Lögberg-Heimskringla - 04.03.1960, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 04.03.1960, Blaðsíða 3
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1960 S ur F. Danielson, flutti erindi um Island á ensku á samkom- um tveggja félaga í Fort Gar- ry og lagði ýmsum öðrum til efni í erindi um ísland, sem flutt hafa verið í Winnipeg og víðar. Hún undirbjó einnig og sá um þátttöku íslendinga í hinni miklu skrúðsýningu, er hin ýmsu þjóðarbrot í Man- itoba efndu til í sambandi við komu Elízabetar drottningar og Philips prinz til Winnipeg síðastliðið sumar. Hún hefir einnig skrifað greinar um ís- lenzk efni bæði á ensku og ís- lenzku. Starf fjármálaritara, Guð- manns Levy, er eðlilega eink- um falið í bréfaskriftum til deilda og því unnið í kyrrþei, en eigi að síður grundvallar- atriði í viðhaldi sambandsins við deildirnar. Varafjármálaritari, ólafur Hallsson, hefir nú sem áður unnið dyggilega í heimadeild sinni að Lundar, átti sæti í nefndum af félagsins hálfu, og stutt starf þess með öðrum hætti. Skjalavörður, Ragnar Stefánsson, hefir, sérstaklega seinni helming ársins, átt við veikindi að stríða og liggur nú á sjúkrahúsi. Færi vel á því, að þingið sýndi honum góð- hug sinn með viðeigandi hætti, í viðurkenningar- og þakkarskyni fyrir störf hans í þágu félagsins árum saman og hlutdeild hans í félagslífi voru og menningarmálum. Forseti flutti kveðjur af hálfu félagsins á Islendinga- deginum að Gimli, í kveðju- samsæti fyrir séra Ólaf Skúla- son og frú hans að Mountain, í samsæti til heiðurs dr. Valdi- mar J. Eylands og frú háns hér í Winnipeg, á tíu ára afmælishátíð elliheimilisins „Borg“ að Mountain, og í árs- veizlu Icelandic Canadian Club. Enn fremur hélt forseti aðalræðuna við hátíðarguðs- þjónustu í Víkurkirkju að Mountain í tilefni af 15 ára afmæli íslenzka lýðveldisins, er fram fór að öllu leyti á ís- lenzku. Einnig flutti hann tvö útvarpserindi frá stöð ríkis- háskólans í N. Dakotá, hið fyrra í tilefni af afmæli lýð- veldisins, en hið síðara um landnámsferðir norrænna manna; auk þess, einnig á ensku, erindi um íslenzk skáld í Norður-Dakota á ársfundi Félagsins til eflingar norræn- um fræðum (The Society for the 'Advancement of Scandi- navian Study) í Augustana College, Rock Island, Illinois, síðar á árinu þrjá fyrirlestra um íslenzk og norræn efni á þeim skóla, og endur tók þá á Dana College, Blair, Ne- braska, en háskólar þessir eru aðal æðri menntastofnanir Svía og Dana vestan hafs. I nafni félagsins hefir forseti einnig á árinu sent ýmsum fé- lögum og einstaklingum bréf- legar kveðjur; meðal annars sendi hann frú Hólmfríði Pét- Ursson heillaóskir vorar í til- efni af áttræðisafmæli hennar og þakkir fyrir margháttaðan stuðning hennar við málstað félagsins og starf, en öll erum vér jafnframt minnug forystu manns hennar, dr. Rögnvaldar heitins Péturssonar, í þjóð- ræknismálum vorum og þessu félagi áratugum saman. For- seti hefir auk þess á liðnu ári birt ritgerðir um íslenzk efni í blöðum og tímaritum vestan hafs og austan, og á ensku í kanadískum og amerískum tímaritum, sem og í ameríska alfræðiritinu The World Book Encyclopedia. Skal þá vikið að því, sem unnið hefir verið að íslenzku- kennslu og söngfræðslu á ís- lenzku. Prófessor Haraldur Bessason hefir síðan í haust haldið áfram kvöldnámskeiði í íslenzku fyrir fullorðna með sama fyrirkomulagi og í fyrra. Frú Hólmfríður Danielsson hefir einnig aftur í ár kennt nokkrum ungum stúlkum ís- lenzku í heimahúsum með góðum árangri. Af hálfu deild- arinnar að Gimli er haldið áfram að kenna unglingum ís- lenzk ljóð og söngva. Ungl- ingasöngflokkur deildarinnar söng á Islendingadeginum á Gimli í sumar, eins og þeir, sem á hann hlýddu, munu minnast með ánægju. Er þessi fræðslustarfsemi deildarinnar hin athyglisverðasta og þakk- arverð að sama skapi. I sam- bandi við kennslu í íslenzku skal þess getið, að þau pró- fessor Haraldur og frú Hólm- fríður hafa sem milliþinga- nefnd verið að leitast við að undirbúa hentugar lexíur til notkunar við kennsluna. Munu þau skýra þinginu frá, árangri þeirrar viðleitni sinnar. Tengslin og samvinnu- málin við ísland Hugur vor til ættlandsins er fagurlega túlkaður í bréfi, sem Jóhann skáld Sigurjónsson, þá nýkominn til Kaupmanna- hafnar, skrifaði Jóhannesi bróður sínum á Laxamýri haustið 1899, og prentað er í síðasta jólahefti Lesbókar Morgunblaðsins. Skáldið á- varpar bróður sinn í bréfs- byrjun með þessum orðum: „Hugur minn flýgur til fjallanna fögru og fossanna hvítu, en þótt fossar og fjöll laði huga minn heim yfir haf- ið, þá er þó annað, sem dregur hann meir, það eru vinirnir góðu heima á Fróni.“ Það er áreiðanlega þetta, sem um annað fram dregur huga vorn heim um haf; og ánægjulegt er það, hve marg- ir úr vorum hópi gátu látið þann draum sinn rætast á síð- astliðnu sumri. Það yrði of langt mál að telja þá alla upp, þótt verðugt væri, og verð ég því að láta mér nægja að minnast á þá, er fóru þangað sem sérstakir boðsgestir og í opinberum erindum. Nefni ég þá fyrst séra Eric H. Sigmar, forseta Lúterska kirkjufélagsins, er fór til ís- lands í boði íslenzku þjóð- kirkjunnar s e m fulltrúi kirkjufélags síns, til þess að vera viðstaddur og flytja kveðjur við vígslu hins nýja biskups íslands, herra Sigur- bjarnar Einarssonar prófess- ors. Þáverandi biskup, dr. Ás- mundur Guðmundsson, heið- ursfélagi vor, hafði einnig, í nafni íslenzku ríkiskirkjunn- ar, sýnt Þjóðræknisfélaginu þá sæmd að bjóða forseta þess að vera viðstaddur biskups- vígsluna, en anna vegna gat hann eigi þegið það virðingar- boð. Að beiðni hans og sam- eiginlegri ósk stjórnarnefnd- arinnar, sýndi séra Eric félag- inu þá vinsemd að flytja kveðjur þess við biskupsvígsl- una. Skylt er jafnframt að geta þess, að varaforseta fé- lags vors, séra Philip M. Pét- ursson, var einnig boðið að vera fulltrúi Hins Sameinaða Kirkjufélags ísl., nú „The Western Canada Unitarian Conference“, við vígslu Sigur- bjarnar biskups, en gat eigi, fremur en forseti, þegið það ágæta boð. Fyrir hönd félags vors þakka ég séra Eric Sig- mar kveðjuflutning hans af vorri hálfu við vígslu hins nýja biskups heima á ættjörð- inni. Heiðursfélagi vor, frú Jak- obína Johnson skáldkona í Seattle, dvaldi sumarlangt á íslandi í boði vina sinna þar; flutti hún ávarp í íslenzka rík- isútvarpinu og ræður á sam- komum. í sambandi við heim- för hennar, kom út á íslandi safn hinna ágætu ljóðaþýð- inga hennar úr íslenzku á ensku, Norihern Lights, og er það hin ákjósanlegasta gjafa- bók og kynningar um íslenzka ljóðagerð. Annar heiðursfélagi vor og velunnari, Valdimar Björns- son, fjármálaráðherra í Min- nesota, dvaldi ásamt frú sinni á íslandi rúman hálfan mánuð síðastliðið haust í boði Stúdentafélags Reykjavíkur. Flutti hann fyrirlestra á veg- um þess félagsskapar og Is- lenzk-ameríska félagsins bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fjallaði einn fyrirlesturinn um það málið, sem oss er ná- tengdast og ofarlega á dag- skrá hjá oss á þjóðræknisþing- um, um ísland og sambanc vort við það. Þarf ekki að fjölyrða um það, hve sköru- lega hefir þar verið á málun- um haldið, enda voru fyrir- lestrar Valdimars frábærilega vel sóttir og hlutu sambæri- legar undirtektri áheyrenda. Hann ræddi meðal annars um mannaskipti yfir hafið, anda er þar um meginþátt að ræða í samskiptum vorum við heimalandið. Og þegar um það atriði er rætt, minnumst vér sérstaklega prestanna heiman um haf, sem dvalið hafa og dveljast vor á meðal. Með söknuði sáum vér á bak þeim séra Ólafi Skúlasyni og frú Ebbu úr Norður-Dakota- Frh. á bls. 6. Business and Professional Cards ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA í VESTURHEIMI Forsetl: DR. RICHARD BECK 801 Llncoln Drlve, Grand Forks, North Dakota. Styrklð félaglð með þvf að gerast meðllmlr. Ársgjald $2.00 — Tímarlt félagslns frítt. Sendlst tll fjármálarltara: MR. GUÐMANN LEVT, 185 Llndsay Street, Wlnnipeg 9, Manltoba. SELKIRK METAL PRODUCTS Reykháfar, ðruggasta eldsvörn og ávalt hreinir. Hltaeinlngar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl við, heldur hita frfi. aB rjöka öt með reyknum.—Skriftö, stmlð tll KELX.Y SVEINSSON «25 Wall St. Wiimlpei Just North of Portage Ave. SPruoe 4-1884 — SPruce 4-1834 Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dlr. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distrlbutors ot FRESH AND FROZEN FISH 16 Martha St. WHitehall 3-0021 A. S. BARDAL LTD. FUNERAL HOME 843 Sherbrook Street Selur llkklstur og annast um öt- farir. Allur ötbönaður sfl beztl, StofnaB 1894 SPruce 4-7474 PARKER, TALLIN, KRIST- JANSSON, PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOLICITOR8 Ben C. Parker. Q.C. (1910-1951) B. Stuart Parker, Cllve K. Tallln Q.C., A. F. Kristjansson. Hugh B Parker, W. Steward Martin 5th íl. Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WUitehall 2-3561 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Oraln Eachong* Bldg. 147 Lombord Strcet Offtce WHltehaU 2-482» Residence GL 3-1820 SPruce 4-7855 ESTIMATES 7REE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shlngles. Roof repalre, lnstall vents, alumlnum wlndows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-7866 632 Sirncoe St. Winnipeg 3, Mail CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE, Managing Direetor Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Offtce: Bes.: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 Thorvaldson. Eggertson, Saunders & Mauro Barristera and SolicitorM 209 BANK OF NOVA FCOTIA Bldg. Portage and Garry St. WHltehall 2-8201 FRÁ VINl S. A. Thorarinson Barriater and SoUcitor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Offlce WHltehall 2-7051 Residence HU 9-6488 DE GRAVES, EGGERTSON & EGGERTSON Barristers and SoMcitors WILFRED R. DE GRAVES, B.A., LL.B. ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B. 500 Power Buildlng, Portoge ot Voughon, Wlnnipeg 1. PHONE WH 2-3149. Dunwoody* Saul Smitb & Company Chartered Accountantr Winnipeg, Toronio, Vancouver. Ft. William, Kenora, Ft. Fran- ces, Dryden, Alikokan. Oak- ville, Cornwall, Welland. Halldór Sigurðsson & SON LTD. Controctor & Bullder • Office ond Worehouse: 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Res. Ph. SP 2-1272 The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantlc Ave. Phone JU 2-3548 Bookkeeplng — Income Tax Insuranoe Off. SP 2-9509 - SP 2-9500 Res. SP 4-6753 Opposite Moternity Hospital Nell's Flower Shop 700 Notre Dame Wedding Bouquets - Cut Flowert Funerol Designs - Corsages Bedding Plonts S. L. Stefansson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN Dr. ROBERT BLACK SérfraeBingur 1 augna, eyrna, nef og hálssjökdömum. 401 MEDICAL ARTS BIjDG Graham and Kennedy St. Offlce WHitehall 2-3«K1 Residence: HU 9-3794 GUARANTEED WATCH & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Wotches, Diomonds, Rings, Clocks, Silverwore, Chino 884 Sorgent Ave. Ph. SU 3-3170 Investors Syndicate of Canada, Limited H. Brock Smith Manager, Winnipeg Region 280 Broadway Ave. WH 3-0361 SKVR LAKELAND DAIRIES LTD. SELKIRK, MAN. PHONE 3681 At Winnipeg IGA FOOD MARKET

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.