Alþýðublaðið - 27.02.1907, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.02.1907, Blaðsíða 4
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Auk blaðanna verða sýndar þar ýrnsar vélar og önnur áhöld, sem notuð eru við letur- og mynda- prentun og alls konar auglýsinga- aðferðir. Ætlast er til, að sem flestar þjóðir taki þátt í sýningu þessari, með því að senda blöð og tímarit á hana. Undirtektirnar eru almennar og góð- ar. Hafa nefndinni þegar borist full 3000 iðnblöð og tímarit, á 40 tungumálum. Frá Norðurlöndum er von á um 800 blöðum og hafa þau svæði fyrir sig í miðri sýningar- höllinni; hvert land hefir sérstaka deild. Ekki verður það til að auka álit íslendinga meðal annara þjóða, að þeir skuli ekki eiga svo mikið sem eitt iðnblað, til að senda á sýningu þessa. Sama þýtur í þeim skjá. í tyrravetur var haldin sýning í Kaupmannahöfn á gömlum bóka- bindum, frá elztu timum bók- bandsins og fram að 1850. Alls vóru á sýningu þessari 469 bindi, frá ýmsum löndum. wfiogbinderiarbeidernes Fag- blad« ílytur grein um sýninguna, og kvartar yfir því, að Danmörk skipi þar mjög lágan sess, á móts við suðrænu löndin. Þar stendur meðal annars þetta; Af dönskum bókabindum vóru elzt tvö léleg spjöld úr tré, frá íslandi, búin til um 1350(!)«. Ekki er íslands að öðru getið þar, svo ætla má að hluttaka þess í sýningunni hafi ekki verið mikil. En það er okkur öllum kunnugt, að fyr á tímum stóðu íslendingar á háu stigi í bókagerð allri, jafnt bókbandi sem ritsmíðum. * arf ekki annað en líta á söfnin hér, til að ganga úr skugga um það. En ekki skulum við harma það, þó Danir setji okkur hjá, þegar öðrum er boðið, meðan þeir geta ekki annað skilið, en að alt sem ís- lenzkt er, sé jafnframt danskt. Símskeyti frá útiöndum til Alpbl. frá R. B. Khöfn, 21. febr., kl. s1/^ síðd. Loftvog í lægsta lagi. Storma- samt mjög í Norðurálfunni. Skip- slcaðar tíðir. Við Halk á Hollandi strandaði enskt póstgufuskip, Berlin að nafni, með 120 farþegum og 60 hásetum Tveir menn komust af, annar stýri- maður og Englendingur einn. j'íýir kaupenður að Alþbl. fá ókeypis uppliaiið af sögunni „Sæfarinn£< (32 bls.) og I. árg. blaðsins geta þeir fengið fyrir liálfvirði — 1 kr. | Brúkað Harmónium til sölu. 1 : Gott hljóðfæri. Gott verð. Góðir ; | borgunarskilmáiar. Ritstjóri vísar á | | seljanda. I ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ $jómenn, sem vilja fá sér áreiðanlega góð SJÓSTÍGVÉL, ættu að kaupa þau hjá Lárusi G. Lúðvígssyni, sem einnig hefir af vatnsheldum Gúmmí-stígvélum. X ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦ nokkur pör ♦ ♦ ♦ Prentsni. Gutenberg. 38 JULES VEENE. ar samskonar sagði Númi að væri við aftur- stafn skipsins. Frá klefum þessum var stöðugt nýju lofti veitt um alt skipið eftir þörfum. Á hverjum morgni var farið upp að yfirborðinu og nýTjar loftbyrgðir teknar í klefana. Klefi skipstjórans var einfaldur og skraut- laus — ólíkur mjög öðrum herbergjum skips- ins, sem öll vóru búin skarti og dýrindis hús- búnaði. Þegar við komum þangað inn, lýsti Númi fyrir mér byggingu skipsins og gerð allri. Það var réttar 100 álnir á lengd og í lögun eins og vindill. Það var 12 álnir að þvermáli um miðju. Byrðingurinn var tvö- faldur, en tengdur saman alt umhverfis, með þverbitum úr járni. Þoldi skipið því afar- mikinn þrýsting. Hreifivélar skipsins vóru knúðar með rafmagni og svo sterkar, að Sæfarinn gat liæglega farið 15 mílur á vöku. Stýrið var eins og á öðrum skipum, en auk þess vóru tveir láréttir spaðar eða vængir utan á hliðunum, miðskipa. Þeim mátti halla fram og aftur og beina á þann hátt stefnu skipsins upp á við og niður á við, þegar gangur var kominn á það. Auk þessa vóru klefar á skip- inu eða hólf, sem fylt vóru sjó, ef skipið átti að sökkva, en tæmd, þegar það átti að leita upp. Á sama hátt mátti einnig ráða djúp- stöðu þess, þó það væri á ferð. Á framenda SÆFAKINN. 39 skipsins var dálítill turn og í honum stýris- hjólið. Gluggar vóru á turninum öllum megin og gat stýrimaður séð þaðan til allra hliða. Á afturenda þess var annar turn. í honum var afar-skært rafljós, sem notað var á nóttum og í kafförum. í skipstjóraklefanum og aðalsalnum vóru ýms skipstjórnaráhöld. Þar vóru hin vana- legu skipstjórnaráhöld, svo sem sigurverk, sem gekk fyrir rafmagni, loftvog, áttaviti og sól- hæðarmælir. En auk þessa vóru þar margs konar áhöld önnur, sem Númi hafði sjálfur fundið upp, til að mæla með hraða, stefnu og djúpstöðu skipsins. Númi skipstjóri skýrði fyrir mér, með mikilli nákvæmni, hvernig áhöld þessi væru gerð og notuð. Hann sagði mér, hvernig hann færi að því, að ná rafmagni úr ýmsum efnum í sjónum, og hvernig hann hefði reiknað þetla alt út fyrirfram, áður en hann byrjaði á skips- smíðinni, Var þetta alt svo flókið og marg- víslegt, að ég verð að sleppa því hér. Ég var alveg forviða á þessu öllu saman. »Þér hafið þá sjálfur staðið fyrir smíð- inni, og gert allar teikningar og áætlanir«, sagði ég. »Já«, svaraði skipstjórinn, »ég hefi stundað nám við háskólana í Berlín, París og New-York

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.