Lögberg-Heimskringla - 19.11.1959, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1959, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1959 150 ár liðin frá fæðingu Edgar Allan Poes Ef iir S. J. Harry . Hinn 19. janúar 1809 — fyr- ir rúmum hundrað og fimm- tíu árum — hófst hin stutta, sorglega og skuggalega tilvera manns, sem var lítt þekktur lithöfundur í lifanda lífi, en átti eftir að geta sér slíka frægð fyrir ritstörf, að þekkt- ur gagnrýnandi okkar daga hefir sagt um hann, að hann sé t inn af fimm eða sex amer- ískum rithöfundum, sem tví- mælalaust tilheyra hinum ó- dauðlegu heimsbókmenntum. Edgar Allan Poe, skáldið, gagnrýnandinn og smásagna- sag iahöfundurinn, er einhver Uncarlegasta og raunalegasta persóna í sögu amerískra bók- mennta. Var hann frumleg- asti snillingur Ameríku eins og Tennyson sagði, eða var hann ekki annað en „hag- yrðingur" eins og Emerson kaliaði hann? Þótt franskir gagarýnendur hafi snemma bonð mikið lof á Poe, lét Henry James svo ummælt, að hriining á verkum hans bæri !,ór,ekan vott um frumstæðan hu£ sanagang". Seinna sagði William Butler Yeats um har.n, að hann verði „alltaf taliin mikið lýriskt skáld mei5al allra þjóða", og Paul Valéry áleit, að enginn hefði lag', stærri skerf til bók- mennta en Poe, bæði í bundnu °g óbundnu máli. Gagnrýnandanum Joseph Wood Krutch, höfundi ævi- sögu Poes, farast m. a. þannig orð um hann: „Hér um bil öll hin fáu ár, sem Poe lifði eftir £ð hann varð fullorðinn mað- ur, bjó hann við margs konar eymd — ýtrustu örbirgð, sjúldegan drykkjuskap og all- ar þær kvalir, sem skæð taugaveiklun gat valdið. — Annars vegar er hér eitt bezta dæmið í sögu heimsbókmennt- anna um vanmetinn snilling, en hins vegar er enginn vafi, að hans eigið veiklyndi dró kjarkinn úr þeim, sem reyndu að hjálpa honum." En hvernig urðu hin miklu afrek Poes til við slíkar að- staeður? Um það segir Philip van Doren Stern: „Af eymd ^oes fæddust draumar hans °g efnið í ljóð hans og sögur. "ann auðgaði komandi kyn- slóðir á kostnað hamingju s.lalfs sín og — áður en yfir auk — jafnvel á kostnað and- legs heilbrigðis og lífs. Mátt- ^rinn, sem knúði hann til þess "0 skapa, svipti hann einnig Vltinu. Þegar hann var barn, Var hann móðurlaus og hon- jirn var haldið frá öðrum b°rnum; þegar hann var ungl- lrigur, var hann auðmýktur 8 honum var hrundið út í Jandsamlegan heim; þegar ^nn var fullorðinn maður, arð hann fyrir sífelldum von- rigðum og honum var neitað jjfti þa viðurkenningu, sem ^onum fannst hann eiga skil- ið. Slík hafa verið örlög margra og flestir þeirra hafa horfið í gröf sína, öllum gleymdir. En Poe leitaði ekki aðeins huggunar í hugarórum sínum; hann veitti þeim út- rás í verkum sínum, dró fram i ljóði og sögu hin myrku öfl, sem ásóttu hinn vansæla og þrautpínda huga." Árið 1845 — fjórum árum áður en hann dó — skrifaði hann eftirfarandi: „Ég hef ver- ið vitfirrtur; en sú spurning er enn óleyst, hvort vitfirring sé hin æðsta vizka — hvort margt af því, sem er dýrlegt — hvort allt sem er djúp- stætt — fæðist ekki af sjúk- leika hugsunarinnar — hugar- ástandi, sem er hafið upp á kostnað almennrar skynsemi. — Þeir, sem dreymir á daginn, eru sér meðvitandi um margt, sem fer fram hjá þeim, sem dreymir aðeins á nóttunni." Þráðurinn í ljóðum hans er ofinn úr hinu króníska þung- lyndi, sem þjáði hann. í rit- dómi segir hann einhvers staðar: „Fegurðin í sínu æðsta veldi fær viðkvæma sál til að fella tár. Þunglyndi er þann- ig eðlilegastur hljómgrunnur allra ljóða." Þegar Poe átti skammt eftir ólifað, reyndi hann eitt sinn að útskýra Öfgana, sem hann bafði verið fordæmdur svo hlífðarlaust fyrir. Og úr fylgsnum sárþjáðrar sálar heyrðist hróp hans, er hann sagði: „Ég finn alls enga ánægju í þeim hvötum, sem ég sökkvi mér stundum svo æðis- lega niður í. Það var ekki í leit að hamingju, sem ég hef hætt lífi mínu, mannorði og viti. Það var gert í örvænt- ingarfullri viðleitni að flýja undan kveljandi minningum, óþolandi einmanakennd og óttanum við einhvern und- arlegan og óumflýjanlegan dóm." En þrátt fyrir allt hélt hann áfram ritstörfum og hvert verkið rak annað. Komandi kynslóðir hafa lært utanbók- ar kvæði eins og „The Raven", „The Bells" og „Annabel Lee" og hrollvekjur eins og „The Fall of the House of Usher" og „Murders in the Rue Morgue". Af hinum frjóa heila hans óx sakamálasagan í nútímamynd — alvopnuð. Engu, sem í raun og veru skiptir máli, hefir ver- ið bætt við form hennar né innihald síðan Poe féll frá, nema ef vera skyldi fyrir áhrif seinni tíma vísinda. Áhrifin af ljóðum Poes voru mikil og margs konar, einkum meðal franskra ljóðskálda seinni hluta 19. aldar. Kemur það greinilega fram í kvæða- bók Baudelaires „Flowers of Evil" og þeirri kenningu Rim- bauds, að ljóðskáldið verði að s t e f n a að „kerfisbundinni truflun á skilningarvitunum", og nú eru ljóð hans aftur kom- in í tízku meðal fulltrúa ungu kynslóðarinnar víða um heim. Fáir telja þó, að hugmyndir þessar séu upprunnar í Amer- íku um miðja 19. öld. Við lest- ur á verkum Poes kvaðst Baudelaire hafa séð „mér til skelfingar og ánægju ekki að- eins efnið, sem mig hafði dreymt um, heldur setningar, sem komið höfðu í huga mér og hann hafði skrifað 20 árum áður." Philip van Doren Stern reynir að gera skil ritferli Poes með þessum orðum: „Þótt hann væri skrumari, ritþjófur, sjúklegur lygari, volandi barn, r a u p a r i og sjálfselskufullur og óábyrgur drykkjumaður, gerði hann það, sem fáir amerískir rit- höfundar höfðu gert minnstu tilraun til að framkvæma: hann opnaði flóðgáttir undir- vitundarinnar og leysti úr læðingi hinar undarlegu og ógnþrungnu hugmyndir, sem sjaldan hafði verið gefið rúm ¦ prentuðu máli, fyrr en hann leiddi þær inn í verk sín." Lesb. Mbl. Leigubilar í New York of litlir Pennaskraf Gömul saga sögð var mér — saman voru að hringla látlaust, eins og líklegt er, Lögberg og Heimskringla. Oft þeim höfðu ýtar spáð — enda mundi gaman. Því var fundið þetta ráð, þau að tengja saman. Hamingjan var heilla sterk, hún, er blaðið skírði. Göfug kona, greind og merk, giftu þeirri stýrði. Greip hún penna glöð og hress, gerðan vel, úr stáli. Höndin lyftir hátt í sess helgu feðra máli. Vertu ágæt, Ingibjörg, alþjóð svo þig blessi. Heilla ráð þín ræktu mörg ritstjóra í sessi. Semja menn og segja frá, sinni tungu unna. Islenzkunni aðstoð ljá allir, sem það kunna. Jón Magnússon, Seattle, Wash. Nýlega bárust okkur fréttir af landa okkar, Jóhanni Pét- urssyni, sem dvelst í Banda- ííkjunum og er aðalskemmti- krafturinn á skemmtidagskrá, sem nefnist Royal American Shows. Jóhann mun vera hæsti maður í heimi, eða því hefir a. m. k. ekki verið mót- mælt fram að þessu. 1 blaðinu Arkansas Demo- crat birtist 7. okt. s. 1. viðtal við Jóhann, sem fram fór í íbúðarvagninum hans, þar sem komið hefir verið fyrir sérstaklega löngu rúmi. Þar leggur hann sig milli þess sem hann kemur fram á sviðinu, og eyðir tímanum við lestur íslenzku dagblaðanna. Erfiti að fá skó Jóhann strauk skeggið, en hann hefir sítt alskegg og sagði blaðamanninum frá ævi sinni. Hann væri af fiski- mönnum kominn. Þó fjöl- skylda hans væri æði há í loft- inu, faðirinn 185 sm. og hæsti bróðirinn 195 sm., þá hefði hann vaxið þeim öllum yfir höfuð. Hann var þó venjulegt barn við fæðingu og óx með tðlilegum hætti þangað til hann var 12 ára. En næstu 8 árin spíraði hann upp í loftið og 25 ára gamall var hann bú- inn að ná núverandi hæð, 264 sm (tæpl. 9 fet). Aðspurður um kosti og ó- kosti þess að vera svona stór, svaraði Jóhann, að allt hefði sína kosti, en helztu ókostirn- ir væru hve erfitt væri að fá á sig föt, einkum skó. Alla skó fær hann frá Brocton skóverk- smiðjunni í Massachusetts og fótin verður hann líka að láta sauma sérstaklega. Hann k v e ð s t hafa ofur venjulega matarlyst, en bætir því við, að hann borði 3—4 máltíðir á dag. Óþrjótandi matarlyst hans hvarf um leið og hann hætti að vaxa. Jóhann á í mestu vandræð- um með að finna leigubíla, sem hann getur komizt inn í. Fyrir nokkrum vikum varð hann að gefast upp á að stíga inn í einn af árgerðinni 1959 í New York. Loks fann hann þó éinn af gamalli gerð, sem hægt var að opna þakið á. Hann á sjálfur lítinn trukk, sem sérstaklega hefir verið útbúinn fyrir hann, þar eð ekki er nægilegt rúm fyrir fætur hans og höfuð í venju- legum bílum. Fiskar í Florida á veirum Jóhann býr á veturna í sér- staklega útbúnum vagni, sem hann á, í Sarasota í Florida, og eyðir tímanum við fiski- veiðar. Að lokum var Jóhann spurð- ur hvort fólk áræddi nokkurn tíma að áreita hann, svona stóran risa. Hann kinkaði kolli.— Það kemur fyrir, sagði hann. En ég horfi bara yfir kollinn á þeim. ALLT ÁRIÐ FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS Laegri en nokkur önnur AÆTLUNARFLUGFÉLÖG UM REYKJAVfK TIL STÓRA-BRETLANDS — HOLLANDS — NOREGS — SVÍÞJÓÐAR — DANMERKUR — ÞYZKALANDS Á tímabili hinna lægstu fargjalda, lægri en "Economy" far- rými en þó er boðin fyrsta flokks fyrirgreiðsla, ókeypis tvær máltíðir, auk koníaks og náttverðar. Færri farþegar, meira fótrými. Stytzt úthafsflug frá New York. — Aukaafsláttur vegna fjölskylduferða. 30000 FARÞEGAR A ARI LEITIÐ UPPLYSINGA HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNNI ICELANDIClA IHLINES 15 West 47th Street. New York 36 PL 7-858$ Nf* York • Chicago • San Francisco FOR RESERVATIONS CALL OR TELEPHONE Tel. WH 2-8424 P. LAWSON TRAVEL LTD. (Arthur A. Anderson, Mgr.) Aulhorized Agents 247 NOTRE DAME AVE.. WINNIPEG 2. MAN.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.