Alþýðublaðið - 17.03.1907, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.03.1907, Blaðsíða 1
ALÞÝÐUBLAÐIÐ FRELSl — JAFNRÉTTI - BKÆIÐRALaGÍ^ MÁLGAGN VERKMANNA OG JAFNAÐARSINNA Á ÍSLANDI 5. BLAÐ BEYKJAVfg, SUNNUDAGINN 17. MARZ 1907. II. ARG. alÞýðubladid kemur út vikulega (52 tbl. á ári). Kostar 2 kr. inn- anlands, 3 kr. erlendis. Gjalddagi í. október. Utg**fandi: Hlutafélag í Reykjavík. Ritstjóri og sbyrgðarm. Pétur G. GuÖmundsson. Skrifstoía og afgreiðsla í Austurstrseti 10. Sj6mannali|. Út í stríðið, út á hafið ötul sjómanns þjóð heldur nú, en hrannatrafið hríðarskuggum alt er kafið, — rymja þungan Ránar jóð, út við landsins yztu strendur, voðaþrungin vetrarljóð. Þó í gegnum geiminn þjóti gnýr með þrumubrak, knúð er gnoðin Kára móti, köldu, hafs í boðaróti, horfir sjómanns hugar-tak fram á dýpstu fiskimiðin, fælist ekkert Ránar blak. Ótal hættur yfir vofa, ygld er hafsins brá; dugar ei að sifja, sofa, sést ei neitt til skýjarofa, gát þaif hafa öllu á; voðinn hvetur vilja' og hendur vöskum fiskimönnum hjá. Dimm er nótt, með nöprum kulda nístir sjómanns hönd; vant er að rata vegi dulda, vissan snýst um gátu hulda, — hvort þar mætir haf eða strönd. Sést ei yfir öldustokkinn lit i himins skuggalönd. Þröngt er niðr'í þyljujóum, þjappast menn í kös, þegar haf með þrótti nógum þeytir kröppum hnútasjóum yfir íley á feigðarsnös, skolast þj'ljur, skelfur reiði voðastorms í æðisös. Dapur þá er lífsins leikur, lítil gleðiföng, kuldi, óloft, kolareykur kreppir að, svo margur veikur verður inni' í þeirri þröng; því við storm og bratta boða baráttan er hætt og ströng. Lygni stormur, lækki alda, lægt er segl við rá; dorg er fleygt í djúpið kalda, dugar þá hversem hönd mávalda, bitur þorskur öngul á; fíjótt upp dreginn, flattur,þveginn, lagður er í saltið sá. Tímum saman knýja keypa, kólgum gljúpum á, on'i djúpið öngli hleypa, ef hann vilja þorskar gleypa hressist geð, en hýrnar brá, hver einn allri orku beitir afia mestum til að ná. Þreyta nóg er dorg að draga djúpsins botni frá; lýist hönd að sarga, saga, sjómanns hjartað raunir naga, þegar tregt er föng að fá; oft um heila og hálfa daga hengist htið krókinn á. Sjómannslíf er afleit æfi, engin þekkist ró, vosbúð, kuldi á söltum sævi, saman við lélegt matarhæfi, — inn í þröngri knarar-kró kúldrast þeir, og þetta mörgum langa heilsubilun bjó. Stöðu sína sjómenn rækja, svöngum færa bráð, út á djúpið afla sækja, — arðinn máske til sín krækja aðrir, ef þess eiga ráð. Þeirra stétt þó er af ýmsum uppskafningum hædd og smáð. Sjómenn ættu' að vera' án vafa, virtir lands af þjóð. Eftirlaun þeir engin hafa, ei við landsjóðs sveitarklafa bindast þeir með börn og fljóð. Sé þeim heill á svölum bárum, signi þá framtíð björt og góð. Svbj. Björnsson. Mentun alþýðunnar. ii. »Framtíðar ef verk skal vinna, verður að byggja á réttum grunni«, segir spakmælið, og efast víst eng- inn um, að það sé satt. Þau verk, sem vinna á komandi kynslóð í hag, verða að byggjast á örugg- um grundvelli, ef þau eiga að koma að notum; öll önnur verk verða að engu fyr eða siðar. Það er mikið í-ætt og ráðgert umfræðslu barna og unglinga, og ýmsar ráð- stafanir gerðar, til að menta þessa komandi kynslóð. En þrátt fyrir alt þetta, verður lítið ágengt. Það er gert að skyldu, að hvert barn fáí þekkingu á helztu og almenn- ustu námsgreinum, t. d. skrift, lestri og reikningi, áður en það er fermt, og prestar hafa ekki leyfi til að ferma börn, sem ekki hafa lært þetta, (þó stundum beri út af þvi). Til þess að þctta geti orð- ið, eru kennarar haldnir, oft upp á hátt kaup, því foreldrarnir eru ekki ætið fær um þetta sjálf, eða mega ekki vera að því, vegna annríkis. Þetta er óneitanlega þarfiegt, sér- staklega þar, sem hægt er að sam- eina börnin á góðum og skemti- legum stað, þar sem þau geta séð fagurt og fjölhreytt náttúru- líf. Það glæðir hjá þeim áhuga á náminu. Sumir mcnn segja, að á sama standi, hvernig staður- inn sé, því kenslan fari vanalega fram á þeim tíma árs, sem hið fagra náltúrulíf liggur i dvala, og hafi þess vegna engin áhrif. Ég ætla að lofa mönnum að halda hvað þeir vilja um það, því grein þessi beinist að öðru. Þegar börnin cru staðfest, eru þau oft illa að sér í skyldu-náms- greinunum, og hal'a litla hugmynd um gildi þeirra og þýðingu. Það er eins og lítill bjarmi nf slóru, fjarlægu báli, sem lýsir inn í skiln- ing þeirra. Þau eru ung ogóreynd

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.