Lögberg-Heimskringla - 05.05.1960, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 05.05.1960, Blaðsíða 1
Högberg - ftetmsímngla Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 74. ÁHGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 5. MAÍ 1960 NÚMER 18 Half-tíræður Gamalíel Thorleifsson Á sumardaginn fyrsta, þ. 21. apríl síðastlíðinn, varð hálf-níræður hinn góðkunni merkismaður, landnámsbónd- inn Gamalíel Thorleifsson að Garðar, Norður-Dakota. Börn hans efndu til mannfagnaðar á heimili hans á afmælisdag- inn honum til heiðurs, og heimsótti hann fjöldi ætt- ingja og vina, til þess að sam- fagna honum með þennan fá- gæta áfanga á lífsins leið og votta honum ástúð sína, virð- ingu og þökk. I þeim hópi voru íslenzku prestshjónin þar í byggðinni, séra Hjalti Guð- niundsson og frú, og dóttir þeirra. Er presturinn, eins og kunnugt er, ágætur söngmað- nr og leikur einnig vel á píanó, og söng hann við þetta tækifæri ýmsa ísl. söngva, öllum viðstöddum til mikill- ar ánægju, ekki sízt afmælis- barninu, sem var sjálfur agætur söngmaður á sinni tíð, gæddur hreimmikilli og djúpri bassarödd. Virðist sú guðsgáfa ætla að haldast í ^ettinni, því að hún hefir kom- ið ríkulega fram bæði hjá hörnum Gamalíels og barna- börnum. Sá, sem þetta ritar, harmar það einlæglega, að hann gat eigi tekið þátt í þess- um ánægjulega og minnis- stæða afmælisfagnaði forn- vini hans til heiðurs. En ég talaði við hann í síma á af- ^nælisdaginn, og var það blátt afram hressandi að heyra rödd hins lífsglaða öldungs í símanum. Er það öllum ættingjum hans og vinum óblandið ánægjuefni, hve ern hann er eftir aldri. Hann heldur lík- amskröftum sínum merkilega vel, les enn gleraugnalaust; °g gildir hið sama um andans krafta hans. Hann fylgist vel með tímanum og les mikið sem fyrri, enda hefir hann alla öaga verið maður sérstaklega hókelskur og fróðleiksgjarn. í fáum órðum sagt: Agætur merkismaður fulltrúi sjálfmenntaðra fróð- leiks- og fræðimanna í alþýðu- stétt, sem verið hafa hvað mest prýði íslenzku þjóðar- innar að fornu og nýju og átt grundvallarþátt í því að halda við andlegu sjálfstæði hennar og menningu. Gamalíel Thorleifsson er Hörgdælingur að ætt og upp- runa, en fluttist vestur um haf í Garðar-byggð sumarið 1891, eða fyrir nærri 70 árum, ásamt Katrínu Tómasdóttur konu sinni, prýðiskonu, sem látin er fyrir nærri hálfum fjórða áratug (1926). Þau eignuðust stóran hóp vel gef- inna og mannvænlegra barna, og eru eftirtalin á lífi: Theo- dore, Garðar; Mrs. Svafa Flanagan, einnig að Garðar; Mrs. Walter Halldórsson (Ól- öf), Mountain, N. Dak.; Frið- jón skólastjóri, Park River, N. Dak.; og Mrs. B. T. Strand- ness (Lára), East Lansing, Michigan. En látin eru þessi börn þeirra Gamalíels og Katrínar: Elín (dáin 1946), Thomas, prófessor í verzlun- arfræði, við University of North Dakota (d. 1947), Guð- rún (Mrs. Sigurður Arason, d. 1948), og Thorleifur (dáinn 1949). Þarf ekki að fjölyrða um það, hve þungur harmur Gamalíel hefir verið kveðinn með fráfalli konu hans og barna á bezta skeiði, og með stuttu millibili; en hann hefir borið harm sinn í hljóði og hetjulega að góðum íslenzk- um sið og lifað að þvi leyti í anda vorra fornu spekimála: I Glaðr ok reifr skyldi guma hverr, unz sinn bíðr bana. Enda komst Gamalíel sjálf- ur svo að orði í snjallri ræðu á áttatíu ára afmæli sínu, að það hefði verið lífsgleðin, er hann hefir borið í brjósti, og minningarnar um góða sam- ferðamenn lífs og liðna, sem létt hefðu honum sporin, þeg- ar lífsins brekka lagðist þyngst í fang. Hann er maður heillundað- ur og rammíslenzkur í beztu merkingu orðsins, þaullesinn í fræðum vorum og gæti sagt með skáldinu: „Mér eru fornu minnin kær.“ Ann hann heitt tungu vorri, sögu og bók- menntum, og vill veg íslands og íslenzku þjóðarinnar sem mestan. Jafnframt er hann ágætur þegn síns fósturlands, og myndi, hvað það snertir, taka undir með Stephani G. Stephanssyni: Frh. bls. 7. Lætur af Sigurbjörn Sigurdson Tilkynnt hefir verið, að Mr. Sigurbjörn Sigurdson, sem síðastliðin 20 ár hefir verið í þjónustu fiskideildar Mani- toba og mörg ár forstjóri hennar, hafi látið af embætti 30. apríl vegna þeirra aldurs- takmarka, er stjórnarstarfs- mönnum er sett; var hann þó fenginn til að halda áfram einu ári. lengur en venjulegt er. Síðasta embættisverk hans var að setja ráðstefnu Fish- eries Council of Canada í Vancouver, og er hann ný- kominn heim þaðan. Eftir- maður hans er Mr. Burt Kooy- man lífeðlisfræðingur, 41 árs að aldri. Mr. Sigurdson er mjög vin- sæll bæði meðal fiskimanna og samstarfsmanna sinna. Honum voru haldin mörg samsæti að skilnaði og gefn- ar gjafir. Meðal þeirra, er sýndu honum þann heiður, Endurkosinn Walter J. Lindal dómari Á tveggja daga ráðstefnu, sem Canada Ethnic Press Fed- eration hélt í Toronto 1. og 2. maí, var Walter J. Lindal end- urkosinn forseti félagsins. — Hann var einn af aðalstofn- endum þessara samtaka. Með- limir eru útgefendur og rit- embætti voru Manitoba Federation of Game and Fisheries; Fish- eries Benevolence Associa- tion; Prairie Fisheries Federa- tion og Department of Mines and Natural Resources, en þar voru viðstaddir ráðherra og aðrir æðstu menn þeirrar stjórnardeildar. Mr. og Mrs. Sigurdson hafa tekið mikinn þátt í íslenzkum félagsmálum, einkanlega í Fyrstu lútersku kirkju; Mr. Sigurdson hefir verið í stjórn- arnefnd safnaðarins og um skeið forseti hans. Hann hefir sem kunnugt er gefið sig mik- ið að hljómlist, hefir samið og raddsett lög og verið söng- stjóri bæði karlakórsins og safnaðarkórsins. Mrs. Sigurd- son hefir jafnan verið virkur meðlimur kvenfélags safnað- arins og er nú forseti þess. Þessara ágætu hjóna verður mikið saknað, þegar þau fara frá Winnipeg, en börn þeirra öll eru flutt héðan og búsett víða um þetta mikla megin- land. Þau hjónin hafa í hyggju að verja maímánuði í heimsóknir til barna sinna, sem búa austur í álfunni: Agnes Helga og Louise í New York, Thora í Toronto, Baldur í Sarnia og Friðrik í Hamil- ton. Síðan flytja þau búferl- um vestur til Vancouver,en þar býr Haraldur sonur þeirra, en Helen dóttir þeirra á heima í Tacoma, Wash. Væntanlega gefst hinum mörgu vinum þessara mætu hjóna kostur á að kveðja þau áður en þau fara. stjórar blaða og tímarita, sem gefin eru út í Kanada af öðr- um þjóðarbrotum en enskum og frönskum. í inngangsræðu sinni lét hann svo ummælt, að það væri mikið þessum blöðum að þakka að sam- bræðslustefnan (melting pot Gengu á fund landstjórans Þriðjudaginn 26. apríl gekk stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins á fund landstjórans í Kanada, G. P. Vanier hers- höfðingja, sem þá dvaldist hér í Winnipeg, og afhenti honum skrautritað skjal þess efnis, að landstjórinn hefði verið kjörinn heiðursvernd- ari Þjóðræknisfélagsins. For- seti félagsins, dr. Richard Beck, hafði orð fyrir nefndar- mönnum. Ávarpaði hann hans hágöfgi sérstaklega og kvað heiðursskjalið vera vott virðingar þeirrar, er íslenzka þjóðarbrotið í vestri bæri fyr- ir hans hágöfgi landstjóran- um og kanadísku þjóðinni í heild. Landstjórinn tók einn- ig til máls og bað þess fyrst, að skjalið væri lesið fyrir sér á íslenzku. Þakkaði hann síð- an heiðurinn, gat nokkuð um fyrri kynni sín af íslending- um og lét í ljós þá ósk, að ís- lendingar í Kanada bæru gæfu til þess að viðhalda sín- um dýrmætu erfðum. Kvaðst hans hágöfgi vera því fylgj- andi, að engilsaxneska og frakkneska fengju lifað hlið við hlið í landinu og að sem flestir gætu mælt á báðum tungum, en hann gat þess enn fremur, að þriðja eða fjórða tungumálið mætti fylgja með og átti þar sér- staklega við hina íslenzku tungu. Athöfn þessi var í alla staði hin virðulegasta. H. B. theory) hefði verið kveðin niður í Kanada. Svo sem kunnugt er, er Lindal dómari ritstjóri Icelandic Canadian tímaritsins og á jafnframt sæti í útgáfunefnd Lögbergs- Heimskringlu. Frá Minneapolis Eins og tíðkazt hefir í rúm 40 ár, efndi Hekla-klúbburinn, félag íslenzkra kvenna í Min- neapolis og St. Paul, til sam- komuhalds á laugardags- kvöldið var, 30. apríl. Var f jöl- sótt, eins og oftar, er um 140 manns sátu við veizluborð í Walker Art Center á Hen- nepin avenue í Minneapolis kl. rúml. hálf sjö. Þar nutu landar greiðvikni HjÖrvarðar Árnasonar prófessors, sem er yfirmaður Walker listasafns- ins, um leið og hann gegnir prófessorsembætti í listafræði sem yfirmaður þeirrar deild- ar við Háskóla Minnesota- Hjörvarður hjálpaði til í þetta skipti, ekki aðeins með það að útvega samkomustað- inn, heldur var hann líka einn af aðal skemmtikröftunum. Hann s ý n d i vel teknar skuggamyndir úr ferðalagi því, er hann, frú Elizabeth, kona hans, og tvö börn þeirra tóku sér á hendur í fyrra. Var Hjörvarður þá um tíma sendi- kennari í sinni grein við Há- skóla Hawaii-eyja í Honolulu, og fór upp úr því á vegum utanríkisráðuneytis Banda- ríkjanna í fyrirlestra- og kynnisför til Fillipseyja, Jap- Frh. bls. 4.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.