Alþýðublaðið - 27.02.1907, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 27.02.1907, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 því sem næst 2 milljónir, með- lima. Tekjurnar vóru árið 1904 48,728,247 mörk og útgjöldin 45,703,219 mörk. í sjóði vóru 71,937,761 mark. Væru til skýrslur frá öllum verkmannafélögum í þessum fim- tán ríkjum, mætti ætla að tekjur- nar hefðu orðið 180 milljónir marka og útgjöldin 122 milljónir. Tekjum þessara ellefu landa heíir meðal annars verið varið til þess, sem hér er talið: Til verkmannablaða. 1,618,636 m. — ferðakostnaðar . 1,712,926 — í atvinnuleysisstyrk 10,000,121 — — sjúkrastyrk .... 5,057,646 — til farlama manna . 297,694 — — félagsstjórnar . . 6,538,941 —- — verkfalla........ 8,103,678 — í styrkveitinga og mentaskyni eru veittar nærri 20 milljónir. Þó er ekki talinn hér með styrkur, sem veittur er til augnabliksnauð- synja, svo sem í slysfarir, útfarir o. s. h'v. 1 þesskonar útgjöld hefir Þýzkaland eitt varið 1,364,700 mörkum. Nánara yfirlit yfir starfsemiverk- mannafélagsskaparins verður birt við tækifæri. En hvenær kom- umst við íslendingar svo langt, að eiga einn liðinn í skýrslum þessum? >• XJ rkynj mi. Það hefir verið altalað um allan heim, nú um mörg ár, að franska þjóðin væri að ganga úr sér, eða deyja út. Að vísu hefir fólki fjölg- að þar jafnt og stöðugt, en það er að þakka hjúkrunar- og heilsufræð- inni. Manntalsskýrslurnar sýna það, að fæðingum fer stöðugt fækkandi, og hefir það verið Frökkum mikið áhyggjuefni. En nýlega liafa menn komist að þeirri niðurstöðu, með rannsókn og samanburði á hag- fræðisskýrslum annara þjóða, að hið sama á sér stað hjá flestum eða öllum þjóðum. Skýrslur, sem ná yfir 12 ára timabil, sýna, að á þeim tíma hefir fæðingum fækkað um 15% í Frakklandi og Danmörku, 12% í Þj'zkalandi, 17% í Englandi, 18% á Nýja Sjálandi, 24% í Belgíu og Saxlandi o. s. frv. Aftur á móti hefir Austurríki staðið í stað og Noregur því sem næst. Það er eftirtektavert, að þessi afturför í manntjölguninni er mis- munandi, eftir stéttum. Mesta sök á þessu eiga höfðingjar, auðmenn og iðjuleysingjar. Óhóf, sællífi og iðjuleysi eyðileggur hreysti líkam- ans og lífsþrótt — veldur úrkynjun. Mest er kynljölgunin hjá erfiðis- fólki og bændafólki. Þar er aftur- förin lítil eða engin. Er þetta meðal annars vottur þess, live skaplegt erfiði og hófsemi eru ómissandi skil- yrði fyrir þrifum og þroska lífsafls- ins. Vinnan, sem svo margir forð- ast og fyrirlíta, er viðhald kynslóð- arinnar og ódáinslyf. En óhóf og iðjuleysi er það átumein, sem mesti voði getur staðið af, ef það nær að grafa uin sig. — m ■ m ------- Sýning á iðnblöðum og tímaritum verður haldin i Kaupmannahöfn í maí og júní í vor. Hefir forstöðu- nefnd sýningarinnar leigt sýninga- hús Iðnaðarmannafélagsins (In- dustriforeningen’s) í Khöfn. 40 JDLES VERNE. og numið þar svo mikið, sem útheimtist til þessa«. »En hvernig gátuð þér smíðað skipið svo, að ekki yrði hljóðbært um allan heim?« »Það skal ég segja yður, Aronnax minn. Eg hefi fengið sinn hlutann úr hverri áttinni. Kjölurinn er smíðaður hjá Krausot í Frakk- landi, skrúfumöndullinn lijá Pen & Co. í Lun- dúnum, súðaþynnurnar hjá Lírd í Liverpool, skrúfan hjá Scott í Glasgow, þéttiloftsklefarnir hjá Sail & Co. í París, vélarnar hjá Krúpp í Essen, stafnfleygurinn i Motala í Svíþjóð, verk- færin lijá Hart í New-York o. s. frv. Verk- smiðjurnar fengu þessar pantanir undir ýmsum nöfnum, og áttu að senda hlutina á ýmsar hafnir. En svo lét ég skip, sem ég átti sjálfur, smala öllu saman«. »En þá var þó eftir að laga þetta til og setja það saman«, sagði ég. »Já, ég setti upp verkstæði á óþektri eyðiey úti í miðju Kyrrahafi og þar lauk ég smíðinni á Sæfaranum, með tilstyrk manna þeirra, sem nú eru með mér hér. Þegar við vórum búnir að því, brendum við öllu, sem eldur gat eytt, en köstuðum hinu í sjóinn, svo engin vegs- ummerki sáust eftir«. »Það hefir kostað nokkuð, skipið yðar, get ég ímyndað mér«. »Já«, svaraði Númi, »með öllum áhöldum SÆFARINN. 37 einkum ritum um náttúrufræði. Meir að segja fann ég þar hókina mína: »Um leyndardóma undirdjúpanna«. Loks komum við inn í aðalsalinn. Það var stórt herbergi og prýðilegt, — fimtán álnir á lengd og 9 álnir á breidd. Á þiljunum héngu málverk eftir frægustu snillinga í Evrópu. Marmaralíkneski, gerð í fornum stíl, stóðu þar í hornunum, en lítil borð stóðu hér og hvar á gólfinu. Borðfletirnir voru úr skygndu gleri, en undir glerinu gat að líta fjölda hinna fá- sénustu dýrindismuna úr riki hafsins. Þar vóru meðal annars marmennilssmíði svo fögur, að ég hefi hvergi séð önnur eins, og perlur svo stórar og hreinar, að mér var hlátt áfram ómögulegt að meta þær til verðs. Forte-píanó stóð þar í einu horninu; það var opið, og leit út fyrir að vera oft notað. Ur aðalsalnum héldum við áfram fram eftir skipinu, og varð fyrir okkur gangur með tveimur hurðum á þilinu annars vegar. Vóru þar tvö herbergi samhliða og var annað her- bergi skipstjórans, en hitt sagðist hann ætla mér til íbúðar, meðan ég dveldi á skipinu. Ekki var það miður búið að þægindum öli- um og viðhöfn en önnur herbergi þar á skipinu. Fremst í skipinu var klefi með inni- byrgðu, samanþjöppuðu andrúmslofti, og ann-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.