Alþýðublaðið - 17.03.1907, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.03.1907, Blaðsíða 4
20 ALPÝÐÚBLAÐIÐ hvort slysið hefir orsakast af til- viljun eða, glæpsamlegum ásetn- ingi. Enska stjórnin hefir boðað af- nám undantekningarlaganna á ír- íandi. Harðindi er að frétta víðastaf land- inu og sjógæftir afleitar. Lítur ót fyrir fóður- og bjargarskort víða, ef ekki batnar braðlega. Hreinviðri, með norðankælu og sólfari, nú síðustu dagana, hér syðra. Faxaflóa-báturinn, sem á að taka við af »Reykjavikimiii. kom í fyrra- kvöld. Hann heitir „Kong Haakon", gamalt skip og hvefilegt ásýndum, en ekki mjög lítið. Margir vóru farnir að halda, að hann hefði farið þá ferð fyrsta, sem „Reykjavíkin" fór síðasta. Hann var sem sé nærri 3 vikur a leiðinni frá Noregi hingað. EIÐRUÐUM almenningi tilkynnist hjer með, að við undirritaðir höfum sett á stofn nýja H BÓKBANDSVERKSTOFD \ og tökum að okkur alla vinnu, sem að bókbandi lýtur. Kappkostað verður að vanda alt verk og efni eins og best gerist erlendis. Virðingarfylst. Bjarni ívarsson & Jónas Sveinsson Langaveg S4. '■£2"E5"£3-OH3—€3"G-€3"íI5"0"jE5"0-£3-0'Éj Talsíini 118. Nýjir kaupendur að Alþbl. fá ókeypis upphafið af sögunni ,Sæfarinn‘ — 32 bls. Fyrsta árg. blaðsins, ásamt sögusafninu, geta nýjir kaupendur fengið fyrir hálfvirði — 1 krónu. Barnaveiki gengur í Eyjafirði, er símað að norðan. Úr Ölafsvík er skrifað 2. þ. m., að þar sé sett á stofn bœndaverzlun, með hlutasamlögum. Hvert hluta- bréf á 100 krónur. Einar Markús- son kaupmaður er formaður félags- íns og framkvæmdarstjóri. Hann fer utan nú með „Lauru" 20. þ. m. til að kaupa inn vörur fyrir félagið. Þeir sem ekki vildu aðhyllast þenn- an félagsskap, tóku sig saman og mynduðu p'óntunarýélag. Annastjón Proppé, verzlunarstjóri við „Olafs- vik’s Handel" vöru-útveganir fyrir það félag. Preutsm. Gutenberg. B0 JULP.S VBRNB. ávarpaði skipstjórann öðru hvoru á máli, sem ég skildi ekki og Númi svaraði á sama máli. Rétt á eftir tóku þeir sjónaukana aftur og beindu þeim á þenna sama stað. Ég neytti augnanna af fremsta megni, en sá ekkert at- hugavert. Hljóp ég því ofan í salinn og sótti þangað sjónauka. Þegar ég kom upp aftur setti ég sjónaukann fyrir augun, en í sama vetfangi var liann hrifsaður af mér. Númi skipstjóri stóð frammi fyrir mér. Hann var rólegur á svipinn, eins og hann var vanur, en hann var meira en rólegur, .andlit hans var kalt og stirðnað að sjá, eins og líf- vana steingerfingur. Hann kreisti aftur munn- inn og beit á jaxlana, en augun vóru sem í eldsglóð sæi. Ég fann þó fljótt að hann ætl- aði ekki að láta reiði sína bitna á mér. Hann gat elcki haft augun af deplinmn, sem hann borfði á áður og bægði mér frá að athuga. Loks var eins og hann áttaði sig og fengi vald yfir sjálfum sér. Hann sagði nokkur orð við stýrimanninn, sem livarf þegar ofan í skipið, ■og snéri sér svo að mér. »Ég verð að byrgja yður inni«, sagði hann. »Þér hafið auðvitað vald til þess«, sagði ég. »En má ég spyrja yður einnar spurningar?« »Nei«. Númi fór aftur að horfa út yfir hafið. SÆFARINN. 51 Ég fann að vélin komst á hreifingu og skrúfan tók að knýja slcipið áfram með vaxandi hraða. Ég fór niður til þeirra Ned Lands og Konsæls. Þar vóru fyrir fjórir af hásetum skipsins og fóru þeir með okkur inn í sama herbergið, sem við vórum í fyrsta morguninn, sem við vórum á skipinu. Þeir spurðu mig spjörunum pr, en ég hafði ekki annað að segja en það, sem fyrir mig bar uppi á þil- farinu. Ned Land var í versta skapi. Að vörmu spori kom þjónn inn og bar mat á borð fyrir okkur. Sefaðist þá vonzkan í Ned Land, um stund. Konsæll hvatti mig til að borða mig vel saddan, »því það er ekki víst að við fáum mat aftur i bráðina«, sagði hann, »það er eins víst að þeir gleymi okkur alveg«. Ned Land tók þriflega til matar síns, eins og hans var vandi, og ég lét ekki mitt eftir liggja- Að lokinni máltíð lagðist Ned Land endi- langur á gólfið og steinsofnaði. Rétt á eftir lagðist Konsæll fyrir líka og sofnaði. Þótti mér það slæmt, því mér fanst full þörf á að vaka og hafa gát á öllu. En nú brá undarlega við. Ég varð al- tekinn af máttleysi og þreytu og varð að leggj- ast á gólfábreiðuna líka. Hugsunin sljóvg- aðist smátt og smátt, og einhver undarleg 4*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.