Alþýðublaðið - 03.03.1907, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1907, Blaðsíða 4
12 ALÞÝÐTJBLAÐÍÐ & i i $ EIÐRUÐUM almenningi tilbynnist hér með, að yið undirritaðir höfum sett á stofn nýja BOKBANDSVERKSTOFU og tökum að okkur alla yinnu, sem að hókhandi lýtur. Kappkostað verður að yanda alt verk og efni eins og hezt gerist erlendis. Virðingarfylst. Bjarni Ivarsson & Jónas Sveinsson. Laugaveg S4. Ís--0--£3--E“'€3-€>-£3-Cs'-E2-0"-€3-€3-€3"e> Talsúni 118. (|J £2-0-4!] pantanir á mörgum hundruðum af danska flagginu (Dannehrog), til »Flaggverksmiðjunnar norrænu«. Valdemar prins kom heim í gærkvöld úr Asíuför sinni. Fyrverandi samgöngumálaráð- herra Juul Rysensten, dauður. Smávegis. í Bússlandi er hallæri mikið um þessar mundir, eins og oftar. Verður fólk hungurmorða, eða því sem næst, svo tugum þúsunda skiftir. En yfirmenn landsins eru sumir, ef ekki flestir, svo auðugir að firnum sætir. Til dæmis má geta þess, að höfuðfatið húsbónd- ans (Keisarakórónan) kostar 21 milljón og sex hundruð þúsund krónur. Hann getur ekki notast við það ódýrara! Vel varið peningum(!). Hvort sem kóngurinn okkar er bindind- ismaður eða ekki, þá er það víst, að hann á nokkrar vínflöskur, ef dönskum blöðum er að trúa. Þau segja svo frá, að ívetur var kast- að tölu á flöskurnar, þegar vín- birgðirnar voru fluttar úr »Kar- lottuborg« yflr í »Amalíuborg« og töldust að vera 3 milljónir. Saumavélar. Svo telst til, að saumavélar allar, sem notaðar eru í heiminum, séu 9 millj. að tölu. Arlega eru smíðaðar 2lh milj. saumavéla. Prentsm. Gutenberg. Jíýir kanpenður að Alþbl. fá ókeypis upphaíið af sögunni „Sæfarinn“ (32 bls.) og I. árg. blaðsins geta þeir fengið fyrir hálfvirði — 1 kr. | Brúkað Harmónium til sölu. | I Gott hljóðfæri. Gott verð. Góðir jj | borgunarskilmálar. Ritstjóri vísar á | I seljanda. 42 JULES VEKNE. »En hvernig komist þér niður til skips- ins aftur?« »Það get ég ekki. Sæfarinn verður að koma upp til mín. Báturinn er tengdur við skipið með löngum látúnsvír, sem rafmagns- straumur leikur um, og fylgir það bátnum eftir neðansjávar. Þarf ég því ekki annað en þrýsta á tippi, ef ég vil gefa bví vísbendingu«. Alt þetta var svo einfalt og þó svo hagan- lega fyrir komið, að það vakti aðdáun mína. Þegar við komum lengra fram í ganginn, sá ég inn í herbergi Ned Lands og Konsæls. Sátu þeir að snæðingi og vóru hraustir og hressir að sjá. Ég sá matsuðuklefann, og hvernig maturinn var soðinn við rafmagns- hita. Við fórum framhjá klefum skipverjanna, en ekki sá ég inn í þá, því hurðirnar vóru aftur. Seinast skoðaði ég vélrýmið. Þar sá ég þessar undravélar, sem gengu fyrir rafmagni og gátu snúið skrúfuásnum tuttugu snúninga á sekúndunni. »Nú ætla ég að gefa yður næði til rann- sókna yðar og vísindaiðkana«, sagði skipstjór- inn, þegar við komum inn í aðalsalinn aftur. »Við erum núna staddir í nánd við Japan, ■eins og þér sjáið á kortinu þessu. Braut skipáins er mörkuð á það á hverjum degi, svó þér getið séð hvað ferðinni líður. Bóka- safnið og salinn er yður heimilt að nota eftir SÆEABINN. 43 vild. Með yðar leyfi ætla ég að hverfa frá um sinn«. Númi fór út, að svo mæltu, en ég sat einn eftir. Hver var hann,' þessi undarlegi maður? Hann var framúrskarandi að gáfum og fróð- leik, en fyrirleit þurlendið og mennina af lífi og sál. Hver var hann? Og hvert ætlaði liann að fara með mig? Þessu var ég lengi að velta fyrir mér, eftir að skipstjórinn fór. Ég sat hugsi langa lengi, þar til loks ég stóð upp og gekk inn í her- bergi mitt, til að taka á mig náðir. Árdegis daginn eftir kom Konsæll og Ned Land inn í salinn til mín. Þeim varð fyrst fyrir að spyrja, hvernig á þessu stæði og hvar við værum staddir. »Tuttugu og fimm föðmum fyrir neðan yfirborð sjávar«, svaraði ég. »Þetta er stór-merkilegt«, sagði Konsæll. Ég sýndi Konsæl öll þau undur af fá- gætum náttúrugripum, sem vóru í salnum. Hann var vanur að fylgja mér á söfnunum í París og bar gott skynbragð á þess konar hluti. Ned Land spurði mig spjörunum úr, um Sæfarann og Núma skipstjóra. Hann var á- fjáður að vita, hve skipshöfnin væri fjölmenn, því hann hafði þegar hugsað sér að myrða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.