Alþýðublaðið - 03.03.1907, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.03.1907, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐIÐ FRELSI — JAFNRÉTTI — BRÆÐRALAG MÁLGAGN VERKMANNA OG JAFNAÐARSINNA Á ÍSLANDI 3. BLAÐ RJÍYILJAVIK, SUNNUDAGINN 3. MARZ 1907. II. ARG. alÞýðublaðið Itemur lít vikulega (52 tbl. á ári). Kostar 2 kr. inn- anlands, 3 kr. erlendis. Gjalddagi 1. október. Utgefandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarm. Pétur G. Gaðmundssoii. Skrifstola og afgreiðsla í Austurstraeti 10. jafnaðarkenningarinnar. ii. Kristur var langtá undan sam- tíðarmönnum sinum. Þeir vóru ekki færir um, að halda þeirri stefnu fram, sem hann hafði haf- ið. Eítir fráfall hans var kenn- ingum hans snúið upp í trúarat- riði smátt og smátt. Þær dreifð- ust meðal lýðsins kynslóð fram af kynslóð, bieyttu veruleik sín- um og urðu að andlegum heila- hrotum, sem fjarlægðust æ meir og meir heilbrygða skynsemi. Þar kom loks, að spillingin náði undir- tökum á hinum upphaflega krist- indómi og samvizkulausir svikar- ar og peningablóðsugur fóru að nota kristnu trúna sem verkfæri, til að vinna gagnstætt anda Krists og kenningu. Hin mikla náðar- gjöf, sem Kristurgafmannkyninu, jafnréttis- og mannúðarkenningin, var gerð þannig að hefndargjöf. Enn þá er mannkynið ekki orðið svo andlega þroskað — eftir 19 aldir — að starf Krists og kenn- ing sé metin að verðleikum al- ment, hvað þá heldur að henni sé fylgt í verkinu. Eftir að Nýja-Testamentið var fært í letur og breytt út meðal þjóðanna, fóru aftur að vakna jafnréttis-vonir í hugum j'msra manna. Þeir þóttust finna í því bendingar um það, að Kristur mundi koma aftur til jarðarinnar og seta á stofn »þúsundáraríki«, þar sem menn gætu lifað í friði og fullsælu, kærleika og jafnrétti. En þetta vóru vonir, sem þeir menn trúðu að mundu rætast og gerðu því sjálfir ekkert verulegt til að koma þessum hugmyndum í framkvæmd. Þá vóru og aðrir, sem gerðu sér hugmyndir um umbætur á þjóðfélagsskipun og réttarfari, hugsuðu sér, hvernig því skyldi haga, svo jörðin gæti orðið full- komið sæluland (Utopien). Vóru stundum ritaðar bækur, sem lýstu þessum hugsköpuðu ríkjum út i æsar. Merkust þeirra bóka er talin sú, sem Englendingurinn Morus samdi og gaf út á latínn 1516. Thomas Morus var ríkiskanzlari hjá Hinrik VIII Englandskonungi. Bók hans var lýsing á eyju einni i Kyrrahafinu, sem hann kallaði Útópíu (þ. e. landið óskapaða), Á eynni haPi spekingur einn, Útópus að nafni, stofnsett ríki, bygt á grundvallarkenningum frels- is, jafnréttis og félagsskapar. A Útópíu eru margar borgir og stórar. Göturnar eru beinar og breiðar. Húsin standa í réttum röðum, öll nákvæmlega jafnstór og bygð í sama stíl. Alt er sameiginleg eign, hús Ióðir og Iausafé. Enginn einn getur haft betri húsakynni en ann- ar. Til þess að koma í veg fyrir það, er húsunum skift meðal íhú- anna eftir hlutaveltu tíunda hvert ár. Landinu umhverfis borgirn- ar er skift í jafnstórar spildur, og er 40 manns ætlað að yrkja hverja spildu. Allir eru skyldir að vinua nokkuð að landbúnaði, þó þeir búi í borgum. Iðnaður er tölu- verðuri landinu. Allir eru skyld- ugir að vinna 6 stundir á dag, karlar og konur, 3 stundir árdeg- is og 3 stundir síðdegis. Sátími, sem afgangs er, er nolaður til lista- og vísindaiðkana, ræðuhalda og skemtana. Samkomur með ræðuhöldum og fyrirlestrum eru haldnar iðulega, og eru ætlaðar jafnt konum sem körlum. Öll- um vinnuafurðum er safnað i eitt forðabúr í miðri borginni, ogþang- að sækja allir nauðsynjar sínar, svo sem hver hefur þörf fyrir. Peningar eru ekki til i landinu og ekkert hægt við þá að gera. —Utópíu-búar lifa góðu lífi. Veik- indi þekkjast þar varla. Þó eru til sjúkrahús og standa þau utan- borga. Þeir ganga til rekkju kl. 8 á kvóldin, sofa 8 stundir og f'ara á fætur kl. 4 á morgnana. Klæða- burður þeirra er látlaus og hag- feldur. Mismunandi tízkusnið þekkjast ekki. Konur klæða sig eins og karlmenn. Matgerðarhús hafa þeir sameiginleg og borðsali. Undir borðum hlusta þeír á fyr- irlestra eða hljóðfæraslátt. Trúarbragðafrelsi ríkir í Útó- píU. Þó má enginn hafa vist í landinu, sem ekki trúir á per- sónulegan guð og annað líf, eftir dauðann. Landslögin eru mjög óbrotin, málaferli fágæt og glæpir eiga sér varla stað. Þyngstu hegn- ingu er svo hátlað, að afbrota- maðurinn er hneptur i gullhlekk. Gull er sem sé auðvirðilegast allra málma. Lítitfjörlegustu ílat og á- höld eru úr gulli eða silfri. Perl- ur og demanta má ekki nota til annars en fyrir Jeikí'öng handa börnum. Þetta eru aðalatriðin i hugsjón Morusar. En sá er gallinn mest- ur á henni, að hðfundurinn hefir víst aldrei hugsað sér að koma henni í verulega framkvæmd. III. Það virðist eiga vel við, að minn- ast hér með nokkrum orðum á þjóðfélagsskipunina i Perú, eins og hún var þegar Spánverjar l'undu það land, í upphaíi lt>. aldar. Hennar er sjaldan getið í menn- ingarsögu mannkynsins, en hún er stór-merkileg ei að siður. Þeir menn í Norðui álfunni, sem hugsuðu mest um umbætur á mannf'élagsskipuninni, komasl það lengst, í þá daga, að byggja stór- ar skýjaborgir og liugsa sér fyrir- komulag, sem j)cir áliíu sjálíir 6- gerlegt að koma í frainkvæmd. En um sama leyfi vóru þvi nær allar þessar sömu hugmyndirlátn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.