Alþýðublaðið - 17.03.1907, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1907, Blaðsíða 2
18 ALÞÝÐUBLAÐIÐ og hafa litla hugmynd um lífið og marghreytni þess. Um fcrmingar- aldur er framsýnin sljó og stefn- urnar óákveðnar. Þessar námsgreinar eiga að vera hjálparmeðal unglinganna, á lífs- leið þeirra, og létta undir ýms störf, sem fyrir koma í daglega lífinu. En hvað tekur svo við, þegar búið er að ferma þau? Upp- fræðslan endar þann dag, þó skamt sé á veg komin, nema hjá ein- stöku barni, sem skarar fram úr að hæfileikum. Þau fara að taka fullan þátt í hversdagslífinu, og störf og strit ýmiskonar kæfir nið- ur þann litla neista, sem kennar- inn hafði glætt í brjóstum þeirra. Hjá mörgum foreldrum verða börnin að ganga að allri vinnu, strax eftir ferminguna, þar sem fátt eða ekkert vinnufólk er, og dettur mér ekki í hug, að áfella neinn fyrir það. Það er eðlilegt, að foreldrarnir verði fegnir, að þurfa ekki að kosta meiru til námsins, en fá hjálp við störf heimilisins. En þó er þessi al- gengi siður mjög skaðlegur fyrir framtíð barnanna. Þau hætta sinám saman að hugsa um það, sem þau lærðu, og viðhalda því; svo gleymist það loks alveg. Eg veit þess dæmi, að menn, sem þóttu skrifa allfagra hönd á námsárum sínum, hafa týnt nið- ur að skrifa, af æfingarleysi, svo mjög, að þeír hafa verið fullhertir með að klóra nafnið sitt. Það gefur að skílja, að það sem lært er fljótlega um fermingaraldur, hlýtur að vera gleymt þegar fram á fullorðinsárin kemur, sé því ekki haldið við með æfingu. Öll verk þurfa æfingu, eigi að notast veru- lega að þeim. Þeir, sem ekki fást við ung- lingakenslu, hafa fæstir hugmynd um alla þá fyrirhöfn, nákvæmni og þolinmæði, sem kennarinn verður að beita, til þess að verk hans beri árangur. Börnin hafa misjafna liæfileika, eðlisfar, lund- erni o. s. frv., sitt sérkennið hvert, en þar af leiðir, að kennarinn verður að taka myndbreytingum — ef svo mætti að orði kveða — við hvert barn. Hann verður að seta sig' inn á það stig, sem barn- ið er á, og athuga með nákvæmni, hver aðferð sé bezt. En því er miður, að margir kennarar eru ekki nógu vandlátir með slíkt. Til þess að kenslan geti orðið að tilætluðum notum, þarf að koma inn hjá barninu réttum skilningi á því, sem verið er að fræða það um, og gæta þess, að það sé sönn, en ekld blind þekking, sem barn- ið lilýtur. En til skamms tíma hafa margir kennarar verið not- aðir, sem lítið hirtu um þetta. Þeir hafa þótt sjálfsagðir að kenna, af því þeir hafa skrifað og reikn- að betur en alment gerist, og það hefir þótt nóg. En þeir hæfileik- ar eru einskis virði, ef kennarann vantar alt annað, sem hann þarf að hafa til þess starfa. Kennar- inn á að innræta börnunum góða siði, reglusemi, félagsskap og vin- arþel, jafnhliða öllu þvi, sem að námi lýtur. Það er meiri vandi en margur hyggur, að fræða og menta æskulýðinn. Því ætti al- þýðan að gefa gaum að betur eft- irleiðis, en áður hefir verið. Þá mun betur fara. --- !■ O 1 -- BlöÖin. Blöðin eru meira virði en marg- ur hyggur. í þeim birtast allar hreifingar í félagslífi þjóðarinnar. Þau eru hreinsunareldurinn, sem nærri öll málefni, þýðingarmikil og' þýðingarlítil, ganga í gegnum. Þau birta sögu innra og ytra lífs þjóðarinnar, jafn ótt og hún ger- ist. I blöðunum berst sannleik- urinn og réttlætið gegn óréttlæt- inu og allri ógæfunni, sem liver kynslóðin á fætur annari hefir hlaðið á mannkynið á liðnum öld- um, siðan menn byrjuðu að brjóta með lögum móti eigin náttúru- eðli. Blöðin eru þær heimildir, sem menn bera fyrir rannsókn- um sínum á þjóðlifinu, nú og framvegis. Af þeim má sjá og dæma, hverir hafa verið mestir fyrir sér, og gengið harðast fram í framsóknar- og' afturhaldsbar- áttunni. Þau sýna, síðar meir, liverir haía haft réttast fyrir sér af öllum þeim fjölda manna, sem nú þykjast liver fyrir sig hafa á réttu að standa, þó skoðanirnar séu gagnólikar. Þó blöðln okkar séu nú lítil vikublöð og þurfi heilan mánuð til að komast út um landið, eru þau þó beztu gestirnir, sem að garði koma á sveitaheimilunum, einkum á veturna. Þau flytja inn á heimilin fréttir af viðburðarás heimsins, fróðleik margs konar og skemtandi sögur. Þau eiga þvi ekki skilið, að vera troðin ofan í skarnið, áður en búið er að lesa þau. Það ber vott um hirðuleysi og hagsýnisskort, hvar sem það er gert, að eyðileggja hluti, sem keyptir hafa verið fyrir ærna pen- inga, ef til vill árum saman. í peningalegu tilliti er gott að halda blöðunum saman og geyma þau vel, því þau komast í fult verð, og stundum mikið meira, þegar tímar líða. Það þarf að binda blöðin inn, svo þau séu aðgengi- leg til lesturs. Að geyma blöð árum saman í víndlingum, á hill- um eða undir sperrum, er sama sem að fleygja þeim. Þau rotna þar og fúna og verða engum að liði nema mel og sóttkveikjum, sem þrífast ágætlega á þeim og leggja þaðan leið sína, fólki til heilsuspillis. Það verður bæði gagn oggaman eftir 50—100 ár fyrir þá, sem þá lifa, að lesa þau blöð sem hafa komið út á síðustu 15 árum. Þau verða nokkurs konar riddarasögur frá liðnum tímum, sem lýsa mörg- um blekugum bardaga, þar sem þjóðmálaberserkir nútímans veg- ast með orðum og verjast með pennum. Hirðið blöðin og haldið þeim vel saman! Það kostar lítið, en gildir mikið. Guðm. Sigurðsson. Frá Rússlandi. í eúgu ríki Norðurálfunnar er harðstjórn og kúgun eins tilfinn- anleg og í Rússlandi. Þar er ó- jöfnuðurinn mestur, og þar eru líka frelsiskröfurnar atkvæðamest- ar. Stjórnarvaldið og auðvaldið heldur alþýðunni í járnklóm sín- um, eins og vargur bráð. Frelsis- og jafnaðarvinirnir hafa lengi bar- ist um i harðstjórnarfjötrunum og reynt að slíta þá af sér. Ekkert er til sparað, af þeirra hálfu. Þús- undir manna leggja lífið í sölurnar, árlega. En stjórnin gerir það eitt, að taka líf þeirra og heimta fleiri líf. Öllum eru kunnar sögurnar um hryðjuverk hyltingamanna — frelsisvinanna þar, og eins hitt, hve óstjórnlegri grimd stjórnin beitir, til að brjóta þá á bak aftur. Ann- an daginn koma fréttir um það,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.