Alþýðublaðið - 03.03.1907, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1907, Blaðsíða 2
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ar ráða framkvæmdum i heilu ríki, sem náði yfir eins mikið land- flæmi og þau 4 Norðurálfuríkin, Spánn, Þýzkaland, Austurríki og Frakkland samanlögð. Stjórn rík- isins var háð með hinni mestu reglu og hagsýni. Landið var yrkt og ræktað og vinnan framkvæmd með «gleði og söng«, en fátæktin var ger landræk um alt hið víða og volduga ríki. Þetta riki var Perú í Suður- Ameríku. Aðalatvinnuvegur Perverja var akuryrkja; þó kunnu þeir tölu- vei't að iðnaði og námagrefti. Vinnulýðui’inn átti landið og var því haganlega skipt í jafna hluta, eftir fólksijölda. Tíu heimili mynd- uðu þorp (chuncha), 10 þorp 1 hrepp (pachaca), 10 hreppar 1 liérað (huaranca) og 10 héruð 1 fylki (hunu). í hverju fylki vóru 50,000 ibúar og stýrði því fylkis- höfðingi, sem bar ábyrgð á stjórn og velferð fylkisbúa gagnvart yfir- boðara sínum. Hann var um- boðsmaður, lögreglustjóri og sálu- sorgari héraðsins. Hver maðnr var skyldur að kvongast á ákveðn- um aldri og átti þá heimtingu á að fá svo mikið land til eignar og afnota, sem nægja mundi honum og konu hans til að lifa af. Fædd- ust honum börn, fékk hann dá- lítinn blett í viðbót með hverju barni. Enginn maður mátti selja land eða leigja. Landeign hvers manns var svo skift í 4 hluta jafn- stóra: kirkjuland, öryrkjaland, verkmannaland og stjórnarland. Á svipaðan hátt var vinnunni skift. Þegar akuryrkja hófst á vorin, var kirkjulandið tekið fyrst. Af- urðir þess gengu til að launa presta og' andlega kennimenn. Þá var tekið fyrir öryrkjalandið. Afurðir þess fengu óverkfærir menn, gam- almenni, sjúklingar o. s. frv. Svo var unnið á verkmannalandinu. Á þeim arði lifði verkmaðurinn með fjölskyldu sinni. Síðast var unnið á stjórnarlandinu, og arð- inum af þeirri vinnu varið til að launa stjórn landsins ogíalmenn útgjöld. Afurðir öryrkjalands og kirkju- og stjórnarlands gengu til héraðshöfðingjans. Þegar vel ár- aði fylti hann stórkostleg forða- búr, sem hann miðlaði svo úr þegar illa lét í ári eða óhöpp bar að höndum. Þeir sem ekki gátu unnið fyrir sér, fengu lífsviður- væri hjá honum. Ef húsbruni varð hjá manni, safnaði héraðs- höfðinginn liði og lét reisa húsið að nýju. Á svipaðan háttgreiddi hann úr öðrum vandræðum. í Perú mátti heita, að enginn væri fátækur og enginn auðugur. Pen- ingar vóru þar ekki til. Perverjar þektu ekki járn. ?■*»! ómeimirnir. Fiskiskipin eru nú sem óðast að búa sig undir vertíðina og »leggja út« næstu dagana. Fjöldi manna drífur að bænum úr sveit- unum, og má sjá heilar herfylk- ingar á götum hæjarins af þessu harðsnúna liði, sem ætlar að segja Ægi gamla stríð á hendur og draga gull úi' greipum hans, til efling- ar velmegun þjóðarinnar. Þeir ganga ekki á litklæðum með gylta hjálma og fáguð sverð, þessir líf- verðir þjóðarinnar, enda eru ekki i hávegum hafðir. »Fína« fólkið gengur hjá þeim með fyrirlitning- arsvip og orðin: hann er bara sjómaður, sem »heldra« fólkið við- hefur svo oft, fela vanalaga í sér þá meiningu, að um þann sé ekki meira talandi. Þá eru viðgurgerðirnar, sem að- komnir sjómenn mæta hér í bæn- um ekki á marga fiska. Þeir koma hingað ókunnugir og eiga hvergi höfði sínu að að halla, margir hverir, meðan þeir bíða hér útsiglingar. Á daginn mega þeir halda til á götunum, hvern- ig sem viðrar og á næturnar fá þeir ekki hvilurúm, sem manni er bjóðandi, fyrir minna en 1 krónu yfir nóttina. Almennileg- an gistiskála eða dvalarstað fyrir sjómenn á bærinn ekki til. En vínsöluhús stendur öllum opið, hlýtt og rúmgott, tælandi og ginn- andi, fyrir hrakta menn og hæl- islausa. Þangað neyðast menn oft til að fara, og þar leiðast mai'gir til að neyta víns, þó engir drykkju- menn séu. Svo eru þessir menn kallaðir svín og öðrum illum nöfn- um, hrakyrtir í ræðu og riti, spark- að eins og hundum út á fiski- skipin og stundum jafnvel settir i fangelsi. Hvenær ætli bærinn fái á sig það menningarsnið, að breyta þessu til batnaðar? Hve nær ætl- ar hann að sýna þörfustu stétt- inni, sjómönnunum, mannúð, rétt- mæti, og verðskuldaða virðingu. —— ■ • ------ Roosevelt og friðarverðlaunin. Roosevelt, forseti Bandaríkjanna í Norðurameríku, var einn af þeim mönnum, sem hlutu Nóbelsverð- launin í vetur, eins og getið hefir verið um hér í blöðunum. En ekki hefi ég séð þess getið, til hvers hann varði þeim peningum og var það þó engu siður mark- vert en hitt, að hann fékk verð- launin. Verðlaun þessi fékk hann fyrir friðarumleitanir þær, sem hann gerði milli Rússa og Japana í lok austræna ófriðarins. Ekki er hon- um samt þakkað svo mjög að friður komst á, — talið eins víst, að sættir liefðu gengið saman um likt leiti, hvort sem var. Ástæðan til þess, að hann skarst i leikinn, er og talin sú helzt, að Banda- menn hafi ógjarna viljað, að Jap- anar færðu sig lengra upp á skaft- ið, en komið var. Roosevelt lét sendiherra sinn, Pierce að nafni, taka móti verð- laununum og flytja úthlutunar- nefndinni símritað þakkarávarp. Þar stóð m. a. þetta: »Eftir rækilega yfirvegun er ég kominn að þeirri niðurstöðu, að ég get á engan hátt varið þessum friðarverðlaunum betur, en þann, að mynda fasta iðnaðarfriðarnefnd í Washington og kosta hana af þessu fé. Hún á að vinna að því, að koma á meiri jöfnuði meðal landa minna, stóreignamanna og erfiðismanna þeirra, sem lifa af iðnaði og landbúnaði. Vonast ég til, að það samsvari fyllilega til- gangi þess manns, sem stofnaði verðlaunasjóðinn, því nú á tímum er jafn áríðandi að efla réttlátan og heiðarlegan frið í heimi iðnað- arins eins og í heimi hernaðar og j)jóðarígs«. Verðlaunaféð er 140,000 krónur, svo hér er ekki um neitt smáræði að tala. En þegar þjóðhöfðingjarnir eru farnir að skara i eldinn okkar verkmannanna, hvað mættum við þá ekki gera, sem eigum kökuna á glóðinni? Dýrt leikfang. í Paris á Frakk- landi er til demantur, sem kost- ar 12 milljónir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.