Alþýðublaðið - 24.03.1907, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.03.1907, Blaðsíða 1
 FEELSI — JAFNRÉTTI — BRÆÐRALAG MÁLGAGN VERKMANNA OG JAFNAÐARSINNA Á ÍSLANDI (>. BLAÐ REYKJAYIK, SUNNUDAGHNN 24. MABZ 1907. II. ÁRGr. ÁLÞÝÐrBLADIÐ kemur út vikulega (52 tbl. á ári). Kostar 2 kr. inn- anlands, 3 kr. erlendis. Gjalddagi i. október. Utgefandi: Hlutafélag í Reykiavík. Ritstjóri og ábyrgðarm. Pétur G. Guðmundsson. Skrifstoia og afgreiðsla í Austurstræti 10. Fáninn. Eftir a 1 þ ý ð u m ;i 11 n. »Fögur ertu Fljótshlíðcc, sagði Gunnar forðum, og er það víst, að Gunnar hefir ekki mælt þessi orð af liálfum hug. Hlíðin átti það skilið, að hún væri kölluð fögur. ísland á margar fagrar hliðar, fögur fjöll og fagra tinda, gyrða gljáum jökulspöngum. Á heiðskírum sumardegi, þegar sól- in signir grund og grænar hlíðar og hafrænan líður hvíslandi um fjöll og fagra dali, þá er eins og iðandi loftstraumur kasti og end- urkasti hillandi töfraljóma yfir ættjörðina okkar, sem hrífur augu okkar og anda. Þá tökum við undir með hetjunni, eða höfum upp orðin eftir honum, en nokk- uð öðruvisi þó, þvi það er ekki ein hlíð, sem við festum augun á, heldur allur viðblasandi fjalla- faðmurinn, með öllum þeim hlíð- um, sem rúmgrip augans nær yfir. Þá segjum við: »Fagurt ertu ís- land; á þér vil ég una æfi minn- ar daga«. Það er sannarlega fagurt að horfa yfir bláijallageiminn krotaðan ís- rósum, og skal ég engum lá það, sem er sannur íslands sonur, þó hann langi til að eiga fána, sem hlaktað gæti á hverri stöng, yfir þessu fræga sagnalandi, — þó hann langi til að eiga fána, sem liklist lit þess og ytra útliti: Umgirt bláu hafi, þakið livitri vetrarmjöll, sit- ur það, landið okkar, út við ís- kalt norðurskautið, tignarlegt og svipfrítt, í faðmi fjallablámans, stungnum hvitum fannadeplum. Fáni með hvitum krossi á bláum grunni, líktist því sannarlega land- inu okkar. Hann sýndi ytra út- lit þess.— Yæri sýnilegt tákn lands- ins, sem hann blakti vfir. Það væri eitthvað annað en ílattur þorskur. Hann geturekki annað þýtt, en íslendingar séu þorskar, sem Danir eru búnir að slægja og fletja, og láta ímynd þess blakta á stöng framan í þjóð- um heimsins, landinu til smánar. Sama er að segja um fálkann. Við segjum oítídaglegu tali, þeg- ar við atyrðum einhvern græn- ingjann, að hann sé fálki. Það liggur því næst að halda, að fálka- merkið þýði blált áfram það, að vér íslendingar séum fálkar að vitsmunum. Fálkinn er ránfugl, en íslenzka þjóðin er ekki rán- þjóð. Iltin liefir ekki rœnt, en him hefir verið rœnd, auði og heiðri og því sem dýrmætast er — frelsinu. Af þessu geta allir séð, að fálka- merkið sæmir ekki þessari þjóð. Hvað á þá að koma í staðinn? Það er að vísu óþarfi, að bera þessa spurningu upp, eftir alt sem fram hefir komið í blöðunum síð- an þetta ár byrjaði. Þar hefir verið talað um fánann fram og aft- ur. Margar uppástungur hafa ver- ið ræddar og feldar. En flestum held ég komi saman um það, að ef við eigum að eignast þjóðar- fána, þá ætti hann að vera með hvítum krossi á bláum grunni. En getum við eignast þenna fána nú þegar? Mér finst það mjög vafasamt. Síðan Gissur jarl sveik landið undir útlend yfirráð, hefir þjóð- in kropið svinbeygð undir kon- ungsvaldi og klerkageig, og land- ið hefir verið rænt og ruplað af útlendum harðstjórum. Dáðleysi og lítilmenska liefir þróast hjá þjóðinni meðan hún lá hundflöt undir þrælasvipu útlendrar ein- okunar. Þjóðin hefir reyrst fastar og fastar við ánauðarklafa þeirr- ar þjóðar, sem hún var i sam- bandi við og verst hefir með hana farið. En svo eignaðist landið syni, sem blöskraði meðferðin á þjóðinni sinni; syni, sem höfðu djörfung til að horfa framan í kúgarann; syni, sem þorðu að kippa svipunni úr hendi þess sem reiddi hana; syni, sem settu sér það mark og mið, að láta ræn- ingjana borga þjóðinni aftur alt, sem þeir höfðu með rangindum frá henni tekið, En þar var við ramman reip að draga. Þjóðin lá fallin; málið var afskræmt og lá við glötun. En þá »gullu við horn í grænum lundi«. Fjölnis- menn gengu fyrstir út i bardag- ann og byrjuðu að ryðja braut- ina. Síðan hafa margir sannir ís- lendingar gengið þar að verki, þó mjög hafi menn verið þar mis- jafnlega verklagnir; enda mikill vandi vopnum að beita. En eng- inn hefir komist þar í samjöfnuð við hinn mikla íslands son Jón Sigurðsson. Hann var maður, sem kunni að beita vopnunum, og enginn hefir gert meira fyrir þjóðina en hann. Enda mun nafn hans lengi lifa á vörum þjóð- arinnar, og minning hans i hjört- um landsins barna, að makleg- leikum. Þökk sé þeim öllum, sem honum hafa fylgt og heill og heið- ur fylgi öllum þeim, sem í hans fótspor feta ogreyna að hefja þjóð- ina til sjálfstæðis og frama! Eg efast ekki um, eða vil ekki efast um, að allir þeir, sem nú rita um fánamál, ríkisfleyga, rík- isráðsákvæði og því um líkt séu föðurlandsvinir og vilji þjóðinni vel. En eitt er sem ég skil ald- rei og fleiri alþýðumenn skilja ekki. Það er þessi gauragangur, hnútuköst og hníflastang milli allra eða ílestra blaðamanna. Ef ein- hverju þjóðmáli er hreyft í ein- hverju blaði, þá koma hin með ýmsar athugasemdir. Það er að vísu gott, því ræða skal þjóðmál áður á þing eru borin. En svo er annað, sem ég hefi verið að veita eftirtekt. Það er eins og blöðin skipi sér i flokka. Ég hefi heyrt nefnd stjórnarblöð og stjórn- féndablöð, og svo oft hefi ég heyrt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.