Aftanskinið - 01.03.1906, Síða 7

Aftanskinið - 01.03.1906, Síða 7
1., 3. bl. AFTANSKINIÐ. 28 sem Símon bjó og drap Þórður þar á dyr með ýsuklumbu, sem hann tók úr brjóstvasa sinum. Þegar hann hafði lamið all lengi, opn- aðist loks hóllinn og signor Símon gægðist út. »Hvað er nú?« rumdi hann og gretti sig. Þórður svaraði með því, að benda upp i loft- ið með vinstri hendinni en til jarðar með hinni; svo sagði hann nokkur orð, sem ég aldrei hefi fengið að vita, hvort heldur var kínverska eða 'mbreska, en Simoni brá svo við þau, að hann varð ýmist fölur sem snjór eða rauður sem blóð. Svo bauð hann okkur aö ganga í hólinn. Þegar inn kom, var fag- urt um að litast, Alt var fágað og hreint. Á veggjunum héngu myndir af ýmsum merkum raönnum, þar á meðal af Jóui Skráveifu og Rússakeisara. Hylla var um þveran skálann og á henai sat hrosshausinn bundinn við bjálka með munnleðri af mönnum. — Þórður tjáði nú Símoni fyrirætlanir sinar og eftir allmikið vafstur fékk hann hann til þess, að riða með okkur upp til tungslins; þá um nóttina. Þórð ur þreif til haussins og ætlaði að kippa hon- um niður, en hann sat f»stur. Símon brosti. Svo fór Símon að þylja tilheyrandi bæn, sem varð að fara með, ef maður vildi fá haus skömmina til að hrærast. Þegar bsenin var búin og hausinn laus, settumst við ailir á hann; Símon sat aftastur og stýrði. Svo þutum við af stað. — Það, sem bar fyrir augun á leið þessari, er mér ómögulegt að segja frá, það var svo mikið og merkilegt; en þegar við átt- um eftir svo sem tvær þingmannaleiðir til á- fangastaðarins, heyrðum við voðalegan þyt fyrir framan okkur. Það var gandreið, sem stefndi beint á okkur. Þær hlutu að rekast á, það var ómögulegt að koma i veg fyrir það. Og hvílík ásigling! Hún var svo stórkostleg, að ég leiö i ómegin og datt niður á jörðina. Ég raknaði ekki við fyr en daginn eftir og var þá nær dauða en lífi. af tanripínu. Það var voðalegtU 0g Hallur gamii reyndi að andvarpa. »Sá getur logið, þó hann sé gama!!,« heyrðist sagt úti í horni. Það var Sveinn kaupamaðnr, sem var að fá sér i neflð. »Er þessi saga sönn, afi?« spurði Oli sak- leysislega og leit á afa sinn, sem hallaði sér brosandi aftnr á bak upp í rúmið. »Vertu ekki að þessu, barn,« sagði aiuma hans og hóstaði, »þú þarft að fara að sofa.« »Já, það var merkileg ferð!« Atli. Þorleifur. Þegar Þorieifur !á í vöggu sinni, var því spáð, að hann yrði mikill maður. Móðir hans lagði spá þessa vandlega á minnið og þegar Leifi hennar komst á legg, sagði hún honum daglega frá henni. Smátt og smátt fór hann því að ímynda sér, að spá þessi væri svo óyggjandi, að hann þyrfti ekki að gjöra neitt til þess, að reyna að uppfylla hana, heldur mundi hamingjan af sjálfsdáðum berast í höndur sór. Þannig leið og beið. Þorleiiur komst svo á seytjánda árið, að ekki var hann orðinn neitt meiri maður en jaf'naldrar hans. Svo komst hann á átjánda árið, nítjánda árið og það tuttugasta, og a!t var við hið sama. Þá reiddist Þorleifur. Hann rauk inn í eldhús til móður sinnar og heimtaði nesti og riýja skó. Hann kvaðst ætia að fara út í heiminn til að sækja hamingjuna. Þ-^gar móðir hans heyröi þetta, fór hún að gráta og bað hann fyrir alla muni að vera kyrran. En hann þvertók fyrir siíkt. Henni var þvi nauðugur einn kostur að sleppa honum, en þó lét hún hann lofa sér því, að hann skvldi iðulega skrifa henni, þangað til hann kæmi aftur. Svo fór Þorfeifur út í heiminn ti! að sækja hamingjuna. — — — Mörg ár liðu svo, að ekkert frétti Vigdís gamla af lionum Leifa sínum. Þá var það dag nokkurn, tíu árum eftir burtíör hans, að hún haltraði ofan að sjónum, þar sem menn voru lentir af ný komnu skipi. Hún sá að tveir af þeim voru mjög druknir og voru þeir að rífast. Annar maðurinn hljóptil.og ætlaði að siá hinn með flösku i haus- inn. Sá, sem tilræðið var ætiað, stóð frammi

x

Aftanskinið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Aftanskinið
https://timarit.is/publication/155

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.