Aftanskinið - 01.03.1906, Síða 5

Aftanskinið - 01.03.1906, Síða 5
I., 3. bl. AFTANSKINIÐ 21 láta það þá bíða til morguns og sjá, hvernig veðrið yrði þá. Drottinn minn! svona má fara með þes3a aumingja!« »Já, en honum hefur verið nauðugur einn kostur; hann hefur þurft að senda með bréflð, en ekki haft annan til, en telpuna, því það er líklega fyrir honum eins og öðrum, að hann hefur tjaldað því sem til var. Piltarnir þurfa að fara í fjallgöngurnar á morgun, og þess vegna hefur hann engan annan haft,« sagði prestur. »Nú, gat hann þá ekki sent það með þtim á morgun? Ég ímynda mér, að ein. hver þeirra hefði skotist með það yfir á hlað- ið,« sagði prests konan; »he!dur en að reka aumingja barnið af stað, sem engu getur af sér hrundið, en verður að gjöra alt, sem 'nenni er sagt « »Hún er nú komin á þann aldur, að það er óhætt, að senda hana bæjarleið,« sagði prestur og það var auðheyrt á framburðinum á orðunum, að hanvi var hrærður af meðaumk- un, með raunaðarlausa barniriu! »Hvað um það? Þó hún sé 14 ára, þá er það ekki hár aldur; ég álít það ótilhlýðilegt, að fara svona með aumingjana, sem engan eiga að, i þessum mæðuheimi, en verða að hrekjast mann frá manni, í örbyrgð og andstreymi, þar til að Drottin kallar þá til sín,« sagði prests konan við mann sinn, með skjálfandi röddu. Hún var svo brjóstgóð og gat viknað yfir kjörum bástaddra. Svo tók hún aftur til máls: »Sigga mfn! það er bezt fyrir þ'g að fara að hátta, þér mun ekki veita af að hlýja þér«. »Æ!« sagði Sigga og tók um háisinn á prests konunni; »ég get ekki farið heim að Hálsi á morgun, ég er svo hrædd við hann Þorgrím; hann er svo vondur við mig.« Meira gat Sigga ekki sagt; röddin skalf og tárin streymdu niður eftir kinnunum, sem vorn nú svo fðlar að ekki sást einn blóðdropi í þeim, en vanalega voru svo rauðar, sem sólroðið ský á sumarkvöldi. »Þú ska!t ekki þurfa þess, á meðan ég á ofan í mig og börnin min,« sagði prests konan um leið og hún vafði Siggu litlu að sér, eins og hún væri barnið hennar. Já, eina barnið hennar, sem heíði verið í burtu um langan tíma. Hvað það var ánægjulegt, að geta faðmað að sér þetta barn, þó að það væri sveitar ómagi, en nú skyldi hún ekki vera það lengur. Þessu var prests konan að velta fyrir sér, fram og aftur, þar til það varð rót- gróið í huga hennar, að Sigga skyldi aldrei frá sér fara. Síðan hjá'paði hún Siggu úr fötunum, því hún átti svo bágt með það sjálf, vegna þess, að litlu höndurnar voru eins og krókar, en þó var skjálftinn átakanlegastur, þvi hún gat tæpast staðið á fótunum. Svo var hún búin að fá höfuðverk af því, að vindurinn hafði lamið hðfuðið á henni, svo vægðar laust og kuldinn gagntekið hana alla, eins og eðli- legt var. Hún var rekin upp í rúm og hlúð vel að henni. Síð^n sofna ði hún. Á meðan prests konan var að hjálpa Siggu úr fötunum, var prestur alt af að malda í móinn. Hvers vegna stelpan hefði ekki verið látin fara beim aftur; það væri hreint ekki svo lítil skömm, sem Þorgrími væri gjörð með þessu, karlanganum; hann væri þó einstak- lega barngóður, en hvað væri að tala um það, það væri sialdan gott, sem leiddi af þessum sveitar-flækingum, sem aldrei væri hæg* að bafa frið fyrir, og yrði að vera að koma fyrir haust eftir haust og kanske oftar. En prestskonan sat við sinn keip og svar- aði fáu. Morgunimi eftir var komið gott veður, en dálítill frostkaldi blés traman sveitina, svo jörðin var öll storkin af frostinu, eins og kopar hefði verið bræddnr yfir alt, jafnt fjöll sem láglendi. Laxá hafði minkað um nóttina og var þess vegna góð yfirferðar. Snemma um morguniun sendi prests konan Stein af stað með bréfið til oddvitans; um leið átti hann að koma við á Hálsi og segja Þorgrími, að Sigga litla mundi ekki koma heim til hans frá þeim tíma.

x

Aftanskinið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.