Lögberg-Heimskringla - 04.03.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 04.03.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 4. MARZ 1960 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Editor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr. Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar Bjðrnson Montreal: Prof. Áskell Löve Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed as Second Class Ma|l, Post Offlce Department. Ottaw. Séra INGÞÓR INDRIÐASON, Langruth, Man.: Ræða flutt á Frónsmóti Ekki var ég fyrr stiginn á kanadíska grund en mér var ljóst, að ég var kominn í aðra menningu. Flest var með öðr- um hætti en ég átti að venjast. Margt hafði ég þó séð í kvik- myndum. Eitt hið fyrsta, sem ég tók eftir, þegar ég kom inn í flugstöðina í Toronto, voru tveir svertingjar, sem lagt höfðu undir sig eitt hornið í stórum gangi og fægðu skó vegfarericla. Þetta er bara eitt lítið dæmi. Þessi atvinnugrein er óþekkt á Islandi. Þar fægir hver sína skó. — Nú talaði ég víst af mér. Ég fægi nefnilega aldrei mína skó. Konan mín gerir það. — En hvað ég vildi sagt hafa, heima fægir hver fjölskylda sína skó. Heiðraða samkoma. Það er mér mikill heiður að fá að ávarpa ýkkur hér í kvöld. Mér voru gefnar frjálsar hendur um efnisval og átti þá um tvo kosti að velja. Annars vegar að flytja guðfræðilegt erindi, hins vegar að velja eitthvert efni almenns eðlis. Ég kaus að ræða um daginn og veginn. Ég er reyndar eins og kominn ofan af fjöllum. Ég er ekki búinn að vera nógu lengi hér í Kanada til að þekkja vel til hérlendra málefna, hins vegar er ég búinn að vera nógu lengi að heiman frá Islandi, til að vera kominn út úr því, sem þar er að gerast. Ég er á andlegum eyðisandi sem stendur og sér hvergi til byggða. Helzt gæti ég líklega talað um geimferðir og gervitungl, því að til himins sé ég, eða þá um kalda stríðið, því að blöðin eru óþreytandi að flytja fréttir af slíku og á hverjum degi gefa þau hitastigið í kalda stríðinu. Fyrsti Vestur-íslendingur, sem ég kynntist, var K. N. Ég var ellefu ára snáði norður á Akureyri, þegar mér var gefin ljóðabók K. Ns.: Kviðlingar og kvæði. Ég var enn á þeim aldri, að ég hafði gaman af að klippa út myndir úr blöðum og las aldrei formála að bókum, né heldur gætti að heiti höf- undarins. Ekki var ég neitt sérstaklega ljóðelskur, en las öll ósköp af sögubókum og Indíánasögur voru í miklu dálæti. Mér leikur grunur á, að ég hafi verið súr á svipinn, þegar ég opnaði ljóðabók K. Ns. og þótt þetta þunnur þrettándi, hefi auðvitað búizt við æsandi sögu. En ég man að pabbi las bókina fyrst og hló mikið og það vakti forvitni mína, for- vitni er mér nefnilega í blóð borin eins og öllum öðrum og það í ríkara mæli. Ég las fyrsta erindið: Mín eru ljóð ei merkileg mínir kæru vinir. En oft og tíðum yrki ég öðruvísi en hinir. Ég komst fljótt að raun um, að þetta var engin skreytni. Ég var að komast á unglings aldur og hafði gaman af því, sem var öðruvísi. Ljóðin voru líka auðskilin. Einföld, en þó djúpsæ, gróf stundum, en mannleg. Mér féll vel við K. N. og mér fannst ég þekkja hann. Ekki grunaði mig á þessum árum, að leið mín ætti eftir að liggja til Kanada. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Tvö seinni ár mín í Guðfræðideild Háskóla íslands kenndi séra Haraldur Sigmar yngri við deildina. Af ýmsum ástæðum kynntumst við séra Haraldi mjög vel. Ég var tíður gestur á heimili þeirra hjóna og stend í mikilli þakkarskuld við þau. Ég kenndi börnum þeirra íslenzku og hjálpaði þeim við heimavinnu. Séra Haraldur sagði mér margt um Ameríku og ekki sízt um kirkjulíf hérlendis. Hann vakti hjá mér áhuga fyrir að koma hingað vestur og kynnast kirkjulífi og allri menningu hér handan hafsins. Og nú er ég hingað kominn og búinn að dvelja hér í átta mánuði. Oft hefi ég verið spurður: Hvernig líkar þér nú í þessu landi? Þetta er eðlileg spurning. Greiðugum gestgjafa er annt um að gestinum líði vel. Þótt ég sé aðeins búinn að vera hér þennan stutta tíma, ætla ég að hætta á að spjalla við ykkur um Kanada eins og það kemur mér fyrir sjónir, og þá auðvitað ekki sízt um Vestur-íslendinga, því að þeim hefi ég mest kynnzt. Ég er ekki sérlega víðförull maður, hefi verið á Englandi í tvær vikur og álíka í Bandaríkjunum. Ég hlýt því að nota ættland mitt sem mælikvarða, engu verður lýst nema með hliðsjón af því, sem maður þekkir. Greinilega er mikill munur á menningu Kanadamanna og Bandaríkjamanna, en sá mun- úr er hverfandi hjá þeim mun, sem er á íslendingum og Kanadamönnum. Að segja að íslendingar og Kanadamenn séu líkir, er yfirborðslegt að mínum dómi. Þeir eru ekki líkir að öðru leyti en allir menn eru líkir. Hugsunarhátt- ur manna hér er allur annar og öll viðhorf. Þetta er ákaf- lega eðlilegt. Saga þjóðanna og reynsla er ákaflega ólík og löndin, sem þær byggja, eru enn ólíkari. Vestur-Islending- ar hafa auðvitað sérstöðu. Þeir eru að því er mér finnst merkilega íslenzkir að mörgu leyti, en hins vegar bera þeir glögg merki þeirrar menning- ar, sem þeir búa við. Kanada er deigla, hér mætast menn- ingaráhrif frá ýmsum álfum. Samt finnst mér að Kanada sé komið yfir gelgjuskeiðið og unnt sé að tala um kanadíska menningu. Kanadísk menning er ný menning. Hún er ekki ensk, ekki frönsk og enn síður íslenzk, hún er kanadísk. Ég held, að með fastheldni sinni við íslenzkan menningararf s t y r k i Vestur-íslendingar kanadíska menningu. Ástæð- an er ekki sú, að íslenzk menn- ing sé öðrum betri, heldur hitt, að hið góða geymist bet- ur en hið illa. Það sem er gott og virðingarvert er lengur í minnum haft heldur en það, sem illt er. Eða er ekki þjóð- ræknisfélag líklegra til að hlú að því, sem er gott í þeim arfi, sem feðurnir hafa látið þeim eftir? Vegna skammsýni okkar mannanna, þá sjáum við oft betur eftir á, hvað var rétt og hvað voru mistök. Ég þekki ekki mikið til Þjóð- ræknisfélags ykkar Vestur- Islendinga, en ég veit, að þið eruð ekki að halda á lofti mis- tökum og illvirkjum forfeðra ykkar, heldur því sem bezt og sannast var í fari hinnar ís- lenzku þjóðar. Það hlýtur að vera fengur hverju þjóðfélagi að eiga slíka þegna. Varð- veizla hins bezta úr íslenzkri menningu mun einnig stuðla að því, að þið tileinkið ykkur hið bezta úr þeirri nýju menn- ingu, sem þið búið við. Sá, sem alinn er upp við hið bezta, verður vandlátur og kýs hið bezta. Mín niðurstaða er því sú, að þið gerið vel ykkar nýja föðurlandi, hvort sem þið bú- ið í Kanada eða Bandaríkjun- um, með því að hlú að hinum íslenzka arfi. En tvær hliðar eru á þessu máli. Ég hefi orðið þess var, að sumir hér sjá Island í ljóma fjarlægðarinnar. Allt, sem ís- lenzkt heitir, er gott, allt ann- að er einskis virði. Islenzk tunga er öðrum tungum helg- ari og betri og Guðs orð er bara til á íslenzku. Þeir, sem þannig hugsa, eiga um tvo kosti að velja. Þeir hafa litið við. Þeir verða annað hvort að snúa aftur eða verða að slatstólpa. Það, sem íslenzkt er, er gott íslendingum, ís- lenzk tunga er auðvitað helg- ari Islendingum en önnur mál, a fþví að hún er þeirra móð- urmál, en það er fáránlegt að álykta út frá því, að íslenzka sé öðrum málum æðri. Rétt eins og ekki sé unnt að tjá ást né bæn til Guðs á fleiri tungu- málum. Það eru fleiri hjörtu en íslenzk, sem geta fundið til. Við getum virt það, sem ís- lenzkt er án þess að vanvirða það, sem ekki er íslenzkt. Og í raun og veru vanvirðum við Island og það, sem bezt er í fari íslendinga, með því að vanvirða menningu og tungu annarra og ekki sízt þeirrar þjóðar, sem við lifum og hrær- umst með. Samkvæmt þessu lít ég svo á, að þeim mun sann- ari Kanadamaður eða þeim mun sannari Bandaríkjamað- ur, því sannari Vestur-íslend- ingur og því þjóðræknari og betri fulltrúi íslenzkra erfða. Sá, sem skammast sín fyrir að vera Kanadamaður, á í raun og veru ekki skilið að njóta gæða þessa lands, heldur ætti að senda hann til íslands inn- an sex mánaða. Já, sannarlega eru ísland og Kanada ólík lönd. Veðrátta á íslandi má heita algjör and- stæða þess, sem er hér í Mani- toba. Ef ég mætti kjósa, þá vildi ég búa við sumarið í Manitoba, að undanteknum þeim dögum, sem hitinn fer yfir 90 stig, en íslenzka vetur- inn vildi ég fremur. Veðrið er oft dásamlegt hér og mikið sólskin, en mér finnst of kalt og svo sakna ég veðrabrigðanna að heiman. Stundum liggur mér við að óska eftir ærlegu roki, en það hefir ekki komið hér síðan ég kom. Oft fékk ég nóg af rign- ingu og roki heima, en nú sakna ég þess. Svona er mann- skepnan. Bandaríkjamenn bú- settir á íslandi töluðu um „horizontal rain“. Ég man að mér þótti þetta undarleg hug- mynd, en nú skil ég það, því að hér rignir lóðrétt eða næst- um lóðrétt. Heima á íslandi fylgir oft mikið hvassviðri rigningu, og eru þá regnhlífar að litlu gagni, því að það rign- ir næstum lárétt. Er ekki von að okkur finnist kalt hér, með- alhiti í Reykjavík í janúar er 30 stig. Nóg um það vinsæla umræðuefni, veðrið. Og nú er ég að hugsa um að hætta mér út á hið hála svell stjórnmálanna. — Hér sem endranær er erfitt að bera saman, vegna þess hve dverg- vaxið íslenzka þjóðfélagið er. Munur er áberandi á hérlendu stjórnarfari og stjórnmálum og því sem ég á að venjast. 1 fyrsta lagi virðast stjórnmál ekki vera jafn samofin dag- legu lífi manna hér og á ís- landi. Ég hygg, að ein aðal- ástæðan fyrir þessu sé, að hér eru stjórnarvöldin svo fjar- læg, þjóðfélagið stærra. Hér er meðal manni ofætlun að fylgj- ast með öllu, sem er að gerast á sviði stjórnmálanna, en heima getur meðal maður haft sæmilega yfirsýn. Sjálfstæðis- barátta íslendinga og vakning þjóðarinnar á ef til vill stóran þátt í stjórnmálaáhuga Islend- inga. Sá maður á íslandi, sem ekki er áhugasamur um stjórnmál, þykir hálfgert and- legt viðrini. I öðru lagi eru íslendingar mun meira til vinstri í stjórn- málum og frjálslyndari og að mér finnst meiri framfara- sinnar en hér gerist. Á ís- landi myndi ég teljast til hægri sinnaðra manna, en hér til vinstri sinnaðra. I þriðja lagi, hér eru afskipti stjórnarvaldanna mun minni en á Islandi. Hér er meiri Frh. bls. 7. APPROVED BY Prjónaðar í tvennu lagi. innra lagið snúið við, svo fótur þinn er við mjúku hliðina á efninu. Mjög notalegll P A T E N T E D 2-SOLE SOCKS

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.