Lögberg-Heimskringla - 09.06.1960, Side 1

Lögberg-Heimskringla - 09.06.1960, Side 1
^ögberg - J)etmsíuingia Stofnað 14. jan., 1888 Stofnuð 9. sept.. 1886 j*~ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 9. JÚNÍ 1960 NÚMER 23 Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurdson kvödd Kristbjörg og Sigurbjörn Sigurdson Á fimmtudagskvöldið 2. júní var haldið samsæti í Fyrstu lútersku kirkju til heiðurs hinum vinsælu hjónum, Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigurdson, en þau eru nú senn á förum til Vancouver, þar sem heimili þeirra verður framvegis. Dr. ^aldimar J. Eylands stýrði samsætinu og þakkaði þeim fyrir úúmennsku þeirra og óeigingjarnt starf í þágu Fyrsta lút- erska safnaðar. Frú Margrét Stephansen ávarpaði frú Krist- ^jörgu fyrir hönd kvenfélags safnaðarins og fór lofsamlegum orðum um störf hennar í félaginu undanfarin ár, en frú Kristbjörg hefir verið forseti þess um alllangt skeið. Victor 'íóriasson, fyrrverandi forseti safnaðarins, flutti þakkarávarp úl Sigurbjörns, en hann var lengi í stjórnarnefnd safnaðar- ins 0g um skeið forseti hans, enn fremur söngstjóri. K. W. ^°hannson, núverandi forseti, ávarpaði hjónin hlýjum orð- Urtl og afhenti þeim peningagjöf fyrir hönd safnaðarins með Þeirn tilmælum, að þau skyldu verja þeim fyrir húsmuni í sitt nýja heimili. Á milli þess að ræður voru fluttar, söng frú Pearl John- s°n 0g Miss Snjólaug Sigurdson lék nokkur lög á píanó, þar a nieðal lag, sem Sigurbjörn hefir samið, Nú dagur þver og nalgast nótt. Þau hjónin þökkuðu með hlýjum orðum þetta virðu- ]ega samsæti og allar samverustundirnar. Síðan var drukkið ^affi í neðri sal kirkjunnar og rabbað fram eftir kvöldinu. Lýkur ^r* Björn Sigurbjörnsson 21. maí — íslendingur nú- |lrnans fer víða um heim og eitar s é r margvíslegrar menntunar, og er gott til þess a® vita, að einstaklingar þess- arar fámennu og um sumt fá- fæku þjóðar skuli leita sér eztu fáanlegrar menntunar ^heðal annarra þjóða, sem þeir ®iðan miðla þjóð sinni af eftir fóngum. Nýlega frétti blaðamaður Morgunblaðsins, að dr. Björn nómi Sigurbjörnsson erfðafræðing- ur væri kominn til landsins, en hann hefir undanfarin átta ár stundað nám við háskóla í Norður-Ameríku, fyrstu fimm árin við háskóla í Manitoba í .íslendingabyggðum í Kan- ada og síðastliðin 3 ár við Cornell-háskólann í íþöku í New York, þar sem hann lauk doktorsprófi 5. apríl s. 1. í erfðafræði og jurtakynbótum og varði doktorsritgerð um íslenzka melgresið. Dr. Björn starfar nú við búnaðardeilc Atvinnudeildár háskóláns við jurtakynbætur og skyld efni. f viðtalinu farast dr. Birni meðal annars svo orð: — Bændur landsins hafa eignazt feiknin öll af hjálpar- tækjum, sem létta störfin, og má þakka þessum nýju tækj- um mestan hluta framfar- anna. Hins vegar er þekking bændanna á grastegundum, sem þeir framleiða, sorglega lítil, og oft virðist sem þeir hafi ekki hugmynd um, hvað þeir eru að slá, nema stundum heyrast nefndar tegundirnar sambandsblanda og mjólkur- félagsblanda, en einstaka menn aðgreina það, sem þeir kalla ýmist túngresi, sáðgresi, punt eða því um líkt. Það má líkja þessu við, að sjómenn- irnir vissu ekki, hvað þeir væru að draga yfir borð- stokkinn. Ég vil leyfa mér að fullyrða, að oft myndi betur takast um nýsáningar og af- rakstur aukast af túnunum, ef bændur landsins hefðu meiri þekkingu og skilning á því fóðri, sem þeir eru að afla. Svipaða sögu mætti segja um áburðarnotkunina, en ég ætla ekki að fara út í þá sálma. Morgunbl. Kosningar í Saskafchewan Þegar þetta blað kemur í hendur lesenda, verða fylkis- kosningarnar í Saskatchewan afstaðnar og úrslitin kunn. Hlutföll flokkanna á þingi voru áður þannig: CCF, sem fór með völd undir forustu T. C. Douglas, hafði 43 sæti; Lib- eralar 14 sæti, Social Credit 3 sæti, en Conservatives átti engan fulltrúa; alls var barizt um 53 sæti. Fylgi flokkanha var þannig skipt: CCF 43% atkvæðamagnsins, Liberalar 32%, Social Credit 22% og Conservatives 2%. í þetta skipti útnefndu allir fjórir flokkarnir menn í öll 53 sætin og kosningahríðin hef- ir verið harðsótt og hávaða- söm. Aðal kosningabeita CCF flokksins var Compulsory Medical Insurance. Lækna- samtökin í fylkinu börðust hart á móti þeirri nýjung og töldu margir að þeir hefðu með því fremur aukið gengi CCF en hitt. Ross Thatcher, sem missti trúna á CCF fyrir nokkrum árum og gekk úr flokknum, er nú leiðtogi Lib- erala og lofaðist hann til, að væntanleg stjórn hans myndi leggja áherzlu á að bæta hag bænda, einkanlega þeirra er orðið hefðu fyrir tapi vegna þess að þeir náðu ekki að hirða uppskeru sína áður en veturinn gekk í garð. Hins vegar sagðist Martin Peterson formaður Conservativeflokks- ins hafa loforð frá flokks- bræðrum sínum í Ottawa um að bændur mættu eiga von á fjárstuðningi þaðan, ef hann kæmist að völdum. Social Credit flokkurinn prédikaði sínar venjulegu kenningar um fjármálaskipulagið og taldi ugglaust, að' Saskatchewan myndi feta í fótspor systur- fylkjanna í vestri, Alberta og British Columbia, sem bæði hafa Social Credit stjórnir. Verður Ambassador íslands í Kanada Síðan 1948 hefir ambassa- dor íslands í Bandaríkjunum, Thor Thors, jafnframt verið sendiherra íslands í Kanada (Minister Plenipotentiary and Envoy Extraordinary), en sendiráðið í Washington hefir annazt skrifstofustörfin. Þann 20. þ. m. mun Thor Thors af- henda landstjóra Kanada, George P. Vanier, trúnaðar- bréf sitt sem ambassador ís- lands í Kanada og Kanada mun samtímis hækka sendi- ráð (Legation) sitt á íslandi upp í Embassy og mun R. A. MacKay verða ambassador Kanada á íslandi. Hon. Thor Thors Fréttir fr 19. maí — íslendingar reisa hæli í Hull. „Iceland Close“ nefnast íbúðahús, sem byggð hafa verið í Hull fyrir aldraða sjómenn og sjómannaekkjur. Geir Hallgrímsson borgar- stjóri mun í dag opna „Ice- land Close“ við hátíðlega at- höfn, en hann hélt þangað á þriðjudag í boði borgarstjórn- ar Hull. „Iceland Close“ er að miklu leyti byggt fyrir ís- lenzkt gjafafé. Hull varð fyrir miklum skakkaföllum á stríðs- árunum vegna loftárása Þjóð- verja. Ein árásin var þó mest. Þá létu margir lífið, og mik- ill fjöldi bygginga var jafnað- ur við jörðu. Islendingar hafa jafnan verið í nánum tengsl- um við Hull. Kaupskipin hafa þar tíðar viðkomur, og ís- lenzku togararnir landa þar oft. Nokkrir togarar eru byggðir þar, og segja má, að íslendingar hafi ekki staðið í nánari verzlunarsambandi við neina aðra borg á Eng- landi . . . Reykjavíkurbær, Hafnar- fjörður, Isafjörður og samtök togaraútgerðarmanna lögðu af mörkum samtals 20,000.00 sterlingspund. Var sú upp- hæð send borgarstjóranum í Hull árið 1945, en síðar var leitað samþykkis hinna ís- lenzku gefenda fyrir því, að fénu yrði varið til fram- kvæmda þeirra, er nú er lok- ið. I „Icelandic Close“ eru 27 íbúðir fyrir aldraða sjómenn og sjómannaekkjur. Mun borgarstjórinn í Reykjavík vígja minningartöflu, sem helguð er þessum húsum. Morgunbl. ☆ * 17. maí — Forseli íslands þreytir sund. Norræna sund- keppnin hófst í Reykjavík, en sú keppni er í því fólgin, að Norðurlandaþjóðirnar keppa □ íslandi með sér um það, hver þeirra eigi flesta garpa að tiltölu, sem geti synt tvö hundruð metra, en Morgunblaðinu segist svo frá: Nokkur hópur áhorfenda hafði safnazt saman í Sund- laugunum á sunnudagsmorg- uninn, er Norræna sund- keppnin hófst. Allmargt var baðgesta, sem biðu þess að syna 200 metrana . . . Fyrstu þátttakendurnir stungu sér síðan til sunds. Þeir voru for- seti íslands, herra Ásgeir Ás- geirsson, Geir Hallgrímsson borgarstjóri, Benedikt G. Waage, forseti I.S.ÍV Erlingur Pálsson, formaður Sundsam- bands Islands og Bragi Krist- jánsson, formaður Olympíu- nefndar. Forseti ísland synti baksund alla leiðina. Var sund hans létt, og fór hann vegalengdina mjög auðveld- lega. Lauk hann 200 metra sundinu fyrstur íslendinga og gaf landsmönnum með því fagurt fordæmi. Morgunbl. ☆ „Vesiur-íslendingar dásam- legt fólk." 1 gærmorgun kom hingað til lands, eftir nær árs fjarveru, ungfrú Sigríður Þorvaldsdóttir, sem tók þátt í fegurðarsamkeppninni á Long Beach í Kaliforníu í fyrrasumar. Kom hún með flugvél Loftleiða og rómaði mjög þá aðhlynningu, sem hún* hefði fengið á leiðinni. Sigríður hefir dvalizt :í Kali- forníu við leiklistarnám í skóla, sem nefnist Estell Har- man Actors Workshop. — Ég er alveg í sjöunda himni, sagði Sigríður í viðtali við fréttamann blaðsins í gær, því að ég var tekin í fjórða bekk skólans fyrir skömmu, en þangað komast venjulega Frh. bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.