Alþýðublaðið - 10.03.1907, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1907, Blaðsíða 3
ALPÝÐUBLAÐIÐ 15 ar á eftir og útskýrði B. J. þær fyrir áhorfendum. Þar á eftir var sungið, undir sömu stjórn og af sömu mönnum. Þá hófst bænda- glima. Heimabændur vóru þeir Hallgrímur Benediktsson ogGuðm. Stefánsson. Bezt glímdi Guðm. Guðmundsson verzlunarm. hjá Zimsen. Undarlegt er það, að blöðin hafa nú í seinni tíð geng- ið alveg þegjandi fram hjá hon- um, þá er þau hafa verið að telja upp beztu glímumennina. Guðm. er að vísu enginn framúrskarandi kraftamaður, enda beitir hann eigi kröftum við mótstöðumann sinn til þess að »þræla« honum niður, eins og sumir glímumenn hér virðast gera. Nei, það er lipurð- in og snarræðið sem hann á alt undir. Allar hreyfingar hans á glímuvellinum eru svo mjúkar og liprar, að unun er á að horfa. — Næst á eftir glímunni hófsí rímnakveðskapur. Sátu kvæða- menn tveir við borð og kváðu til skiftis sína vísuna hvor — nijög smellnar og fjörugar gamanvisur um Dani og íslendinga, Brandes og J. ól., E. Ben. o. fl. Yóru kveðendur neyddir til að fara með nokkur erindi rímunnar aftur, þvi tilheyrendurnir lintu eigi látum fyrri. — Rómverska glímu þreyttu tveir unglingar. Mun mörgum hafa þótt hún nýstárleg og ekki hvað sízt klæðaburðurinn. Nokk- uð var það, að þá fyrst ruddust áhorfendur upp á bekkina til að sjá betur hvað fram færi. Einn bekkurinn þoldi ekki mátið og brast í sundur. Þeir sem á hon- um höíðu staðið, urðu eftir það að sætta sig við að standa á gólf- inu. Hjer sannaðist máltækið: »Hætt er hátt settum«. Klykt var út með vikivaka-dansi. Hér skal enginn dómur á það lagður, hversu hann tókst. Skemtun þessi er ef til vill ein af þeim beztu, sem hér liafaver- ið haldnar í vetur, og á ung- mennafélagið þökk skilið af hæj- arbúum, bæði fyrir skemtunina og tilganginn með henni. Y. X. í Irkutsk í Síberíu var nýlega stolið gull- stykki, sem var 90,000 rúfla virði, úr efna rannsóknastofu, sem stjórnin átti þar. Þjóf- arnir sluppu. Símskeyti frá útlöndum til Alpbl. frá R. B. Khöfn, 5. mars, kl. 5,40 síðd. Rússneska þingið sett í dag. Keisarinn hélt ræðu. Vinstri menm í miklum meiri hluta, hafa 331 atkvæði, en hægri menn 91. Golo- win frá Moskva kosinn forseti þingsins. Tulinius lýsir yfir því í blaðinu »Börsen«, að hann sé hættur við stofnun íslenzka miljónafélagsins sökum persónulegra árása. Khöfn 7. marz., kl. 5,35 m. síðd. Meðlimir heilbrigðisnefndarinn- ar hafa ákveðið að leggja niður nefndarstörfm, út af misklíðinni við Alberti ráðherra. Golowin þingforseti Rússa hefir heimsótt keisarann. Há hús. Stórborgirnar í Am- eríku keppast um að byggja sem hæst hús. Nú er hús í smið- um í New-York, sem á að verða 48 stofuhæðir. 48 JtlLES VERNE. fögrum orðum um »safnhúsavizku« Konsæls, sem hann svo kallaði. Við héldum stöðugt í suðurátt, fórum yfir miðjarðarlínuna og komumst loks á siglinga- leiðir verzlunarskipanna. Dag einn sat ég í aðalsalnum og var að lesa í bók. Ned Land og Konsæll sátu við gluggana og horfðu út í sjóinn. Alt i einu spratt Konsæll upp og gekk þangað sem ég var. »Vill ekki húsbóndinn koma út að glugg- anum sem snöggvast«, sagði hann og virtist vera mikið niðri fyrir. Ég brá við og leit út um gluggann. Sá ég þá eitthvert svart ferlíki liggja grafkyrt í sjónum skamt frá skipinu. Ég neytti augn- anna því betur, sem nær dróg. »Skipsflak!« kallaði ég upp yfir mig. »Já«, sagði Ned Land, »það er sokkið og möstrin eru brotin«. Það var sem hann sagði. Slitrin úr reiðanum héngu á köðlum út af borðunum. Skipið hallaðist á bakborða og var fult af sjó. Það hlaut að vera nýsokkið, þvi mastrastúfarnir, sem stóðu upp úr þilfar- inu, vóru hreinir. í dyrum eins þilfarsklef- ans sáum við liggja lík ungrar konu og hafði hún kornbarn í fanginu. Lengra fhafði hún ekki komist þegar slysið vildi til. Á þilfarinu lágu 4 hásetar dauðir og flæktir i reiðaköðl- unum. Var hræðileg sjón að sjá, hvernig þeir 3ÆFARINN. 45 Var rent fyrir gluggana og ljósi brugðið upp á rafmagnslömpunum í salnum. En lengi á eftir sátum við eins og í leiðslu og rifjuðum upp í huganum þennan merkilega fyrirburð. Hann var svo nýstárlegur og nærri yfirnáttúr- legur að hugmyndalíf okkar var snortið um langan tíma. III. Ég fór að una æfinni betur á Sæfaranum þegar fram í sókti. Ég hafði fyrir reglu að fara upp á þilfarið á hverjum morgni, meðan verið var að skifta um loft í skipinu. Þar hitti ég vanalega stýrimanninn, sem fékst þar við mælingar og athuganir. Ég reyndi oft- sinnis að hafa tal af honum, en það kom fyrir ekki. Hann skildi ekki eða lézt ekki skilja eitt orð af þvísem égsagði. Hann mælti nokkur orð á máli, sem ég skildi ekki, í hvert sinn sem hann ætlaði ofan í skipið aftur. Ég skildi það sem skipun um að fara niður aftur og hagaði mér samkvæmt því. Á daginn sat ég lengstum við bóklestur í salnum eða bókasafnsklefanum. Ég varð lítið var við Núma skipstjóra. Ég hafði ekki í fyrstu hugmynd um, hve fá- látur hann var og einförull, og var því farinn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.