Lögberg-Heimskringla - 17.03.1960, Blaðsíða 3

Lögberg-Heimskringla - 17.03.1960, Blaðsíða 3
íslands djarfasti sonur Framhald frá 25. febrúar En aldrei var þó meiri reisn yfir Jóni biskupi en síðustu ár ævi hans, eftir andlát Gissurar biskups Einarssonar, þegar hann reið um landið eins og herkonungur með sveitir mörg hundruð manna, búnar björtum geirum, í fylgd með sínum glæsilegu sonum og bauð konungsvaldinu og post- ulum lúterskunnar byrginn og skipaði lögum og lofum eftir geðþótta. Þá er eins og hann sé ölv- aður af ofurhug. Þó að hann sé útlægur gerr af Danakon- ungi, hvarflar ekki að honum ótti. Knúinn áfram af innra mætti sannfæringar sinnar fer hann sína örlagabraut kankvís og með einhverju æðra á- hyggjuleysi, sem minnir á Júlíus Cæsar, er hann gekk út í opinn dauðann. Hann er magnaður guðmóði þess manns, sem hiklaust fylg- ir samvizku sinni, án þess þó að hjá honum verði vart nokk- urs ofstækis. Og aldrei var hann þó meiri en á dauða- stundinni. „Kvaddi hann fólk með kæti,“ segir séra Oddur Halldórsson, sem verið hefir viðstaddur aftökuna. Og síðan bætir hann við: Hélt á helgum krossi herrann prýddur hnossi, fór með flýti og greizlu fagnandi sem til veizlu. Biskup blessar alla, en bragnar á kné falla. — Leit ég hans líka varla. Þegar þess er gætt, að þarna var Jón staddur í flokki and- stæðinga sinna, hefir þessi áhrifamikla lýsing tvöfalt gildi. Svo er jafnvel sagt, að óvinir hans glúpnuðu á síð- ustu stundu og byðu honum líf, sem hann ekki þáði. Þann- ig deyja sigurvegarar. legum gripum eins og altaris- bríkinni miklu, sem enn er í úrkjunni, gullkaleiknum, sem stóð 9 merkur, og biskupskáp- unni fögru, sem bar af öllum messuklæðum, er menn höfðu áður séð. En jafnhliða þessum stór- brotna höfðingskap, var hann í aðra röndina allra manna al jýðlegastur, jafnan hress og glaður með gamanyrði á vör um. Hann var að sjálfsögðu örgeðja og tilfinninganæmur, eins og skáldum er títt, og hélt fast á hlut sínum í því, er hann taldi rétt, en var hrein- lundaður og undirhyggjulaus. Óvinum sínum var hann aldr- ei grimmur, heldur mildur og sáttfús, ef þeir gengu honum til handa. Páll Eggert Ólason gefur Jóni þann vitnisburð, að hann hafi verið vægur valda- maður, hvort heldur um var að ræða biskupsstjórn hans eða veraldarvöld, og gengi hann aldrei hart að mönnum um sakferli. Eða sá styrkur af stóru sveina haldi, er stendur sálin nökt í fjandans valdi? Reisn hans sjálfs var svo mikil, að hann hafði hreina andstyggð á allri sýndar- mennsku, og gægist þetta út úr hverri gamanvísu hans. Er það hugsanlegt, að slíkur maður gæti verið valdasjúk- ur eða metorðagjarn í eigin- legri merkingu þess orðs? Höfðingleg skapgerð Engin líkindi eru til, að Jón biskup næði á svo skömmum tíma jafnmiklum mannafor- ráðum og lýðhylli, nema hann hafi auk óvenjulegra vits- muna sinna haft skapgerð og persónuleika, sem heillaði aðra menn. Að ytra útliti er honum þannig lýst, að hann hafi verið mikill maður vexti, karlmenni að burðum og hinn fyrirmannlegasti í framgöngu. Segir Björn á Skarðsá, að hann hafi verið höfðingi mik ill, vel geðþekkur mönnum, um, málfærisgóður og mikið skáldmenni. Með höfðingja- nafninu á hann við stórkost- lega gjafmildi hans, sem Ólaf- nr Tómasson lýsir af miklum kunnugleik. Sumum gaf hann jarðir, öðrum hesta, lét skipta jarðarverði milli fátækra á ári hverju og hélt stórveizlur á staðnum, einkum um jól, til að gleðja vini sína. Hóladóm- kirkju prýddi hann með veg- .Dreissið digra" Menn hefir greint á, hvaða hvatir Jóni biskupi hafi geng- ið til þeirra stórræða, sem hann stóð í um sína daga, og hafa dómar fallið á ýmsan veg. Sumir hafa talið, að það hafi verið valdagræðgi ein og ráð- ríki, aðrir ógirnd fjár, og enn aðrir vandlæti vegna kaþ- ólskrar trúar. Ég held, að ekk- ert af þessu sé rétt. Þó að hann væri lengst ævi sinnar kafinn í fjársýslu, embættum og trúmálastríði, getur engum dulizt, sem fer að gaumgæfa sögu hans, að hann er jafnframt undarlega óháður þessu öllu og yfir það hafinn. Páll Eggert hefir þegar svar- að að nokkru ásökuninni um valdagirnd. Enginn valda- sjúkur maður beitir valdinu með vægð. Honum er unun að láta aðra kenna á valdi sínu. Annar vitnisburður er enn öruggari, sem Jóni gengur í vil. Það er glettni hans og gamankviðlingar um sjálfan sig. Valdagráðugir menn eru hátíðlegir og taka sjálfa sig alvarlega, og á þessari öld var enn þá meiri munur á yfir- mönnum og undirgefnum en nú tíðkast. Það, sem athyglisverðast er um gamankviðlinga Jóns, er hið frábæra hégómaleysi, er þeir bera vitni um. Það sést líka af trúarkvæðum Jóns, hve innilega hann fyrirlítur dreissið digra, dramb og hvers kyns læti höfðingjanna, sem farið höfðu með yfirgangi og standa höll- um fæti í dóminum: þjóðræknisfélag íslendinga í vesturheimi Forseti: DR. RICHARD BECK 801 Llncoln Drlve. Grand Forka. North Dakota. Styrkið íélagið með því að gerast meðlimir. Arsgjald $2.00 — Tímarit félagslna frítt. Sendist til fjármálaritara: MR. GUÐMANN DEVT, 185 Llndsay Street, Wlnnipeg 9, Manltoba. Auðsöfnun Auðsöfnun hans var að vísu nokkur, en ekki getur hún tal- izt óeðlilega mikil. í Sigurðar- registri er talið, að fé það, er erfingjum Jóns féll til skipta, hafi numið 280 hundruðum hundraða, eða sem svaraði 6—7 dágóðum jörðum og 98 kúgildi að auki, og getur þetta ekki kallazt óhófleg auðsöfn- un af manni, sem fyrst hafði árum saman veitingu fyrir tekjuháum prestaköllum, síð- an biskupstekjur um aldar fjórðung (biskupstíund ein er áætluð að hafa numið 70 hundr. á landvísu á ári) og innheimtulaun af konungs- tekjum í a. m. k. tveim sýs um auk tekna af hirðstjóra- embætti. Þess ber þó að geta, að efa- laust hefir hann þá verið bú- inn að afhenda börnum sínum allmikla fjármuni, auk þess sem hann hafði ákveðið, að Hóladómkirkja skyldi að minnsta kosti fá fjórða hluta eigna sinna. Ekki verður það séð af þeim jarðaskiptum, er hann hafði við Hólakirkju, að hann hafi hagnazt af þeim viðskiptum, enda auðgaðist Hólastóll verulega á biskups- árum hans, einkum af lausafé. Engin ástæða er heldur til að ætla, að það hafi stafað af nokkurri harðdrægni eða á- sælni af hendi Jóns biskups. Svo mikið jarðagóss átti stóll- inn, að hann hlaut að safna fé, nema sérlega óhöndulega væri með það farið, og auðvitað skorti Jón ekki hagsýni frem- ur en nokkra vitsrhuni aðra. En að hann hafi gengið lengra í þeim efnum en lög og lands venja var, hygg ég fráleitt. Helzt hafa málaferlin út af Bjarnaneseignum verið feng- in honum til lýta, en þau voru arfur frá fyrirrennara hans. En Jón hefir efalaust talið sig hafa þar lög að mæla, og þess vegna þótt minnkun og enda embættisvanræksla að heimta ekki sakarfé kirkjunnar. Slík mál má ekki dæma eftir rétt- arvitund nútímans. SELKIRK METAL PRODUCTS RoykhAfar, öruggasta eldsvörn. og ftvalt hrelnlr. Hltaelningar- rör, ný uppfyndlng. Sparar eldl- vlC, heldur hita frá. aö rjflka flt meö reyknum.—Skrifiö, simiC tll KELX.Y SVEINSSON «25 Wall St. Wlnnipe* just North of Portage Ave. SPruco 4-1634 — SPruœ 4-1634 A. S. BARDAL LTD funeral home 843 Sherbrook Street Selur Hkklstur og annast um flt- farir. Allur OtbönaCur sá beztt 8tofnaC 1894 SPruce 4-7474 P. T. Guttormsson BARRISTER, SOLICITOR, NOTARY PUBLIC 474 Groln E**hon9« BWg. 147 Lombord Streot Offtce WHitehall 2-482» Residence GL 3-1820 SPruce 4-7855 ESTIMATES FREE J. M. Ingimundson Reroof Aphalt Shingles. Roof repaire, lnstall vents. alumlnum wlndows, doors. J. Ingimundson. SPruce 4-78B5 632 Siincoe St. Winnipeg 3, Man Hvar er nú heiftarhugurinn yðar kaldi, er höfðuð þér með stóru peningagjaldi? Foringinn Jón Arason var ekki aðeins valdamesti maður landsins sinni öld, heldur jafnframt forystumaður á mörgum svið- um. Til dæmis hóf hann að láta vinna brennistein til út- flutnings. Annað er þó merkilegra. Hann var brautryðjandi í sögu prentlistarinnar hér á landi. Thorvaldson, Eggertson. Saunders & Mauro Barristers and Solicitor* 209 BANK OF NOVA F.COTIA Bldg Portage and Garry St. WHltehall 2-8291 S. A. Thorarinson Barrlster and Bolicttor 2nd Floor Crown Trust Bldg. 364 MAIN ST. Offlce WHitehall 2-7051 Residence HU 9-6488 Dunwoody Saul Smith & Company Chartered Accountants Winnipeg, Toronto, Vancouver, Ft. William, Kenora, Ft. Fran- ces. Dryden, Alikokan, Oak- ville, Cornwall, Welland. The Business Clinic Anna Larusson Office at 207 Atlantic Ave. Phone JU 2-8548 Bookkecplng — lncome Tax Insuranoe Minnist BETEL í erfðaskróm yðar G. F. Jonasson, Pres. & Man. DlP. Keystone Fisheries Limited Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH 16 Martha St. WHltehall 2-0021 parker. tallin, krist- JANSSON. PARKER AND MARTIN BARRISTERS — SOL.ICITOR8 Ben C. Parker, Q.C. (1910-1951) „ _ B Stuart Parker. CUve K. Tallln. QC A. F. Kristjansson. Hugh B W parker W. Steward Martln 5th fl Canadian Bank of Commerce Building, 389 Main Street Winnipeg 2, Man. WHitehaU 2-3581 CANADIAN FISH PRODUCERS LTD. J. H. PAGE. Managing Dlrector Wholesale Distrlbutors of Fresh and Frozen Fish 311 CHAMBERS STREET Office: _ ®e*i: SPruce 4-7451 SPruce 2-3917 FRÁ VINI DE GRAVES, EGGERTSON & EGGERTSON Barristers and Sollcltors WILFRED R. DE GRAVES, B.A., LL.B. ERLINGUR K. EGGERTSON, B.A., LL.B. GUNNAR O. EGGERTSON, B.A., LL.B. 500 Power Buildlng, Poftoge «t Voughan, Winnlpeg 1. PHONE WH 2-3149. Dr. ROBERT BLACK SérfrseCingur I augna, eyrna, nef og hfllssjúkdömum. 401 MEDICAL AHT8 BLiDG. Graham and Kenncdy St. Offlce WHitehall 2-38B1 Residence: HU 9-3794 Halldór Sigurðsson & SON LTD. Controctor & Bullder • Office ond Warehouse: 1410 ERIN ST. Ph. SP 2-6860 Res. Ph. SP 2-1272 Off. SP 2-9509 - SP 2-9500 Res. SP 4-6753 Opposite Maternity Hospltol Nell's Flower Shop 700 Nolre Dame Wedding Bouquets - Cut Flowers Funerol Designs - Corsoges Bedding Plonts S. L. Stefansson — JU. 6-7229 Mrs. Albert J. Johnson ICELANDIC SPOKEN GUARANTEED WATCH & CLOCK REPAIRS SARGENT JEWELLERS H. NEUFELD, Prop. Wotches, Diamonds, Rings, Clocks, Silverwore, China 884 Sorgent Ave. Ph. SU 3-3170 Bækur þær, sem Jón Matt- híasson sænski prentaði á veg- um Jóns, munu nú að vísu allar glataðar og ef til vill mest fyrir ofstæki siðskipta- manna, en þó tókst Árna Frh. bls. 7. Invesiors Syndicaie of Canada, Limiied H. Brock Smilh Manager, Winnipeg Region 280 Broadway Ave. WH 3-0361

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.