Aftanskinið - 01.02.1906, Blaðsíða 5

Aftanskinið - 01.02.1906, Blaðsíða 5
.1, 2. bl. AFTANSKINIÐ. 13 var um tekjur presta, svo sem dag-sverk, lambs- fóður, pússunartoll, skirnartoll, líksöngseyri og fermingartoll; ljóstoll langaði hann til að hafa með, en þá var fjandinn sá, að hann var ekki i kirkjunefndinni, svo hann varð að sleppa honum. Þessum málum fylgdi prestur fast, og efna- bændurnir þurftu ekki lengi að eggja hann til þess, að taka lögtaki hjá fátæklingum. Þegar slíkt kom fyrir, bar ekki svo sjáldan við, að hann iókk góða muni fyrir hálfvirði, ef þeir annars voru til. En út af slikum smá- munum bar prestur mjög litla hjarta ógleði. Það var alt annað ineð Steina litia, son séra Sigurgeirs. Hann ávann sér hylli allra, er þektu hann, en það sótti hanu til móður sinnar, enda var hún annar vinur Siggu litlu. Já, þau voru sannir trygðavinir hennar. Þau kendu i brjósti um þetta föður og móðurlausa barn, sem var svo fallegt, og bar langt af öllum öðrum börnum þar í sveit, bæði með fríðleik og gáfur. Góður kunningsskapur var á milli Steina og Siggu sem leiksystkina, en blessað fólkið i sveitinni tók eftir þessu, eink- um þó ungu stúlkurnar er hugsuðu sem svo, að þegar Steini væri orðin stór, þá yrði hann skrambans-ári laglegur maður. Þeim gat ekki dottið það í hug, að hann fæti að hugsa um sveitar-stelpuna hana Siggu, enda léti bless- aður presturinn það ekki viðgangast. Svona gengu sögurr.ar mann frá manni, bæ frá bæ, og seinast var það komið um alla sveitina, að börnin væru farin að elska hvort annað, hann Steinn sonur séra Sigurgeirs og sveitar- stelpan hún Sigga, — það væri þó alveg dæma- laust! Að lokum voru sögurnar orðnar margar og hin beztu æfratyri. Þorgrimur kom inn um kvöldið, eins og áður er getiö, og sagði: »Sigga, þú verður að fara yflr að Gili í kvöld, með þetta bréf; þú getur tekið hann slóra Brún, hann stend ur hórna sunnan undir baðstofu veggnum. Hana nú! komstu nú afstað! Skilurðu hvað ég er að segja?« »Það er hreint ómögulegt maður, að þú látir barnið fara út í þetta veður, og svo er Laxá alveg bráð ótær og veltur áfram kol- mórauð og bakkafull. Viltu ekki heldur láta það bíða til morguns; þá skal jeg fara raeð bréfið?« Þetta sagði Jón vinnumaður. Sigga fór að gráta. »Það sem ég segi, það segi ég,« svaraði Þorgrimur, »og annað hvort er, að vera hús- bóndi, eða húsbóndi ekki. Og farðu strax stelpa! Þú þarft ekki að vera með neitt bannsett vol framan f mér.« Þetta sagði Þorgrímur með svo mikilli áherzlu, að öllum sem inni voru skaut skelk i bringu, en Sigga litla hljóp út í óveðrið. í fyrstu saup hún andköf, en þau liðu smátt og smátt frá. eftir þvi sem hún blotnaði; sfðan nær hún hestinum, leggur við hann beizli og sezt á bak, en þá var svo kalt og blautt bakið á Brún gamla að hún átti bágt með að sitja kyr. Alt af var Sigga litla að biðja Guð fyrir sér, á leiðinni ofan að ánni, og eins bað hún hann að hjálpa sér yfir ána. En þó var myrkr- ið verst af öllu; þvi gat það ekki skeð, að einhver Skottan eða einhver Lallinn kæmi og f'æri með hana langt í burtu, máske ofan f jörðina ? eða Þorgeirsboli, ekki var hann bezt ur, þegar hann dró húðina á eftir sér, því stóra Brún gat hann tekið með Siggu litlu á bakinu, og slengt öllu niður á húðina, og hlaupið svo af stað. Um þetta var Sigga litla að bugsa á leiðinni ofan að ánni, en reyndi þó með öllu mögulegu móti að hrinda Blikum hugsunum úr huga sínum, en þær komu jafn óðum aftur og svo bætti ekki úr, þegar niður að ánni kom. Þá tók stóri Brúnn til þess að frysa og standa grafkyr, hverníg sem Sigga litla barði með fótunum, en eftir þvl sem hún dinglaði litlu blautu fótanum sinum meira þvi leugra gekk Brúnn aftur á bak. Nú hlaut hann aö sjá eitthvað óhreint; einhvern sem hafði druknað í Laxá og vildi teyma Siggu út i. En það var ekki neitt þess háttar sem hesturinn hræddist, heldur var það sá ömur- legi drunganiður árfnnar, þegar hún veltist, áfram; hún. sem hafði svo margan manninn hyst, og var nú að kveða æflraunir þeirra er lagst höfðu til hvíldar í henni; svo spytti hún

x

Aftanskinið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.