Aftanskinið - 01.02.1906, Side 1

Aftanskinið - 01.02.1906, Side 1
AFT ANSKINIÐ I. árq. j tSAFJÖRÐUR, FEBRUAR 1906. I * Vorþrá. Nú dagur er stuttur en dimman er löng, mig dreymir um bjartari nætur, með unaði vorsins og ylríkum söng, en óðar en kem ég á fætur, mér gleymast þeir draumar, þó dagur sé hreinn hann drottnar i anda svo köldum, að alt sem ég syng þá, er söknuður einn, um sorgir á einveru kvöldum. Ég vorkvöldin þrái og vatnanna dís, úr vetrarins hjúpi sé hrifln, þá þiðnar úr fjöllunum frostið og ís, og fuglinn er heim aftur svifinn; sem áður að ljósinu leitaði þar, er lengri eru dagar og vorin. hann gat þar ei unað, hann vissi að hann var þar á vellinum heima borinn. Ég elska þig vor, sero að veturinn ber á vængjunum burt út í heiminn, ég veit að þú dvelur með dýrðina hér og dagarnir lengjast um geiminn; þá alt sem ég syng verða sólarljóð ein, í sálu mér léttist um sporið, og fuglinn sem situr á svolitlri grein, hann syngur þar kvæði um vorið. Hallfreður vandræðaskáld. Amma. Mörg- ár eru liðin síðan dauðinn tók örriæu mina á arm sér og bar hana inn á strendurnar hinuru megin. Já, þau eru fjölda mörg og þó stendur amma nn'n mér eins ljóst fyrir hugskotssjónum og ég heíði séð hana siðast í gser. Þegar ég i anda virði fyrir mér, þreytu- lega andlitið, bogna bakið og deplandi stein- blindu augun, sem tímunum saman gátu starað inn í sólina þegar hún var i bádegis stað um há sumardaginn, án þess þó að verða vör við það. Aldrei heyrði ég eitt orð af vörum ömmu minnar í þá átt aö örvienta yflr líískjörum sínum, hún hafði alt af litið á liflð írá bjart- ari hliðinni, henni hafði heldur ekki veitt af því i seinni tíð, eftir að hún misti sjónina. Amma min bar ekki utan á sér það, sem henni hafði mætt örðugt á lífsleiðinni Hún hefur þó eflaust veríð farin að þrá hvíldina, engu síður en þeir, sem með átak- anlegum orðum lýsa þrá sinni eftir henni. Blessuð amma mín! hjá henni var ég alt af velkominn, hjá henni mætti ég ætíð sama hlýja faðminum og vingjarnlega aðiaðandi brosinu. Henni varð ég aldrei leiður, þó flest- ir hefðu horn í síðu mér. Ég var einn í upp á haldinu hjá henni af systkinum mínum. En það sem allra bezt heldur minningu ömmu minnar ógleymanlegrí hjá mér, voru sögurnar hennar. í rökkrunum vorum við vön að hópast í kring um rúmið hennar og biðja hana að segja okkur sögu. Þegar amma mín hafði breitt blástykkj- óttu ábreiðuna vandiega yflr rúmið sitt og tekið giæna kistilinn ofau úr pvi, sem annars ult af stóð óhreyfður til fóta hennar( hóf hún sögu sína. Á meðan hún sagði söguna sátum við þegjandi og aivarleg, okkur kom aldrei til hugar að grípa fram í fyrir henni, við gjörð- um það fyrst, en þá varð hún stygg við okk- ur svo við vöndumst bráðlega af því. Mikill undra sægur var það sem hún kunni af als konar sögum; þó hún segði sögur kvöld eftir kvöld, þá komst hún aldrei í

x

Aftanskinið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.