlegrí hjá mér, voru sögurnar hennar. 1 rökkrunam vorum við vön að hópast i kring um rúmið hennar og biðja hana að segja okkar sögu. Þegar amma mín hafði breitt blastykkj- 6ttu abreiðuna vandlega yfir rúmið sitt og tekiö giæna kistilinn ofan úr pvi, sem annars i.lt af stóð óhreyfður til fóta hennar, hóf' hún sögu sína. Á meðan hún sagði söguna sátum við þegjandi og alvarleg, okkur kom aldrei til hugar að gfípa fram i fyrir henni, við gjörð- um það fyrst, en þá varð hún stygg við okk- ur svo við vöndumst bráðlega af því. Mib.il] undra sægur var það sem hún kunni af als konar sögum; þó hún segði sögur kvöld eftir kvöld, þá komst hún aldrei í

x

Aftanskinið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.