Alþýðublaðið - 07.04.1907, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.04.1907, Blaðsíða 1
ALÞÝDUBLAÐIÐ FRELSl — JAFNRÉTTI — BRÆÐRALaö MÁLGAGN VERKMANNA OG JAFNAÐARSINNA Á ÍSLANDI 7. BLAÐ REYKJAVÍK, SUNNTJPARINN 7. APRÍL 1907. II. ÁRR. alÞýðublaðið kemur út vikulega (52 tbl. á ári). Kostar 2 kr. inn- •anlands, 3 kr. erlendis. Gjalddagi í. október. Utgefandi: Hlutafélag í Reykiavík. Ritstjóri og ;ábyrgðarm. Pétur G. Guðmuiidsson. Skrifstota og afgreiðsla í Austurstræti 10. Athugasemdír við grein Alþýðum. um fánann. I 6. tbl. Alþýðublaðsins stend- ur grein eftir alþýðumann um fán- ann. Greinin er vel og hógvær- lega rituð og frá því sjónarmiði er ekkert við hana að athuga. Eg geng út frá því, að ómenguð ætt- jarðarást liggi til grundvallar fyr- ir skoðunum þeim, er hann held- ur þar fram og að engar aðrar hvatir geti komið þar til greina. Aðdáun höf. á landinu get ég, og víst flestir með mér, tekið undir af heilum hug. Það sem hann segir um starf Jóns Sigurðssonar og Fjölnismanna, mun heldur enginn nú á tímum vilja verða fyrstur til að vefengja í orði að minsta kosti. En það vill oft verða sú reyndin á, að orð og athafnir manna eiga ekki samleið, því mið- ur. Þarf eigi langt að leita til þess, að sanna þetta og óheilindi sumra þeirra, sem gengið hafa í hroddi fylkingar síðan hinna misti við, eru of augljós til þess, að þau geti dulist almenningi. Fáninn hefir nú um tíma ver- ið einna efstur á dagskrá hlað- anna, þótt Alþýðublaðið hafi ekk- ert lagt til þess máls fyr en áð- urnefnd grein birtist. Vegna þess að ég, sem þetta rita, er alþýðu- maður, eins og greinarhöf., en get hins vegar ekki fallist á röksemd- ir þær, er hann setur fram gegn fánamálinu, þá ætla ég að biðja Alþýðubfaðið fyrir nokkrar at- hugasemdir við greinina, þótt ég búist ekki við, að koma fram með neitt nýtt, er fánanum verði til gildis talið, þar sem aðrir, mér miklu hæfari menn, hafa mikið rætt og ritað um málið. Greinarhöf. segir, að nýr fáni geti ef til vill þýtt algerðan að- skilnað við Dani, en við því ris honum hugur, að því er virðist. Mér sýnist nú reyndar miklu fleira mæla með því en móti, að losna Yið þá, jafnvel þótt við yrð- um að afsala okkur tilkalli til fjár þess, sem við eigum inni hjá þeim og þeir þykjast leggja með okkur árlega, eins og ómögum, þrátt fyr- ir það, þó saga okkar sýni og sanni, að upphæð sú (60 þús. kr. árlega), er Danir greiða land- sjóði, sé ekki meir en sem svar- ar hálfum vöxtum af fé því, er þeir rændu og drógu undir sig á dögum einveldisins hér á landi. Það sem einna lielzt virðist hafa skotið Alþýðum. skelk i bringu er fjártjónið, sem við myndum híða við aðskilnaðinn. Er svo að sjá, sem yfirlýsing þeirra Finns & Co. í Lögréttu hafi vilt Alþýðumanni sjónir. En grýla sú er ekki svo ægileg, þegar húið er að tina ut- an af henni tötrana, eins og hún virðist í fljótu bragði, og væri ef til vill, ef engin blekking lægi í nefndri yfirlýsingu. Það er bæði mér og fleirum hulin ráðgáta, hvernig vitringar þeir, sem sam- ið hafa þessa yfirlýsingu, hafa get- að tínt saman í upphæð þá — 374 þús. kr. — er þeir segja, að við fáum árlega úr »dönskum sjóði«. Strandgæzlan, sem ávalt er verið að vitna í, kostar þó ekki nærri þriðjung þeirrar upphæðar og þyrfti að líkindum ekki að kosta ríkissjóð Dana einn eyri, ef þeir hefðu þor og dáð í sér til að verja almennilega landhelgina, þar sem tveir þriðju sektarfjár- ins renna nú í ríkissjóð. Hvað þessum gjaldalið í »þarfir okkar« viðvíkur að öðru leyti, þá sé ég ekki betur, en við íslendingar gætum látið okkur á sama standa, þótt hann hyrfi algerlega úr sög- unni, þar eð hin síðustu »tákn tímanna« benda ótvírætt í þá átt, að hún verði eftirleiðis lélegri en áður, af ástæðum, sem kann að vera reynt að láta lítið bera á, en eru þó engu að síður sannar. Fiskimiðin okkar verða jafnt rænd og rupluð fyrir því, þótt Danir sendi hingað herskip til að þjálfa líðsmenn sína, pr>7ða(!) hafnir landsins okkar og ldeypa af nokkr- um fallbyssuskotum, þegar yfir- mönnunum þóknast að hjóða æðsta embættismanni »hjálend- unnar« að stíga á skipsfjöl. En sleppum nú því. Látum svo vera, að okkur sé á einhvern hált hagur í þvi, (sem mér og mörg- um alþýðumönnum er þó dulinn), að vera í sambandi við Dani á- fram. Eigum við þá að vera svo feimnir og auðsveipnir við þá, að við forðumst að ympra á neinu því, er við höldum að þeim sé ógeðfelt eða sem kynni að koma »við kvikuna á þeim«, eins og Al- þýðum. kemst að orði. Ég held ekki. Yfirleitt finst mér Alþýðum. gera sér heldur mikið far um, að spyrja, hvernig Dönum muni líka þetta tiltæki okkar að vilja fá við- urkend þjóðréttindi okkar og sem sýnilegt tákn þess: hinn sérstaka fána.— Alþýðumaðurinn spyr enn fremur: Vilja Danir sleppa okk- ur? Nei, það vilja þeir einmitt ekki. Hver ástæðan, sem meslu ræður hjá jieim í því efni, hvort heldur það er metnaður, viðskifta- hagnaður eða annað, þá er það eilt víst, að þeir vilja halda í okk- ur. Hví þá ekki að nota sér það sem hezt, þá er til samninga kem- ur milli landanna? — Alþýðum. lofar að maklegleikum starf Jóns Sigurðssonar fyrir fósturjörðina. Þá var við ofurefli að etja engu síður en nú. En hann var líka maður, sem ekki var að fást um það, hvernig Dönum mundi líka rekistefna lians í því að útvega landinu sjálfsforræði. Enginn hef- ir verið fróðari í sögu landsins en hann, en það má svo að orði kveða, að tveggja alda æfiferill þjóðar okkar sé vökvaður hlóði og tárum hennar undan svipu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.