Lögberg-Heimskringla - 05.05.1960, Blaðsíða 4

Lögberg-Heimskringla - 05.05.1960, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 5. MAÍ 1960 Lögberg-Heimskringla Published every Thursday by NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD. Printed by WALLINGFORD PRESS LTD. 303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man. Edilor: INGIBJÖRG JÓNSSON EDITORIAL BOARD Winnipeg: Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr. Stefán Einarsson, Dr.. Valdimar J. Eylands, Miss Caroline Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal, Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson. Grand Forks: Dr. Richard Beck Minneapolis: Mr. Valdimar-Bjðmson Monlreal: Prof. Askell Löve Subscriplion $6.00 per year—payable in advance. TELEPHONE WH. 3-9931 Authorlzed a» Second Class Mall, Post Offlce Department. Ottaws. Frá Minneapolis Frá bls. 1. an, Koreu, Afghanistan og Is- rael. Samkomugestir frædd- ust mikið um þennan hluta hnattarins, ekki eingöngu við það að sjá myndirnar, en líka af skarpskyggni og orðheppni Hjörvarðar í lýsingunum, sem fylgdu. Christine Gunnlaugson, söngkennari við Háskóla Wis- consin-ríkis í Madison, söng fjóra einsöngva við mikla hrifningu. Er hún útlærð ítalíu sem óperusöngvari — dóttir Sigurðar heitins Gunn laugssonar og Kristjönu Hof- teig, konu hans, úr byggðinni í námunda við Minneota. Söng hún lög eftir Handel og Schumann og eftir eitt amer- ískt tónskáld. Auk þess var eitt íslenzkt lag, „Máninn“, eftir Sigvalda Kaldalóns, lítt þekkt, en mjög fallegt lag. Kennarahæfileikar Kristínar nutu sín, er hún gaf skýring- ar um tónskáldin og verk þeirra. Frú Ella, ekkja Hjálmars heitins Björnssonar, er veitir Hekla - klúbbnum forstöðu, bauð gesti velkomna, og Skúli Hrútfjörð stjórnaði skemmti- skránni. Er Skúli yfirmaður útbreiðslustarfs í sambandi við landbúnaðinn í Minnesota — Director of Agricultural Extension Services for the State of Minnesota. Guðjón Vilhjálmsson (John Williamson) var jarðaður kirkjugarði Sankti Páls safn aðar í Minneota föstudaginn 2. apríl, og stjórnaði séra Wal- lace M. Bergman kveðjuat höfninni. Guðjón hefði orðið 102 ára í haust — fæddur á Austfjörðum 19. okt. 1858. Kom hann til Vesturheims tvítugur; var bóndi fyrir suð- vestan Minneota í nokkur ár, og dvaldi þá í bænum þangað til hann fluttist, fyrir 17 ár- um, til fósturdóttur sinnar, Mrs. A. F. Tabb, í Glendale, Kentucky, og dó hann á heim- ili þeirra hjóna. Kona Guð- jóns, Sigríður Sigurðardóttir frá Egilsstöðuni í Vopnafirði, dó árið 1941. Langlífi Guðjóns var ættgengt; var faðir hans kominn yfir nírætt, þegar hann dó í Minneota fyrir mörgum árum, og er Valgerð- ur móðir hans dó, árið 1922, var hún 105 ára. Önnur mannalát í Minne- ota-byggðinni nýlega: Marvin Stone, fyrir rúmum mánuði, kominn yfir sextugt, ein- hleypur, var í herþjónustu á vígvöllum í fyrra heimsstríði; bóndi í „Austur-byggð“, er fluttist inn í bæinn fyrir nokkrum árum. Var Marvin sonur Guðjóns Þorsteinsson- Stone og Margrétar Þorkels- dóttur af Snjóholtsættinni, bæði austfirzk, og dáin fyrir nokkrum árum. Lætur Mar- vin eftir sig einn bróður, Þórð Pétur, sem nú á heima í Min- neota. — Frú Hannah ísfeld rúmlega sjötug, kona Sig tryggs J. Isfeld, er á heima tíu mílur fyrir suðvestan Min- neota. Eftirlifandi maður Hönnu þekkist oftastnær sem Tryggvi á Grund“, vegna þess að Guðjón og Aðalbjorg, foreldrar hans, er þau settust að 1 í byggðinni 1879, ásamt Guðmundi og Rósu, foreldr- um Guðjóns, létu bóndabæ- inn heita Grund, eftir Grund- arhóli á Hólsfjöllum, en það an fluttist þessi fjölskylda frá Islandi. Er þetta í þriðja skipti að Tryggvi verður ekkjumaður. Kvæntist hann ekkjunni frú Hönnu Olson fyrir fáeinum árum, og dó hún eftir langa legu af hjarta- meini fyrir tæpum mánuði. Auk ekkjumannsins lætur hún eftir sig fleiri börn af fyrra hjónabandi og Carl bróður sinn, bónda í Vestur- byggðinni. Var frú Hanna dóttir frumbýlingshjóna af dönskum ættum, Jakobs og Katrínar N i e 1 s e n, nábúar landa í Minnesota-byggðinni um mannsaldur, og ólust börnin upp við það að tala íslenzku, sem eldri hjónin og sérlega Kristín lærðu vel. Dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur, kennari í þeirri grein við Háskóla Is- lands og yfirmaður Náttúru- gripasafnsins í Reykjavík, var nýlega gestur í Minneapolis. Hann flutti fyrirlestur á Há- skóla Minnesota-ríkis, og er að ferðast víða um Bandarík- in í þeim erindum. Fór hann frá Minneapolis til Madison, Wisconsin, þar sem hann flutti tvo fyrirlestra; þaðan af tók hann þátt í þingi kennara í sinni grein í Dallas, Texas, og mun hann flytja fyrirlestra á háskólum í Kaliforníu og í Seattle, Washington, fram í miðjan maímánuð. Þá er ferð- inni heitið beinustu leið til Islands aftur, þar sem há- skólaprófin standa yfir um það leyti. Dallas-fundurinn, sem Sig- urður prófessor sótti var und- irbúnigsfundur undir alheims- mót jarðfræðinga og land- fræðinga, sem fer fram í Stokkhólmi í sumar, og af þinginu í Svíþjóð munu um 50 sérfræðingar fara til ís- lands, þar sem Sigurður á að fylgja þeim um jökla og eld- fjöll víða um landið. Sigurður er ættaður frá Teigi í Vopna- firði, fæddur á Hofi, og auk fræðimennskunnar hefir hann iðkað elztu íþrótt Islendinga sem skáld, og eru sum ljóð hans á hvers manns vörum á Islandi. 1 ☆ Svíar eru með alþýðuvísu þess efnis, að „Julen varer inntil Paasken". Það varð til- fellið, og í ríkum mæli, er ís- lendingar í Minneota-bygggð- inni komu saman í Sankti Páls kirkju þar í bæ 1. maí að hlýða á kveðjurnar, er sendar voru frá íslandi um jólaleytið á segulbandi. Hlust- uðu Winnipegbúar á söng og ræðuhöld að heiman, þegar útvarpsstöðin í Reykjavík sendi upptökuna vestur fyrir áramót. Veitti þessi þáttur á- heyrendum mikla ánægju á fundi Heklu-klúbbsins í Min- neapolis í vetur sem leið. Fékk frú Rannveig, ekkja séra Guttorms Guttormssonar, seg- ulbandið frá Minneapolis, og var það notað í hátalara-tæki í kirkjunni í Minneota, og all- ir stóránægðir með, þótt jóla- kveðjurnar geymdust fram sumar. 1 Nýlega er komin í heimsókn til Minneapolis ungfrú Ólöf Guðnadóttir frá Reykjavík. Hún kom til Rochester, Min- nesota, 22. apríl frá Islandi með Viðari bróður sínum, 17 Frh. bls. 7 Elízabet Þuríður Polson 1879— 1959 Elízabet Þuríður Polson Sé ég samhljóðan í sögu þinni skörungsskapar og skyldu- rækni, skaps og stillingar, styrks og blíðu, vilja og varúðar, vits og dáðar. — Matt. Joch. Hún var fædd 3. apríl 1869 að Krithóli í Skagafjarðar- sýslu. Foreldrar hennar voru Gísli Eiríksson og Elizabet Jónsdóttir. Var Gísli dóttur- sonur Gísla Konráðssonar. Árið 1876 fluttist Elízabet með móður sinni (sem þá var ekkja) og fjórum hálfsystkin- um sínum til Vesturheims. Fyrsta veturinn dvaldi fjöl- skyldan á Gimli og þar dó ellefu ára gamall bróðir henn- ar úr bólunni. Á sumardaginn fyrsta flutti móðir hennar síg með börn sín norður í Árnes- byggð og tók þar heimilisrétt- arland, sem hún nefndi Mel. Þar átfeu þ«u heima í þrjú misseri, fóru svo þaðan norð- ur að íslendingafljóti, þar sem þau dvöldu aðeins sex mán- uði. Þaðan lá leið þeirra til Winnipeg; þar átti Elízabet heima til ársins 1900. Hér hefir verið brugðið upp óljósri mynd af hinum fyrstu dvalarárum Elízabetar í þessu landi. Þangað kom hún eins og að framan er sagt í hinum fyrsta hóp innflytjenda frá íslandi; og þó hún væri þá aðeins sjö ára að aldri, urðu veikindi, sorgir og erfiðleikar hinna fyrstu ára henni ó- gleymanlegir atburðir. Eins fljótt og 'hún hafði krafta til fór hún að vinna í Winnipeg til að létta undir byrði móður sinnar, og hélt hún því áfram unz hún giftist árið 1888 Ágúst Gunnarssyni Polson; var hann sonur hjónanna Gunnars Pálssonar og Jó- hönnu Ingjaldsdóttur frá Austurgörðum í Þingeyjar- sýslu. Árið 1900 fluttust Polson- hjónin, ásamt börnum sínum, til Gimli og áttu þar heima í nítján ár. Þar leysti Elízabet af hendi mikið og fagurt starf í þágu heimilis síns og um- hverfis. Þangað komu þau með lítil efni og barnahópur- inn varð stór. Um tíma var heimili þeirra út á landi, tvær mílur fyrir vestan Gimli. Síð- ar fluttu þau inn í bæinn, þar sem Ágúst hafði atvinnu. Hagsýni og sparsemi húsmóð- urinnar samfara ötulleik hús- bóndans voru því valdandi, að þau voru ávallt veitandi en aldrei þurfandi. Tóku þau, ásamt uppvaxandi bömum sínum, affararsælan þátt í fú- lagslífi bæjarins og voru sér- stakir stuðningsmenn lútersku kirkjunnar. Á heimilinu ríkti samúð og hófstillt gleði; má með sanni segja, að þar var húsmóðirin sál hússins. Á veruárum þeirra á Gimli urðu þau hjónin fyrir hinni þungu sorg að missa elzta son sinn, Archibald, er dó á Englandi í hinu fyrra heimsstríði. Árið 1919 fluttist fjölskyld- an til Winnipeg og settist að í húsi er um langt skeið hafði verið kunnugt og kært ís- lendingum, 118 Emily Street, fyrrverandi heimili séra Jóns Bjarnasonar og frú Láru. Á því heimili höfðu kærleiks- ríkar hendur oft tekið á móti þeim sem voru vinafáir og áttu bágt og má með sanni segja, að sá siður hélzt með- an Elízabet Polson hafði hús- stjórn þar. Hún var óþreyt- andi að heimsækja sjúklinga á sjúkrahúsum bæjarins og tók oft á móti þeim á heimili sínu, eftir spítalaveru þeirra, meðan þeir hresstust nægi- lega til þess að verða ferða- færir heim til sín. Polson hjónin fluttust frá Emily Street ásamt dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Paul W. Goodman, og dvöldu á heimili þeirra það- an af. Þar missti Elízabet mann sinn 14. okt. 1944. Þar átti hún heima í næstu fimm- tán ár, umkringd af ástvin- um, sem allt vildu fyrir hana gera. Hélt hún líkams- og sál- arkröftum óskertum til hins síðasta; hún lézt 2. maí 1959, rúmlega níræð. Eftirlifandi ástvinir eru tveir synir, Wyatt og Konrad; átta dætur, Mrs. Jóhanna Ward, Mrs. Elízabet Bjarnar- son, Mrs. Florence N. Paul- son, Mrs. Ágústa Jackson, Mrs. Margrét Bjarnarson, Mrs. ■ Lena Goodman, Mrs. Fjóla Goodman og Mrs. G. C. Cartwright. — Einn bróðir, Konrad Eirikson. Þar að auki eru fjörutíu og fimm afkom- endur. Nú er liðið eitt ár síðan þessi góða kona var kölluð heim. Aftur er komið vor, með hlýindi, gróður og sól- ríka daga. Ástvinir hennar minnast hennar á sérstakan hátt á þessum tímamótum, og finnst hún tali til sín í hinum blíða blæ vorsins. í anda sjá þeir hana aftur unga í ást- vina hóp á landi hins eilífa vors. Guð b 1 e s s i minningu hennar. Ingibjörg J. Ólafsson LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Styrkið það, Kaupið það Lesið það.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.