Alþýðublaðið - 21.02.1907, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.02.1907, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐIÐ FRELSI — JAFINRÉTTI — BRÆÐRALAG MÁLGAGN VERKMANNA OG JAFNAÐARSINNA Á ÍSLANDI 1. BLAÐ REYKJAVÍK, FIMTUPAGINN 21. FKBRUAR 1907. II. ARG. alÞýðublabid kemur út vikulega (52 tbl. á ári). Kostar 2 kr. inn- anlands, 3 kr. erlendis. Gjalddaai 1. október. Útg'fandi-. Hlutafélag í Reykiavík. Ritstjóri og ábyrgðarm. Pétur G. Guðmundsson. Skrifstoía og afgreiðsla í Austurstrseti 10. Stefnuskrá Alþýðublaðið breytir í engu stefnu sinni, þó það breyti útliti. En hafi mönn- um ekki þótt hún koma nógu skýrt fram, eða vera ákveð- in nógu greinilega, má bæta úr því með því að telja hér upp það helzta, sem fyrir blaðinu vakir: A ð vernda rétt lítilmagnans. Að sporna við yfirgangi og kúgun auðvalds og ein- stakra manna. Að innræta hjá þjóðinni þekkingu á gildi vinn- unnar og virðingu fyr- ir henni. A ð efla þekkingu alþýðunn- ar, einkum á þ j ó ð - hagsfræði, atvinnu- rekstri og vinnuaðferð- um. Að styðja samtök meðal verkmanna, sem miða að því, að sporna við valdi og vana, áníðslu og órétti, en efla sam- eiginlegan hagnað. A ð efla svo andlegan þroska alþýðunnar, að hún verði jafn fær til ráða sem dáða. Við væntum þess að allir sem vilja velferð þjóðarinn- ar í nútíð og framtíð, styðji okkur að þessu verki, með alúð og einbeittum vilja. Jafnréttið er sá töframáttur, sem einn getur aflað þess- ari þjóð sem öðrumvegsog virðingar, frelsis og far- sældar. Við trúum á þennan mátt og tileinkum okkur orðin: Frelsi, fafnrétti, brœðralag. Til kaupendanna, Alþýðublaðið biður afsökunar á þvi, hve mikill dráttur hefir orðið á útkomu þess. Eins og sjá má, hefir það breytt sniði sínu mikið nú um árámót- in. Ýmsir örðugleikar hafa verið samfara þessari breytingu og virð- ist ekki ástæða til að telja þá upp hér. En breytingin er gerð i því augnamiði, að blaðið verði að meiri notum eftir en áður, geti haldið mönnum betur vakandi fyrir málefnum dagsins, með því að koma oft út, og geti fiutt meira lesmál og fjölbreytilegra eftir stækkunina, Það flytur hér eftir allar almennar fréttir, svo fijótt og greinilega, sem unt er og rúm leyfir. Hraðskeyti um merkisviðburði i útlöndum fær blaðið vikulega eða oftar, gegn- um ritsimann. Með þvi að flytja fréttir, ætlar blaðið að spara kaup- endum sínum önnur blaðakaup að nokkru; því það er alkunna, að margir kaupa hin blöðin að eins vegna fréttanna. Þvi sum þeirra að minsta kosti, flytja lit- ið annað en stjórnmálaþref og fréttir. En stjórnmálaþref blað- anna, eins og það hefir verið á siðari árum, er orðið svo hveim- leitt mörgum manni, að ekki er á það bætandi. Þó er ekki svo að skilja, að Alþýðublaðið láti sig landsmál engu varða til lengd- ar, því alt sem snertir alþýðuna í heild sinni er í raun og veru landsmál, hvort sem það snertir stjórn, atvinnu eða mentun. En það ætlar sér að byggja þar á n5Tjum grunni, og kemur það síð- ar í ljós, hversu það hepnast. Þess nægir að geta í svip, að blað- ið fylgir engum sérstökum stjórn- málaflokki að málum, þeirra sem nú eru uppi í landinu. III meðferð á farþegum. Það er æði algengt, að islenzk- ir farþegar mæta illri meðferð á dönsku flutningaskipunum hér við land. Hefir nokkrum sinn- um verið kvartað undan því í blöðunum, en þó sjaldnar en skyldi. Það er gömul og rót- gróin skoðun hjá Dönum, að alt megi bjóða Islendingum, þeir hafi ekki meiri rétt á sér en dýrin. Og það er komið upp úr á ísl. að taka öllu með þögn og þolin- mæði af þeirra hendi. Þetta má ekki með nokkru móti viðgang- ast lengur. Séu ísl. órélti beittir af útlendingum, verða þeir að hrópa hátt svo allir heyri — skýra dæmin rétt og greinilega fyrir al- menningi, jafnótt og þau koma fyrir. Nokkrir menn sem koinu vest- an af Fjörðum með »Lauru« í vikunni sem leið, áttu tal við Al- þýðublaðið nýlega og sögðu frá för sinni á þessa leið. Þeir stigu á skip á Bildudal 7 saman og báðu um far á 2. far- rými. Það fengu þeir ekki, en í stað þess var þeim vísað ofan i »miðlestina«. Þar vóru nokkrar steinolíutunnur og annað ekki. Svo var lestin óhrein, að farang- ur þeirra ataðist allur óhreinind- um. Aflíðandi hádegi fór skipið af stað og var 28 kl.stundir á leið- inni til Stykkishólms. Þeir fengu vonzku veður og ósjó. Gátu þeir valla fest svefn um nóttina, fyrir ágjöf, sem rauk ofan í lestina.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.