Aftanskinið - 01.03.1906, Síða 1

Aftanskinið - 01.03.1906, Síða 1
AFTANSKINIÐ ÍSAFJÖRÐUR, MARZ31906.] 3. m. I. árg. | Sokkabandiö. (Eftir G e s t V_e s t f i r ð i n g.) ______ (Niðurl.) Nei, þangað gat hann ekki fengið að fara; og að senda henni bréf, það var ekki til neins, því fyrst og fremst var ómögulegt að koma því, og svo mundi það fuðra upp, áður en hún gœti lesið það. Jóni varð svo mikið um þetta, að hann fór aö hágráta. Gamla konan reyndi að teija uui fyrir honum. Hann varð að vera glaður og þakklátur fyrir þá sæiu sem honum var veitt. En Jón var alveg óhuggandi. Hann kvaðst aldrei geta glaðan dag litíð, ef hann fengí ekki að vera návistuin við Gunnu og bað fóstru sína, ble3saða, að flnna upp eitt- hvert ráð. Kerling var lengi treg, en sagði þó að Jokum, að hann mæíti ekki gefa upp alla von, það væri ekki óhugsandi, að hann kynni að geta fundið eitthvert úrræði, til að bjarga Gunan. Ef hann gæti numið hana burt úr Víti og flutt hana upp til Himnaríkis, mundi hún ekki verða rekin þaðan af'tur. Hann yrði bara að vera rólegur og hugsa sig um. Jón spurði hana þá, hvort hann gæti ekki fengið að skygnast niður til Vítis. Þetta hefði ríki maöurinn séð Abraham álengdar og La- zarus í faðmi hans. Það var ekki alveg ókleyft. En hún var hrædd um, að það yrði til þess, að pina hann enn meira. En hann lét ekki af þrábeiðni sinni, þar til hún loíaði honum, að sýna honum þangað. Þau stóöu upp og gengu út úr rjóðrinu eftir örmjóum stíg og út í skóginn. Þar komu þau að brunni nokkrum og hún sagði honum, að horfa ofan í hann, þá fengi hann að sjá, hvernig Gunnu liði. En hann yrði fyrir alla muni að lofa sér því, að gæta sín vei, svo hann ditti ekki ofan í hann. Hún trúði hon- am þó ekki betur en svo, að hún tók báðum höndum í treyjuna hans, til að halda honum Jón lagðist á hnén á brunnbarmínn og horfði niður. En sú sjón sem mætti honum þar! Hún var voðaleg! Brunnurinn var ákaf lega djúpur, en fyrir neðan hann tók við ógur- legt eldhaf. í því sveimuðu sálir hinna for- dæmdu. Hann iitaðist fljótlega um, hvort hann sæi Gunnu hvergi, og eftir stundar korn kom hann auga á hana. Eftir það sá hann ekkert annað Hún hékk þar í sokkabandssnör- unni á járnkrók yfir eldhafinu og engdist sund- ur og saman af kvölunum. Hún kom auga á hann og fórnaði til hans höndunum. Honum sortnaði fyrir augum af hryllingi og hann ætlaði að grípa báðum höndum fyrir andlitið. _En í því rak hann aðra hendina í einhverja flækju, sem var um hálsinn á honum sjálfum. Hann fór að gæta að, hvað það væri, og sá þá, að það var einmitt sokkabandið góða, sem var pottur og panna að öilum þess um ósköpum. Hann leysti það af sér, og óskaði, að það væri orðið að ómælanlega langri taug, sem hann gætí látið síga niður til Gunnu og dregið hana á upp til sin. í fátinu rendi hann því niður i brunninn. En djúpið miili þeirra var svo ómælanlega Jangt, en sokkabandið ofur stutt. Honum sýndist sokkabandið togna æ meira og meira niður i brunninn. Gat það átt sjer stað? Jú, það var alveg áreiðanlegt. Það spanst æ lengra og lengra niður, meö áköfum hraða. Vouarskima lifnaði í brjósti hans. Hann þorði ekki að anda, ekki hreyfa sig minsta vitund eöa hafa af þvl auguu. En það tognaði líka í sifellu, og á svipstundu, sem honum fanst þó óþolanlega löng, var það búið að teygja svo úr sér, að neðri endi þess náði nærri niður til Gunnu. En nú fór að vakna hjá honum ótti fyrir því, að þótt trygðabandið

x

Aftanskinið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.