Alþýðublaðið - 24.03.1907, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.03.1907, Blaðsíða 2
og séð markið á þeim, að ég þekki þau í sundur. Það er einkenni- leg aðferð, að þegar eitthvert stjórn- arblað tekur eitthvert velferðarmál þjóðarinnar til umræðu, þá rísa hin blöðin, stjórnféndablöðin svo- kölluð, gegu því oftast nær, að mér virðist. Svo rekur hver ritgerðin aðra. Einstök orð og orðatiltæki eru teygð og toguð eins og blaut skóbót. Eftir því, sem málið er lengur rætt, eftir því harðnar rimm- an og að síðustu fljúga hnútur og hrakyrði. Umræðan verður myrk og flókin, svo þó við alrnúga- mennirnir kynnum að hafa skilið málið í upphafi, þá er það að lok- um orðið okkur ráðgáta. Sama er að segja um blöð stjórnarand- stæðinganna. Ef eitthvert þeirra fitjar upp á nauðsynjamáli, verð- ur oftast niðurstaðan þessi. Yið þetta vaknar spurningin: Þessir menn, sem eiga að vera verðir þjóðarinnar, eru þeir að ryðja henni braut til frægðar og frama? Eru þeir að hlaða ofan á hyrningarsteina þá, sem Jón Sig- urðsson lagði, lofkastala lýðfrægð- ar og sóma? Eða eru þeir að tvístra og dreifa kröftum fámennr- ar og fátækrar þjóðar? Eg veit það ekki; ég skil það ekki. Stjórnfræði blaðamannanna er svo þung, eða réttara sagt svo myrk og llókin, að það er naum- ast gerlegt fyrir okkur almúga- mennina, að álpast út í hana. Yið kynnum að detta þar ofan í sjóð- bullandi grautarpott og brenua okkur; en óvíst, að við fengjum kjötbita úr krafsinu. Við erum ekki annað en almúgamenn, og höfum þann rétt, að viðurkenn- ast í orði en ekki á borði. En svo ég viki nú aftur að fán- anum eða fánamálinu, þá er það mál, að minni hyggju borið upp á mjög óheppilegum tíma. Nýr fáni fyrir þjóðina getur ef til vill þ5rtt algerðan aðskilnað. Envilja Danir sleppa okknr? Það væri ef til vill eins holt fyrir þá. En ef við skildum við þá, fengjum við þá alt það hjá þeim um leið, sem við fáum nú og eigum að fá framvegis? Þessar 374 þúsundir, sem við fáum á ári úr pyngju Dana i þarfir okkar, eru ekki lít- ið fé. Ef við slítum nú samband- inu við Dani, yrði þjóðin þá ekki að borga þessa upphæð í lands- sjóð ? Jú, náttúrlega, því ekki eru tekjur landsjóðs of miklar, eins og stendur. En ef við alþýðu- mennirnir stynjum undir kjörum þeim og kvöðum, sem á okkur hvíla nú, hvað mundum við þá segja, ef þessu gjaldi væri jafnað níður á okkur í viðbót? í 11. tbl. »Lögréttu« þ. á. segir, að það mundu verða 33 kr. á hvern heim- ilisföður á landinu. Fagur er fáninn oggamanværi að láta hann blakta yfir landinu okkar. En það eru svo mai'gar þrár og vonir, sem við alþýðu- mennirnir ölum í brjóstum okk- ar og aldrei í-ætast, að okkur mundi ekki bregða kynlega, þó við sæjum hann aldrei blakta hér á stöng, sem lögleiddan fána. Eg get varla imyndað mér, að islenzk alþýða vildi hæta á sig skatti, sem nema mundi 33 krónum á hvern húsföður, til þess að íá fánann, ef ekki væri önnur leið til þess. En gott væri það, ef við gætum fengið fána, sem frjálst sambands- land við Dani. En að hugsa sér það meðan við vórum ekki bún- ir að ryðja frelsisbrautina lengra. Það held ég hafi verið alt of stórt Grettishlaup í frelsisbaráttu okk- ar. Ef Danir vilja ekki slíta sam- bandi við okkur, þá er ekkert eðli- legra. en þeir vilji helga sér okk- ur með sínum fána. En að heimta annan fána og kasta þeirra, er það ekki sama sem að segja: Við vilj- um ekkert samneyti við ykkur hafa? Ég veitþað ekki. Stjórn- málamennirnir vita það og geta greitt úr þessari spurningu. Það getur verið einhver leið þar í milli sem við alþýðumennirnir sumir sjáum ekki. Smátt og' smált, eins og í hænu- fetum, hefir okkur þokað áfram í frelsisbaráttu okkar, og marga umbót á kjörum okkar höfum við fengið. En margt er ógert og ó- fengið. Margir gera sér góðar von- ir um, að á komandi sumri muni eitthvað fást, og meiri rýmkun verða á frelsi okkar. En hefir þá ekki þetta fánamál spilt þess- um vonum? Hefir það ekki vak- ið óhug hjá Dönum til okkar? Hefir það ekki komið við kvik- una á dönsku þjóðinni? Fáninn þeirra er þeim helgur og þeir eiga víst bágt með að vita, að við af- sölum okkur honum, meðan við erum sambandsþjóð þeirra. Og hepni má það heita, ef það mál verður ekki þröskuldur í vegi fyrir öðrum nauðsynjamálum þjóðar- innar, sökum þess, að því var hreyft á óhentugum tima, — of snemma. En það er nú komið sem kom- ið er, og' töluð orð verða ekki aft- ur tekin. Mörg stórmál hafa kom- ist til umræðu og lagst svo í þagn- argildi, um langt skeið eða skamt, þar til þau hafa verið vakin upp aftur, við hentugra tækifæri og fengið þá góðan byr. Hví skyldi ekki mega fara eins með fánamál- ið? Má það ekki hvíla sig um tíma? Má ekki lofa þjóðinni að athuga það í ró og næði, þangað til synir þjóðar okkarsjá þvi fært að sigla til farsællar lendingar? Við alþýðumennirnir erum ekki svo miklar Danasleikjur, að minsta kosti ekki allir, að viðgetum vor- kent þeim að samþykkja þenn- an fána. Nei, því fer fjarri. En okkur finst, að okkur vanhagi um annað meir í bráðina. Við get- um víst vel notast við Dannebrog gamla eitt, tvö eða þrjú ár enn, meðan verið er að rýmkva á okk- ur tjóðurbandið betur en búið er. Ef fánamálið hyrfi af dag- skrá um tíma, þá gætu blöðin tekið eitthvert af sérmálum okk- ar til yfirvegunar, t. d. eftirlaun embættismanna. Það er málefni sem þeim gæti orðið matur úr. Okkur alþýðumönnunum, flestum ef ekki öllum, er meinilla við þau, og ég er viss um, að þau blöð eða þeir blaðstjórar, sem beittu sér fyrir því að þau væru afnum- in, mundu verða hjartfólgnir vin- ir alþýðunnar, Það sem ég hefi sagt hér um fánamálið, get ég búist við, að verði álitið ýmist ofsagt, illa sagt eða vansagt. En ég skitti mér ekki af þvi; það kemur hver til dyranna eins og hann er klædd- ur, og ég hefi reynt að látaíljósi álit mitt og margra stéttarbræðra minna. Mentun alþýðunnar. iii. Ég gat þess hér að framan, að mörg börn (til sveita) hættu öllu námi fermingardaginn, þó skamt séu á veg komin, og fara að sökkva sér niður í störf lífsins. Þau fá ekkert tækifæri til að halda því áfram, sem byrjað var á, hve fegin sem þau vilja. Það er sárt að sjá

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.