Alþýðublaðið - 27.02.1907, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.02.1907, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐIÐ FRELSI — JAFNRÉTTI — BRÆÐRALAG MÁLGAGN VERKMANNA OG JAFNAÐARSINNA Á ÍSLANDI 2. BLAÐ REYKJAVIK, MIÐVIKUDAGINN 27. FEBRUAR 1907. II. ÁRG. alÞýdublaðið kemur út vikulega (52 tbl. á ári). Kostar 2 kr. inn- anlands, 3 kr. erlendis. Gjalddagi í. oktöber. Utjefandi: Hlutafélag í Reykiavík. Ritstjóri og ábyrgðarm. Pétur G. GuÖmundsson. Skrifstola og afgreiðsla í Austurstraiti 10, Harðindi. Kæra foldin fanna, fjarri heimsins glaum ; um þig örmum spanna ísar hafs í straum. Gegnum himins hríðarskjá andar helsárt krapakul kjöltu þína á, Hagl og hélugrátur hvarminn lauga þinn, stormsins hrokahlátur hrukkar þína kinn, hrjóst þitt gnagar gaddsins tönn, skaut þitt hulið alt er í ís og kaldri fönn. Nóttin blæju blakka breiðir á þitt skaut; inn í henni hlakka hverskyns böl og þraut; út í þennan hulu-hjúp, er sem heyri' ég andvörp þin óma, þung og djúp. Köld eru kjör þín móðir, klaka undir lás drúpa dalir hljóðir; döpur tímans rás. hélugylta harmarún skrifar gegnum skort og neyð skýrt á þína brún. Börn þín kvíða kenna, kalt er tímans spil, altaf er að fenna, ekki rofar til; hungruð skepnan hnípir mörg, megni þrotin megurð af, mænir eftir björg. Hvert skal huga stefna? Hvar er skjól að sjá? Nú þarf ei að nefna neina björg að fá, enginn getur öðrum þægt, — þar í hverjum þýtur skjá: »það er ekki hægt«, Ljóss og lífsins herra láttu rofa til. Láttu þrautir þverra þina hjálp ei dyl. Sjáðu landið sveipað snjó; gæzkuríka guðdómsvald getðu hjálp og fró. Breiddu' á himinbrána hroshýrt geisla-vaf. Fanna-hengjur hlána, hlíðum láttu af. Láttu gegnum himinhvel; svifa mjúkan sumarþey, svo alt fari vel. Svbj. Bförnsson. -Á.gr*ip af sögu jafnaðarkenningarinnar. Jafnréttiskenningin, sem nú er efst á baugi hjá frelsis- og mann- vinum heimsins, er tiltölulega ný kenning. Það eru ekki nema rúm hundrað ár síðan hún byrjaði að mynda nýja stefnu í þjóðfélags- skipun mannanna. í raun og veru eru þó jafnréttishugmyndirnar eld- gamlar, jafngamlar ójöfnuðinum, fæddar og uppaldar samtímis og samhliða honum, bó þær væru í svo miklum minnihluta fram eftir öllum öldum, að þeirra varð varla vart. Meðan menningin var á svo lágu stigi, að hver einstaklingur hugsaði að eins um sjálfan sig, eins og dýrin, vóru þess konar hug- myndir ekki til hjá öðrum en þeim, sem sköruðu fram úr, í mentun og stjórnfræði, og þó svo óljósar og óákveðnar, að þær gátu engin áhrif haft í framkvæmdinni. Sá maður, sem fyrstur, svo menn viti, hugsaði sér þjóðfélagsskipun bygða á grundvelli jafnaðarins, var gríski heimspekingurinn Plató, sem uppi var á 4. öld f. Kr. Eftir hans kenningu áttu vitrustu og beztu mennirnir að stjórna, þeir áttu að efla mentun og siðgæði og alt það, sem horfði til almenningsheilla. Þeir máttu ekkert eiga sjálfir annað en laun þau, sem þeir fengu hjá þjóð- inni fyrir starf sitt. Hver maður átti að stunda það starf, sem hann kaus sér sjálfur og var færastur til, eða hneigðastur fyrir. Konur og karlar áttu að hafa sömu réttindi. Kæmist á ójöfnuður meðal stétt- anna, svo að sumir yrðu ríkir en aðrir fátækir, eða kæmust þeir menn til valda, sem ekki hefðu vit á að stjórna eða vanræktu mentun og uppeldi, sagði hann lokið friði og farsæld þjóðfélagsins, og það vera fallið í heljargreipar einveldis og harðstjórnar. Hugmynd Plató's var jafnaðar- stjórn, bygð á réttlæti, vizku og mannelsku, en hann gerði sér ekki far um, að gera þessa hugmynd að veruleika og þar af leiðandi varð hún að engum notum. Svo liðu aldir fram.þar til Kristur kom til sögunnar. Hann lét sér ekki nægja með heilabrot og hug- myndasmiði, heldur reyndi þegar að koma hugmyndunum í fram- kvæmd. Hann hataði hræsni og yfirdrepsskap, auðvald og kúgun. Kærleikurinn var hans æðsta boð- orð. Hann kendi, að allir menn væru börn eins föður, allir bræður, með jöfnum réttindum og jöfnum skyldum, og ættu því að breyta sem bræður hver við annan. Auðsafn og óhóf áleit hann stórsynd og sálu- hjálparglötun. Nýja testamentið er fult af dæmum, sem sýna þetta, t. d.: »Hægra er úlfaldanum að ganga í gegnum nálaraugað en ríkum manni að komast inn í himnaríki«. Margir hafa skilið þetta svo, að hér væri ekki um veraldlegan auð að tala. En ekki þarf nema eitt dæmi af mörgum, til að sanna, að svo er þó. Þegar ungur maður vellauð- ugur spurði Krist einu sinni, hvað hann ætti að gera til þess að öðl- ast eilíft líf, svaraði Kristur: »ViIjir þú alger vera, þá far og sel eigur þínar og gef þær fátækum, þá munt þú fjársjóð eignast á himni«. Kristur var sjálfur fátækur hand-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.