Lögberg-Heimskringla - 17.03.1960, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 17.03.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1960 5 Sigurjón Markússon fyrrv sýslumaður — kveðja Sigurjón Markússon fyrrv. sýslumaður lézt þ. 10. nóv. s. 1. eftir stutta legu, áttræður að aldri. Hann var fæddur í Reykja- vík 27. ágúst 1879, einkasonur hinna kunnu merkishjóna Markúsar F. Bjarnasonar skólastjóra Stýrimannaskól- ans og frú Bjargar Jónsdótt- ur konu hans. Með honum er genginn einn sérstæðasti persónuleiki, sem ég hef. Þekkt. Hann var gæddur frábærum músíkhæfi- leikum og lærði ungur að leika á slaghörpu og gerði það svo að unun var á að hlýða allt til elli. En þá var öldin önnur og listrænar gáfur ekki á setj- andi — og er það gamla sagan um íslenzka afburðahæfileika. Svo sem hann átti kyn til að rekja, felldi hann ungur ást til hafsins, og mun það ætíð hafa staðið næst hjarta- hans að verða skipstjóri og enn munu þeir til í Breiðafirði, sem muna hve ágætlega hon- um fórst að aka seglum gegn- um brim og boða vestur þar. Þessir voru tveir eðlisþættir hans og báðir sterkir. Því er mér eigi grunlaust, að hann hafi alla ævi borið þess nokkr- ar menjar, að hann fékk eigi að njóta þeirra. En enginn má sköpun renna, og leið hans lá eins og fleiri gáfumanna til Kaupmanna- hafnar til laganáms, og lauk hann þar prófi með góðum vitnisburði. Síðan tók við langur embættisferill — fyrst sem fulltrúi hjá bæjarfógeta í Reykjavík, síðan sýslumanns- embætti í Snæfells- og Hnappadalssýslum, Skafta- fells- og Suður-Múlasýslu og að lokum fulltrúastarf hjá f j árm álaráðuney tinu. Það var ekki fyrr en á ár- inu 1934 að ég kynntist Sigur- jóni, og man ég enn hve mér varð starsýnt á hann vegna glæsimennsku hans. Hann var í mínum augum hinn full- komni aristókrat, allt í senn virðulegur, gáfaður og bar með sér menningu heimsborg- raans. Þessir persónutöfrar Sigurjóns voru ómótstæðilegir og seiddu til sín fjölmarga og næsta ólíka menn, og nutum við þess unglingarnir að hlusta á þá ræða um daginn °g vegin og gátuna miklu frá ótal hliðum og sjónarmiðum. Sjálfur var húsbóndinn bæði rökfimur og lítillátur í senn, °g kunni manna bezt þá kur- teisi að hlusta á skoðanir ann- arra. Þó var skapið mikið — en hann þurfti aldrei að grípa til persónuníðs eða stóryrða '— en hélt þó sínum hlut. Sig- urjón var ágæta vel að sér í frakkneskri tungu og kenndi hana árum saman, og hlaut fyrir nokkrum árum heiðurs- tuerki frá franska ríkinu fyrir framlag sitt í þágu frakkn- eskrar tungu og menningar á íslandi. Það verður ekki skil- ist svo við þetta greinarkorn, að ekki sé minnzt á það, sem varð Sigurjóni til mestrar gæfu í lífinu, en það er eigin- kona hans, Sigríður Björns- dóttir, sem stóð eins og bjarg með honum alla ævi og hagg- aðist hvergi þó veður gerðust válynd á stundum. Gestrisni hef ég hvergi þekkt meiri en á heimili þeirra hjóna, og fyrir hana getum við aldrei fullþakkað, sem nutum. Aili Már Mbl., 17. nóv. 1959 Systkini frú Sigríðar og frændsystkini Sigurjóns hér vestra eru Ólafur Björnson, forstjóri hjá Nesbitt Thomson & Co. Ltd. í Winnipeg og syst- urnar Mrs. Sveinsína Berg og Mrs. Jensína Sagen, báðar í Tacoma, Wash. Svipmyndir á ferð .... Frá bls. 4. hvern bæinn og fylgjumst með vinnunni úti og inni: I Ein þeirra vatt og önnur spann, iðnin hvatti vefarann. Þá var glatt í góðum rann, gæfan spratt við arinn þann. Breiða fyrst á firðinum fékk ég vist á bátunum hjá afla- þyrstum, þrekmiklum þrauta- og listaformönnum. — Eyjarn- ar svífa dúnléttar á lygnum firðinum, grænar eða hvít- flekkóttar af æðafugli. Við komum til Vesturlands norðar. Séra Einar Sturlaugs- son prófastur var á Patreks- firði og mælti: : Er mér skolar upp á land aldan hinzta sinni. Vona ég að Vesturland vöggu skýli minni. Málmar í fjöllum, mjög verðmætir, sem boða glæsi- lega framtíð mikils mann- fjölda. Blágrýtisfjöll, ímynd styrkleikans, stundum úfin og grett. Gróðurlítið, en lífið hef- ir þó sigrað kaldan steininn, því alls staðar eru syllurnar yfirbreiddar, þaktar grænu grasi. Margur sælureitur fyr- ir sauðkindina. Norðurland. — Skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn, fagurgjörður. Bragi ljóða,laga- vörður, ljá mér orku, snilld og skjól. Kenn mér andans óró stilla. Ótal sjónir, ginna, villa, dilla, blinda, töfra, trylla, truflar augað máttug sól. — Hvar skal byrja, hvar skal standa? Hátt til fjalla, lágt til stranda? Bragi leysir brátt úr vanda, bendir mér á Tinda- stól. — Svona hefst kvæði eft- ir Matthías Jochumsson, hið mikla lárviðarskáld, og er það í raun og veru, þó að stað- bundið sé í Skagafirði, dýr6- aróður um gjörvallt Norður- land og ísland allt. Einar Benediktsson mælti: Ásbyrgi, prýðin vors prúða lands, perlan í straumanna festi, frjótt eins og óðal hins fyrsta manns, fléttar hér blómin í hamranna krans. Strandbergin kveðjunni kasta á gest, krýnd eins og járn undan hesti. — Áður en ég vígðist til ævistarfs míns, fór ég um allar byggðir Islands, hringferð um landið. Kom þá í Ásbyrgi og var þar fagur ungmennafélagshópur undir forustu bræðranna Þórarins Víkings forstjóra og séra Sveins Víkings. — Fluttar voru þar ý m s a r fagrar ræður og söngur íslenzkrar vormenningar ómaði. Eignað- ist ég þar eina stærstu fegurð- arnautnarstund ævinnar. — Æskan ljúf og létt og hress og hugsjónarík. Sólin speglaðist í fögru stöðu- vatni inni í ihiðju byrginu, og sól stafaði þannig, að kletta- borgin var gullbrydd, hamar- inn umhverfis byrgið að ofan og innan lagður sólspöng. Hví- lík töfradýrð. — En allar hug- sjónir, sem brunnu í brjósti þessara eldmóðsvopnuðu Is- lendinga hafa rætzt, og vér vonum og trúum og vitum, að svo munu og rætast beztu vonir í brjósti þegna fjallkon- unnar um langa, bjarta fram- tíð. Austurland. — Fallegir litir í fjöllum. Lagarfljót djúpt og lygnt. Skógurinn hinn mesti, sem ísland á, speglar sig í lygnu Lagarfljóti. í umgetinni ferð minni um ísland kom ég meðal annars í Almannaskarð. Þar er töfraútsýni, aldrei hef ég á ferðalagi séð fegurri sýn. Þ^ð væri helzt fyrir andans augum, er ég horfi til Islands frá Veturheimi. Hinn heiti blær ættjarðar- ástar yðar, hinn heiti blær, sem til hjartans nær, birtir oss ísland í fegursta ham- ingjubúningi fjallkonunnar. Island þig elskum vér alla vora daga, byggð vor við brjóst þitt er, brauð og líf og saga, blikeldar braga. Brýnir lífið frost og glóð. Heimilis- haga hér gaf Drottinn vorri þjóð. Hér blessast heitt og kalt. Hér er oss frjálsast allt. Faðmi þig himinn fagurblár fósturland vort í þúsund ár. (Þættir úr erindi, skrásett eftir minni á fjörutíu ára kandídatsafmæli, 13. febrúar 1960.) Winnipeg, 686 Banning St., Kanada, Halldór Kolbeins Kóngur skrifar kóngi Þeir, sem heyra og lesa þær tilkynningar, sem fara á milli ríkja á þessari öld (sbr. mót- mælaorðsendingar Islendinga til Breta), hafa kannske gam- an af að heyra pistla, sem orð- aðir eru hressilega. Hér kem- ur hluti af bréfi, sem Kristján fjórði Danakonungur (1577— 1648) ritaði Karli níunda Svía- konungi: „Þetta ósæmilega og ósvífna bréf þitt hefir nú verið afhent oss af sendiboðanum. Vér get- um fundið, hve hitinn í ágúst hefir haft óheppileg áhrif á heilann í þér. Þú segir, að vér höfum rofið Stettínarfriðinn, en það er bláber lygi. Það er einnig lygi, að vér höfum unnið Kalmar með svikum. Þú ættir heldur að skammast þín fyrir að láta taka borgina þarna rétt við nefbroddinn á þér. Hvað hólmgöngu okkar viðvíkur, þá er hún óþörf, því að Guð hefir þegar fellt þig í duftið. Þú þarfnast nú aðeins læknis, sem getur haft umsjón með sjúkum heila. Þú ættir að skammast þín, gamli hálf- viti, að ráðast svona á heiðar- legan mann, en það hefirðu vafalaust lært af gömlu þvottakerlingunum, sem ekki geta varið sig nema með kjaft- inum. Christian Rex.“ ALLT ÁRID LJEGSTU FLUGGJÖLD TIL ÍSLANDS LÆGRI EN NOKKURT ANNAÐ ÁÆTLUNAR- FLUGFÉLAG Frá New York um ísland til STÓRA-BRETLANDS • HOLLANDS • NOREGS • SVÍÞJÓÐAR • DANMERK- UR • ÞÝZKALANDS • FINNLANDS • LUXEM- BORGAR Fargjöld ICELANDIC AIRLINES eru lægst fluggjalda allra áætlunarflug- félaga Atlantshafsferðanna, lægst all- an ársins hring ... lægst allra flugfar- rýma (Deluxe, Tourist eða Economy) . . . að ógleymdum kostakjörum „fjöl- skylduferða“ IAL frá 15. maí. Með lægri fargjöldum en „Economy“ bjóða ICELANDIC AIRLINES fyrsta flokks fyrirgreiðslu . .. tvær ágætar máltíðar, að ógleymdu koníaki, allt ókeypis. Færri farþegar, meira fót- rými. Stytztu áfangar yfir úthafi'frá New York ... aldrei meira en 400 míl- ur frá flugvelli. UPPLÝSINGAR I ÖLLUM FERÐA- SKRIFSTOFUM ICELANDICl AIRLINES '•'W'M f I 15 WEST 47TH ST„ NEW YORK 36, Pl 7-8585 NEW YORK • CHICAGO • SAN FRANCISCO FOR RESERVATIONS CALL OR TELEPHONE Tel. WH 2-8424 P. LAWSON TRAVEL LTD. (Arthur A. Anderson, Mgr.) Aulhorized Agents 247 NOTRE DAME AVE., WINNIPEG 2. MAN.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.