Alþýðublaðið - 10.03.1907, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.03.1907, Blaðsíða 4
16 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fréttir. Nýjir kaupendur að Alþbl. fá ókeypis upphafið af sögunni ,Sœfiariixri4 — 32 bls. Fyrsta árg. blaðsins, ásamt sögusafninu, geta nýjir kaupendur fengið fyrir hálfvirði — 1 krónu. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Munið eitir nýju RAKARASTOFUNNI í Lækjargötu 6. Þar er alt það, sem að ralcara- og hárskurðariðn lýtur, leyst fljótt og vel af hendi og i fullu samræmi við kröfur nútímans. Reynið, og þið munuð sannfærast um, að þetta er ekkert skrum. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Norðmaðurinn Bjerkan, sá sem varð landa sínum, Kristjan Krist- jansen að bana i vetur, er nú dæmdur fyrir undirrétli hér i 4 X 5 daga fangelsi við vatn og brauð. Yatnsveitunefndinni hefir bæj- arstjórn falið að semja lagafrum- varp um vatnsveitu og vatnsskatt i bænum. Tombóla var haldinn um síð- ustu helgi til að styðja að kaup- um á líkneski Ingólfs Arnarson- ar. Á tombólu þessari græddust um 1300 krónur. Auk þess verða seldir hlutaveltuseðlar og kept um málverk af Kirkjufelli, sem Ás- grímur Jónsson málari hefir gef- ið í því skyni. Yerkmannafélag er nýstofnað í Hafnarfirði. Það heitir »Hlíf«. í þvi eru bæði karlmenn og kven- menn. Félagar vóru eftir 3fundi orðnir 230 að tölu. Þar af vóru 70—80 kvenmenn. Félags þessa verður nánar get- ið síðar. Smávegis. Mikill póstur. Dagana íyrir jól- in í vetur, llutti bæjarpósturinn í Berlín 2’A miljón póstpakka um borgina. Við póststarfið höfðu 13,972 menn atvinnu og til akst- urs vóru hafðir 2,246 hestar. Eitthvað er nú að snúast í kot- inu! Hestum fer óðum fækkandi í stórborgum heimsins. Það eru mótorvagnarnir, sem útrýmaþeim. Fyrir 5 árum vóru 105,000 hest- ar í París. Nú eru þeir ekki nema 82,000. Á líkan hátt er þessu varið i öðrum stórborgum. Prentsm. Gutenberg. 46 JDLHS THRNH. að halda um tíma að hann væri farinn af skipinu. Stöku sinnum hitti ég hann uppi á þil- farinu á morgnana. En oftast var hann þá svo hugsi og fámálugur, að engu tauti var við hann komandi. Þó bar við, að hann var glaðari í bragði. Það var helzt, þegar hann hafði sérstakan áhuga á einhverju, sem hann var að gera, að hann kom og tók mig tali. En þá var hann líka öllum mönnum alúð- legri og liprari. Listir og vísindi vildi hann helzt af öllu tala um. Hann elskaði hafið. Ég varð þess var einn dag. Við stóðum saman á þiljum uppi og nutum veðurblíðunnar. Loftið var hlýtt og himininn heiður. Öldur úthafsins liðu eftir sæfletinum, eins og spegilgljáandi fjallabungur. Númi benti út yfir öldurnar og gat ekki var- ist þess, að dázt að hinni stórfenglegu og ó- háðu tign úthafsins. Hann lauk máli sinu með þessum orðum: »Frá öldufalli yfirborðsins og niður í myrk- ustu undirdjúp er liafið á eilífri hreyfingu, þrungið lífi og lifandi verum. Það vekur undrun og ótta mannanna. Þeir hræðast hyl- dýpið, en ég hræðist það ekki. Þegar ég er á Sæfaranum er mjer sama hvar ég hvíl1 s faðmi hafsins«. Ned Land og Konsæll komu oft til min SÆÍiKISK. 47 inn 1 aðalsalinn og hafði ég gaman af heim- sóknum þeirra, því þeir voru sífelt að ybbast og kýta — oftast í góðu þó. Ned Land hafði alt á hornum sér. Hann kunni ekki við að vera innibyrgður, kvartaði undan mataræðinu, hvað það væri tilbreytingarlaust og var sár- reiður við Núma skipstjóra, sem lét eins og hann heyrði ekki, þegar sem liæst gekk hrana- skapur og umkvartanir Ned Lands. Konsæll var þvert á móti, ánægður með alt. Hann hafði lag á að haga sér eftir kring- umstæðunum, og mín vegna var hann í sjö- unda himni yfir því, hvað mér gæfist gott færi á að rannsaka hafið og sædýralifið. Gluggarnir á skipshliðinni vóru opnir tvo tíma á dag að jafnaði. Þá tima notuðum við Kon- sæll kostgæfilega, til að athuga sjóinn. Þegar ég kom auga á einhvern fisk, sem við höfðum ekki séð áður, flýtti Konsæll sér að ákveða hvaða flokki eða tegund hann ætti að teljast með. Konsæll hafði vel vit á því og var heldur en ekki upp með sér af þeirri fræði. Hann sagði oft við Ned Land, að hann væri ekki annað en óseðjandi magi, sem skifti fisk- unum í tvo flokka, eftir því hvort þeir væru ætir eða óætir. En Ned Land þekti fiskana á annan hátt: af eigin reynslu og eftirtekt og hann fór ó-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.