Alþýðublaðið - 10.03.1907, Page 1

Alþýðublaðið - 10.03.1907, Page 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FRELSI — JAFINRÉTTI — BRÆÐRALaG MÁLGAGN VERKMANNA OG JAFNAÐARSINNA Á ÍSLANDI REYKJÁYJK, SUNNUDAGINN 10. MARZ 1907. 4. BLAÐ alÞýðubladid lcemur út vikulega (52 tbl. á ári). Kostar 2 kr. inn- anlands, 3 kr. erlendis. Gjalddagi 1. október. Utgefandi: Hlutafélag i Reykiavík. Ritstjóri og ábyrgðarm. Pétur G. Guömundsson. Skrifstola og afgreiðsla í Austurstraeti 10. Ágrip af sögu jafnaðarkenningarinnar. IV. Andleg og verkleg menning Norðurálfuþjóðanna fór óðum í vöxt, er aldir liðu fram. En ójöfn- uðurinn óx að sama skapi. Marg- ir menn, sem fram úr sköruðu að vitsmunum og framkvæmdum, neyttu þeirra yíirburða til að gera þá menn að þrælum sínum, sem miður stóðu að vígi. Ofríki auð- manna og stjórnenda myndaði eymd og örbyrgð meðal lægri stéttanna, eða verkalýðsins. Frels- is- og jafnaðarhugmyndir komu að vísu fram hjá einstökum mönn um, en vóru kæfðar niður jafn- liarðan. Þær vóru flestar ílausu lofti bygðar og náðu ekki að festa rætur í framkvæmda- og hug- myndalífi fjöldans. Leiðsvofram um miðja 18. öld. Þá kom mað- ur til sögunnar, sem bar gæfu og getu til að blása lífi í þessar hálf- dauðu hugmyndir. Það var fransk- ur maður Rousseau að nafni (frb. Rússó). Hann var vitsmunamað- ur mikill og undarlega skapi far- inn. Hann hlífðist ekki við að brjóta bág við skoðanir og kenn- ingar samtíðarmanna sinna. Hann sá greinilega á hvern glapstig menningin, svokallaða, var kom- in, og hann sá fyrir, hvernigfara mundi, ef einstakir menn hefðu takmarkalaus sérréttindi og beittu þeim á sama hátt framvegis. Hið eina, sem gat forðað mannkyninu frá spillingu og eyðileggingu, var í hans augum, jöfnuður i eigna- réttindum og yfirráðum. I riti sinu um »orsakir ójafnaðarins«, segir hann meðal annars: »Sá, sem fyrstur fann upp á því, að afgirða jarðarblett ogsegja: Þetta er mín eign, og gat íengið aðra til að samþykkja það, — hann er höf- undur þeirrar þjóðfélagsskipunar, sem við eigum nú undir að búa. Hversu marga glæpi, mörg morð, margar styrjaldir og mikla eymd hefði ekki sá maður komið í veg fyrir, sem hefði haft framsýni og djörfung til að rífa niður girðing- una og hrópa til meðbræðra sinna: Gætið að ykkur og hlustið ekki á þennan svikara! Pið eruð glat- aðir, ef þið gleymið því, að af- rakstur jarðarinnar er almenn- ingseign, en jörðina á enginn! . . . Meðan mennirnir lögðu sig ekki eftir öðru en því, sem þeir gátu aflað sér sjálfir, án tilstyrks annara, lifðu þeir frjálsu lifi og hamingjusömu. En þegar menn fundu upp á því, að láta einn vinna fyrir tvo, þá hvarf jöfnuð- urinn, þá mynduðust eignir, þá fór vinnan að ganga kaupum og sölum, þá breyttust skógarnir í akra og engi, sem frjófguðust og vökvuðust af svita erfiðismanns- ins, þá spi'att upp eymd og þrælk- un, jafnhliða öðrum gagnlegri gróður. .... Ræktun jarðarinnar hafði það í för með sér, að henni var skift milli manna, en skiftingin myndaði aftur jarðeignir. Yinnan gaí manninum rétt til að eigaaf- urðirnar og síðan rétt til að eiga jörðina sjálía. Þannig mynduð- ust og uxu eignirnar smátt og smátt. Það kom brátt í ljós, að sá sem sterkastur var, afkastaði mestri vinnu, og sá sem hygnast- ur var, hafði mest not af vinnu sinni, sá sem hugvitssamastur var, fann flest ráð til að spara sér erf- iðið og fá þó fullan arð. Af þessu leiddi, að eignirnar urðu misjafn- lega miklar. Þó allir ynnu af fremsta megni, fénaðist sumum mikið, en öðrum litið.......Þeg- ar sá, sem mikið átti, komst upp á lag með, að láta aðra vinna fyrir sig — þjóna sér, fór hann að lítilsvirða þá, sem undir hann II. ÁRGr. vóru gefnir. Með tilstyrk eldri þrælanna, náði hann öðrum nýrri á vald sitt, og lagði Ioks það eitt fyrir sig að kúga nágranna sína. Ríki maðurinn er eins og villi- dýrið, sem einu sinni nær að seðja sig á mannakjöti; upp fráþvívill það ekki aðra fæðu þiggja. Það sem kallað er þegnfélag, er ekki annað en hugvitsráð, sem rikir menn og auðugir hafa fund- ið upp til að tryggia sér umráð og afnot fengins ránsfjár, og valda«. Þessar kenningar Rousseau’s urðu undirstöðuatriði jafnaðar- stefnunnar, og hrundu henni áleiðis til verulegrar framsóknar og framkvæmdar í Norðurálfunni. Þær flugu eins og eldur í sinu meðal allra frjálslyndra manna, sem vóru orðnir aðþrengdir af ó- jöfnuðinum og þyrstir eftir frjáls- legum umbótum. Enda er Ilous- seau talinn frumhöfundur stjórn- arbyltingarinnar miklu á Frakk- landi; en hún var fyrsta verulega frumkvæmdasporið í jafnaðar- áttina. Mentun alþýðunnar. i. Margir halda því fram, að ís- lenzk alþýða sé mentaðri, aðsínu leyti, en alment gerist í öðrum löndum; og má það vel vera. En eftir minu áliti á hún margt ó- unnið enn, í mörgum greinum. Auð^átað skilar henni óðfluga á- fram^ en það er margt sem stend- ur í vegi fyrir því, að hún geti heitað »mentuð« með réttu, og með sömu mentunaraðferð, sem fram að þessum tíma hefir verið notuð, mun það seint verða. Eg ætla með þessum línum að minnast á nokkra galla, sem ekki geta samrýmst fullkominni ment- un, en sem koma þó daglega fyr- ir hjá islenzkri alþýðu, og benda um leið á orsakir þeirra. Einhver versti gallinn er jélays-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.