Lögberg-Heimskringla - 19.11.1959, Blaðsíða 8

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1959, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1959 Úr borg og byggð Þakkarorð Við undirrituð viljum votta innilegt þakklæti til allra þeirra, er studdu okkur og auðsýndu hluttekningu á einn eða annan hátt í veikindum og dauða okkar elskuðu móður, Mrs. Jóhönnu Guðfinnu Gutt- ormsson, er andaðist að heim- ili sínu í Arborg 5. nóv. s. 1. Lilja, Stefán og Báldur Guttormsson ☆ Eftirtektarverð grein eftir Frank Frederickson, fyrrver- andi skautakappa og flugmann og núverandi bæjarráðsmann í Vancouver, birtist í McLeans tímaritinu í fyrri viku. Fjall- ar hún um það æði, sem virð- ist grípa fólk í sambandi við fótboltaleiki, þegar keppt er um gráa bikarinn í Kanada. Kvað hann leikinn að mestu aflraun, sem aðeins stórir og sterkir menn gætu tekið þátt í og að leikurinn krefðist lít- iilar hugsunar af hálfu leik- enda og væri ruddalegur. ☆ „Tea“-samkoma kvenfélags Sambandssafnaðar v e r ð u r haldin í Eaton’s Assembly Hall (ekki í kirkjunni eins og auglýst var) á þriðjudaginn, 1. desember, frá kl. 2 til kl. 4.30. ☆ Miss L ó a Erlendsdóttir, bókavörður við íslenzka bóka- safnið í Manitobaháskóla, lagði aí stað til Islands á föstudag- inn. Hún fór fyrst til New York og ætlaði að vera þar í nokkra daga, en fer svo heim til fólks síns á íslandi og mun dvelja hjá því fram yfir hátíð- arnar. Hún er væntanleg vest- ur um miðjan janúar. ☆ Til áskrifenda blaðsins Nokkrar ávísanir fyrir árs- gjöld hafa verið stílaðar til Wallingford Press Ltd. Það félag prentar blaðið, en hefir ekkert með það að gera að öðru leyti. Áskrifendur eru góðfúslega beðnir að stíla ávís- anir annaðhvort til útgáfufé- lagsins, North American Pub- lishing Co., Ltd. eða til blaðs- ins sjálfs — Lögberg-Heims- kringla, 303 Kennedy St., Winnipeg 2, Man. ☆ Munið eftir BAZAAR kvenfélagsins í Fyrstu lútersku kirkju í kvöld, fimmtudaginn 19. nóvember. Myndasýning Miss Ingibjarg- ar Bjarnason fer fram kl. 8. ☆ Mrs. G u ð r ú n Jakobína Fjeldsted, 83 ára að aldri, er átti heima að 60 Sixth ave., Gimli, lézt að Betel 19. okt. síðastliðinn Hana lifa eigin- maður hennar, Guðmundur; fiórir synir, Andrés, Friðrik, Emil og Ásgeir; tvær dætur, Mrs. Helga Finnson og Mrs. Louisa Johnson; sex barna- börn og einn bróðir, Einar Einarsson. — Séra Kolbeinn Sæmundsson jarðsöng. Selkirk Lutheran Church, Selkirk, Manitoba The Rev. Edward A. Day will conduct an Icelandic wor- ship service in the Lutheran Church, Sunday, November 6, 1959 at 3.00 p.m. ☆ Tilvalin jólagjöf Nú er tími kominn til að hugsa til jólanna og hvernig eigi að gleðja vini og vanda- menn. Lögberg-Heimskringla er tilvalin jólagjöf. ☆ The Annual Meeting of the Vv'omens’ Association of the í'irst Lutheran Church was held Nov. lOth, 1959 with good attendance. Reporting very successful year. The fol- lowing officers elected: Hon. Pres. Mrs. V. J. Ey- lnnds. Pres. Mrs. Wm. Crowe. Vice-President Mrs. J. Ingi- mundson. Sec. Mrs. G. Eby. Treas. Mrs. H. Bjarnason. Cor. Sec. Mrs. P. Goodman. Publicity Mrs. J. Anderson. Membership Mrs. R. Arm- strong. ☆ Jónína Eyjólfson látin Hinn 12. okt. lézt í Wyn- yard landnámskonan Jónína Eyjólfson; hún var fædd á Is- iandi 20. júní 1863 og var því komin hátt á tíræðisaldur. Hún fluttist til Winnipeg 1893 með manni sínum, Paul Eyjólfson, og ári síðar til Park River, Norður-Dakota, þar sem þau stofnuðu heimili. Þeim varð átta barna auðið. Hún missti mann sinn fyrir mörgum ár- um. Árið 1917 ákvað hún að flytja aftur til Kanada og sett- ist þá að, ásamt fjölskyldu sinni, í Wynyard og átti þar heima til æviloka. Jónína heitin var gædd styrkri íslenzkri skapgerð. Hún var þekkt fyrir sjálfstæð- isvilja sinn, orðheldni og festu. hún hvatti böm sín til að ganga menntaveginn og þótt erfitt væri í þá tíð að afla sér menntunar, náðu mörg barna hennar háskólaprófi. Jónína sáluga hafði unun af að vera úti og njóta fegurðar náttúr- unnar, og mátti oft sjá hana á hnjánum við að hlúa að blóm- unum í garðinum. Gamla kon- an varð fyrir því óhappi fyrir nokkru síðan að mjaðmar- brotna, en ekki lét hún það buga sig fremur en annað; hún afþakkaði slík tæki sem hækj- ur eða hjólastól og komst sinha ferða þrátt fyrir það. Þessi merka landnámskona missti mann sinn og þrjá sonu; hana lifa tvær dætur, Laura, Mrs. V. G. Hallgrím- son, og Rúna, Mrs. G. Bene- dictson, í Wynyard; þrír synir, Árni í Wynyard, Theodore í Park River og Julius í Toron- to. Barnabörnin eru 14, barna- barnabörnin 27 og barna- barna-barnabörnin 5. MESSUBOÐ Fyrsta lúterska kirkja Sr. V. J. Eylands, Dr. ThsoL Heimili 686 Banning Street. Sírni SUnset 3-0744. Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f.h. Á íslenzku kl. 7 e.h. Allir ævinlega velkomnir Three Times a Pioneer By Magnús Guðlaugson. Ed- iíed By Hólmfríður Danielson. Second publishing recently completed in mimeographed form, with heavy art paper cover, title, and picture of the author, printed by Walling- ford Press Ltd. This book de- scribes early pioneering in New Iceland, North Dakota, Winnipeg and the Peace Riv- er District. Price, post paid: $2.50. Order from: Mr. M. G. Gudlaugson, 1127 Stayte St., White Rock, B.C., or from: Mrs. H. F. Danielson, 869 Gar- field St., Winnipeg 10, Canada. ☆ The Evening Alliance invite you to their Fall Tea and Bazaar to do your Xmas shopping early. Homecooking and Novelty sale to be held at the Unitarian Church, Sar- gent and Banning Nov. 21st, 1959, from 2 to 5.30 o’clock. ☆ Höfðingleg gjöf lil Betel Á sunnudaginn var Betel- nefndin stödd á Betel. Þar kom til fundar við hana stjórn- arnefnd þjóðræknisdeildarinn- ar á Gimli, sem Mrs. Kristín Thorsteinsson er forseti að; hún kom færandi hendi, Mrs. Thorsteinsson afhenti Dr. P. H. T. Thorlakson, forseta Betel- nefndarinnar, $500.00 frá þjóð- ræknisdeildinni og skyldi því íé varið fyrir eina íbúð á Betel með herbergishúsgögnum fyr- ir tvær manneskjur. Forseti nefndarinnar og féhirðir, Skúli Bachman, þökkuðu þjóðrækn- isnefndinni fyrir þessa góðu og kærkomnu gjöf. LJÓÐASAFN eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson Nýkomið frá íslandi, tvö bindi, 581 bls. Verð $10.00. Til sölu hjá Mrs. Kristín Thorsteins- son, Box 991, Gimli, Manitoba, Canada. Leiðrétting 1 listanum Afmælisgjafir til Höfn, er birtist í síðasta blaði, viljum við gera þessa leiðrétt- ingu. Við listann yfir gjafir, sem gefnar voru í kæra minn- ingu um Mrs. Thordís Sig- mundson, bætist þessi nöfn, sem birt voru á röngum stað: Mrs. Anna Pétursson, Mr. Pét- ur B. Pétursson Rev, og Mrs. P. M. Pétursson, og Mrs. K. O. McKenzie, öll í Winnipeg, $20.00. Norðmenn senda togara á veiðar í Suður-íshafi Hinn 17. október lagði botn- vörpungurinn Tromstal II upp frá Sandafirði — heim- kynni hvalveiðiflotans norska — og er förinni heitið suður í íshaf. Skipinu er ekki ætlað að taka þátt í hvalveiðunum, þótt það fari á sömu slóðir og norsku hvalveiðiflotamir, sem brátt leggja af stað suður á bóginn, heldur á það að gera tilraunir til venjulegra fisk- veiða. Er tilgangurinn að ganga úr skugga um, hvort unnt muni vera að stunda arðsamar veið- ar á smærri fisktegundum á sömu miðum og hvalveiðarn- bv eru stundaðar. Það er hvalveiðifyrirtækið Thor Dahl AS, sem sendir botnvörpunginn þarna suður, því að hvalveiðimenn herma, að þar syðra sé mikið að fá af öðrum fiski, og er nú ætlunin að ganga úr skugga um, hvort þær veiðar geti borgað sig eins og hvalveiðarnar. Notast verður við botnvörpu — að sjálfsögðu, — en auk þess mun skipið hafa með sér reknet og lagnet. Þær fisktegundir, sem veið-j ast þar syðra, eru mönnum í j Noregi ókunnar, en hvalveiði- j menn telja fisk þennan hinn] bezta mat. Einni tegundinni! svipast mjög til þorsks og önn- ur mjög lík makríl. Tromstal, sem er 284 brúttó- lestir og með 14 manna áhöfn, verður 36 daga á veiðisvæðið, ef engin óhöpp koma fyrir. Skipið kemur við í Montevi- deo á leiðinni, til að taka elds- neyti og vistir, og úthaldið við veiðarnar verður jafnlangt og hjá hvalveiðiflotanum. Fiski- íræðingur verður með skip- inu til að gera ýmsar athugan- ir á sjónum og dýralífi úr honum. Vísir, okt. Ástleitni er bezta tveggja manna spilið, sem nokkru sinni hefur verið fundið upp. Tízkufrömuður s a g ð i 1 ræðu: — Ég ráðlegg ykkur, kæru tilheyrendur, að hafa sam- ræmi í fötum ykkar við hára- litinn; brúnt hár brún föt, grátt hár grá föt, o. s. frv. — Hvernig fer þá fyrir mér? hrópaði skelkaður áheyrandi. Kg er sköllóttur. ☆ — Býr hr. Lundgren í þessu húsi? — Nei, en hér býr frú Lund á 3. hæð og hr. Gren nokkur í kjallaranum. — Nú-já, þau eru kannske skilin! ☆ — Ég er v i s s um það, mamma, að hann Georg er ábyggilega sá eini rétti, ég get heyrt, hvernig hjarta hans berst, þegar hann heldur mér í faðmi sínum. — Varaðu þig á því, telpa mín. Faðir þinn gabbaði mig á þennan hátt í heilt ár með gamla vasaúrinu sínu. VIÐ KVIÐSLITI Þjáir kviðslit yður? Fullkomin lækning og vellíðan. Nýjustu að- ferðir. Éngin teygjubönd eða viðj- ar af neinu tagi. Skrifið SMITH MFG. Companý Depl. 234, Preston, Ont. Spurðu læknirinn eða lyfsalanU GARLIC er þér hollur Linar slæma flu- og kvefverki. I aldir hafa miljónir manna notað Garlic sen1 ! heilsubót í trú á kraft hans að lækni og styrkja. Garlic er rótvarnarlyf, er heldur blóðstraumnum hreinum. Maty ir hafa lofað hann fyrir að lina liða taugagigtar verki. Adams Garlk Pearles inuihalda Salicylamide þraut- revnt meðal að lina þrautir. Hi'1 hreina olía dreginn úr öllum laukniirn fiær öllum gæðum hans. Adams Garli‘: Pearles er lyktar- og bragðlausar töfl' ur. Fáið pakka frá lyfsalanum f dag- j hað glcður þig að hafa gert það. ROSE THEATRE SARGENT ot ARLINGTON CHANGE OF PROGRAM EVERY FOUR DAYS Foto-Nite Every Tuesday and Wednesday SPECIAL CHILDREN'S MATINEE Every Saturday —AIR CONDITIONED— Let Allied Upholstery Cleaners Professionally clean your upholstery and Car Interior. Our method is odorless and will restore the original color and beauty to your upholstery. Work done on location. ALL WORK GUARANTEED For Free Estimate PHONE SP. 2-7741

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.