Lögberg-Heimskringla - 09.06.1960, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 09.06.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 9. JÚNÍ 1960 5 Dánarminning Sigurrós Vídal Miss Sigurrós Vídal hjúkr- unarkona, sem var í þjónustu heilbrigðismáladeildar fylkis- ]ns í fjölda mörg ár, andað- ist á Johnson Memorial Hos- Pital, Gimli 17. febrúar síðast- liðinn, 81 árs að aldri. Hún var fædd 7. apríl 1878 á Kamb- hól í Víðidal í Húnavatns- sýslu á íslandi. Faðir hennar var Sigurður Jónsson Vídal frá Kambhóli í Víðidal, og í uióðurætt kominn af hinni svo kölluðu Snæbjarnarætt, sem talin er frá séra Snæbirni Halldórssyni í Grímstungum. Móðir hennar var Kristín Grímsdóttir frá Refsteinsstöð- um í Víðidal. Ætt hennar rekst til Vatnsfjarðar-Kristín- ar o. s. frv. Foreldrar Rósu sál. fluttust Vestur um haf til Nýja ís- lands sumarið 1887 og settust að á Eyrarbakka í Breiðuvík- Ur'hyggð, sem nú kallast Hnausa. Þar bjuggu þau tvö ar, en fluttu svo á landið, sem Þau nefndu Fitjar og bjuggu þar góðu búi til æviloka. Rósa (Sigurrós, réttu nafni) var níu ára að aldri, er til Vesturheims var komið, og yar elzt níu systkina, sem eru hll dáin nema einn bróðir, Gestur, sem býr í heimahús- Urn- Einnig lifa tvö fóstur- systkini, Sólveig, kona Svein- hjarnar Johnson í Árborg og Hannes K. Vídal í Carmen, Vlan. Systkini hennar, sem náðu fullorðinsára, voru Sig- ríður, Haraldur, Steinunn, Sigvaldi, Rögnvaldur og Gest- Ur- En tvö systkini dóu í hernsku. Rósa var áhugakona mikil, Sáfuð og þrekmikil. Hún fór Suemma úr heimahögum til að vinna fyrir sér, 13 ára að aldri, og stundaði atvinnu af ymsu tagi í Winnipeg um n°kkur ár. En vegna áhrifa, Sem hún varð fyrir á yngri ár- Uln, snerist hugur hennar að hjúkrunarfræði, með þeim af- ^iðingum, að hún innritaðist, árið 1913, á Selkirk General Hospital og útskrifaðist þaðan ^jórum árum seinna og gekk þegar í þjónustu heilbrigðis- ^áladeildar fylkisins sem um- ferðar-hjúkrunarkona, ein af Þremur hinum fyrstu konum, Sem gengu í þá stöðu. Var hún þess vegna brautryðjandi, að Svo mætti segja, í heilbrigðis- r^álum þessa fylkis. Hún gegndi þeirri stöðu í 26 ár eða til 65 ára aldurs, og þá var henni afhent skrautritað skjal og peningaupphæð í heiðursskyni fyrir vel og samvizkusamlega unnið starf. Á þeim árum voru margir erfiðleikar í sambandi við ferðalög út um byggðir, en hún tók því öllu vel, hvernig sem viðraði og hvernig sem vegir voru, lét hún það ekki á sig fá. Snemma á ævinni hneigð- ist hugur hennar að frjálstrú- armálum, og gekk hún í ís- lenzka Unitarasöfnuðinn í Winnnipeg og studdi að þeim málum alla sína daga. Enda sýndu kvenfélagskonur þess safnaðar henni heiður og við- urkenningu fyrir hollustu og vel unnið starf með því að gera hana að heiðursmeðlim aðalfélagsins árið 1950 (West- ern Canada Alliance of Uni- tarian and other Liberal Christian Women). Síðustu ár ævinnar bjó hún á heimili bróður síns, Gests Vídal, og reyndist hann henni með afbrigðum góður og um- hyggjusamur. Hún varð fyrir slysi á annan jóladag síðastl. og var þá flutt á sjúkrahúsið á Gimli. Þar kvaddi hún þetta líf 17. febrúar, 81 árs að aldri. Kveðjuathöfn fór fram frá heimili Gests bróður hennar 22. febrúar, og komu margir vinir þar saman til að minn- ast hennar fyrir hetjuskap og tryggð. Á hinni löngu ævi hafði hún reynzt öllu fólki sínu vel — og síðustu daga ævinnar bar hún veikindi sín með ró og stillingu. Hún var jarðsett í grafreit Hnausa- byggðar, þar sem ættmenni og vinir hvíla í ró og friði. Og þar hvílir hún nú eftir langa og heiðarlega ævi. P. M. P. Esler Lulher Ester Luther won the girls High School Tennis Champion- ship for South Central California, this month. Ester is 17 year old, a senior at Bakersfield High School. She is the daughter of Mr. and Mrs. John Luther, 1917 West Cali- fomia Avenue, Bakersfield, Cali- fornia. Nokkur minningarorð um Mrs. Kristjönu Jónasson Mrs. Kristjana Jónasson Þann 18. desember 1958 lézt a sjúkrahúsi 1 Ashern, Man. Mrs. Kristjana Sigurgeirs- dóttir Jónasson eftir nokkurra ára heilsubilun. Hefir þessar- ar góðu og vinsælu konu fram að þessu ekki verið minnzt sem skyldi í íslenzku blöðun- um, en meðan við höfum blað á íslenzku fer vel á því, að nokkuð sé minnzt þeirra ís- lendinga, karla og kvenna, er löndum, er byggðu á þessu svæði, en innan skamms fluttust nokkrir landar í ná- grennið og einnig nokkrir annarra þjóða menn. Þau hjónin eignuðust þrjú mannvænleg börn: Arnþór, dó 33 ára, efnismaður og mjög vel látinn; Kristján, kvæntur Þórdísi Finney, býr nú í fé- lagi við föður sinn, og Hólm- fríður María, útlærð hjúkrun- arkona, gift Jóni Sigurðssyni og búa þau einnig við Silver Bay. Þau hjón áttu því láni að fagna að lifa saman langan tíma, og fimmtíu ára gifting- arafmæli sitt héldu þau hátíð- legt haustið 1958. Byggð þeirra var ætíð frem- ur strjál og framan af vondir eða engir vegir. Þar sem þannig hagar til, er erfitt að hafa félagsskap. Samt var í þeirri og nærliggjandi ísl. byggðum myndaður íslenzkur lúterskur söfnuður, líklega fyrir 45 árum eða þar um bil, og skömmu síðar byggð kirkja. íslenzkt lestrarfélag hingað fluttust fullorðmr, , , ^ r var þar einmg myndað unglingar eða born, og ekki J sízt þeirra, sem lagt hafa góð- an skerf með ævistarfi sínu á einn eða annan hátt til fóst- urlandsins, en jafnframt hald ið tryggð við föðurlandið. I þeim hópi má hiklaust telja þessa látnu konu. En því fólki fækkar nú óðum og með því er hætt við að möguleikarnir að halda áfram íslenzku blaði líði undir lok. Kristjana heitin var fædd 21. marz 1881. Foreldrar henn ar voru Sigurgeir Pétursson frá Reykjahlíð í Mývatns- sveit og fyrri kona hans, Hólmfríður Jónsdóttir. Flutt- ist hún vestur um haf með föður sínum og seinni konu hans, Maríu Jónsdóttur frá Þverá í Laxárdal í Þingeyjar- sýslu árið 1893, þá 12 ára: Fyrst var setzt að í Argyle- byggð, en árið eftir, 1894, fluttist fjölskyldan til The Narrows við Manitobavatn, þar sem faðir hennar nam land og bjó þar til hann hætti búskap árið 1918. Fjórtán ára gömul fór Krist- jana heit. inn til Winnipeg að læra að sauma. Vann hún mörg sumur hjá sama félagi við sauma, en mun hafa horf- ið heim til föðurhúsanna, þar sem hún ætíð taldi heimili sitt yfir vetrarmánuðina. öll árin, sem hún var í Winnipeg, var hún til heimilis, hjá Páli Bardal og fjölskyldu hans. Tókst vinfengi með henni og börnum Páls, sem hélzt til daganna enda. Árið 1908 giftist Kristjana heit. eftirlifandi manni sín- um, Birni Th. Jónassyni. Reistu ungu hjónin bú við Silver Bay, austan Manitoba- vatns og býr Björn þar enn í félagi við son sinn. Voru þau hin fyrstu af snemma og mun en við lýði, þó þeim fækki nú óðum, sem lesa ísl. bækur. , í öllum félagsskap stóðu þau hjón samhent og framar- lega hvort heldur var um al- íslenzkan eða annan félags- skap að ræða. í áður nefndum tveimur ísl. félögum voru þau með helztu hvatamönnum og ávallt framarlega í öllum framkvæmdum. Einnig hefir Björn verið sveitarnefndar- maður í Siglunes-sveit síðan hún var mynduð 1919, og nú um tíu ára skeið sveitarodd- viti. Heimili þeirra hjóna bar ætíð íslenzkan blæ og íslenzk gestrisni sat þar í öndvegi; var þeim samhent að taka vel á móti gestum, hverjir sem voru og láta öllum líða vel og finnast þeir vera heima hjá sér. Einnig munu þau oft hafa stutt fátæka og þá, sem minni máttar voru. Eins og áður hefir verið sagt, var Kristjana heit. að- eins tólf ára, þegar hún fór frá íslandi, en það bendir til, að minningar æskuáranna hafi lifað, að hún fór heim til Islands með dóttur sína fyrir nokkrum árum og mun hafa haft mikla ánægju að líta aft- ur æskustöðvarnar. Hún var kona sérlega vönd- uð til orða og verka og allra hugljúfi, er hana þekktu. Fylgdist vel með öllu, sem var að gerast, skýr og skemmtileg í viðræðu, gat séð eitthvað gott í öllum og tók oft svari þeirra, sem minni máttar voru og fyrir það eignaðist hún fjölda vina, en enga andstæð- inga. Er hennar því sárt sakn- að, ekki aðeins af hennar nán- ustu, heldur einnig af öllum, sem höfðu nokkur kynni af henni. Auk eiginmanns og eftir- lifandi barná lifa hana: al- bróðir, Geirfinnur, bóndi við Silver Bay og tvær hálfsyst- ur, Hólmfríður, Mrs. Helga- son við Ashern, og Bergljót, Mrs. Methusalemsson, í Win- nipeg. Blessuð sé minning hennar. J. R. J. Fréfrtir frá Árborg og nágrenni í páskafríinu voru þrír unglingar sendir úr byggð- inni til að vera á „Leader- ship | Training School“, sem haldinn er í Brandon ár hvert af M.F.A.C. 1 þetta sinn urðu fyrir valinu Rosmary Lindal, Víðir, Arnold Swedlo, Poplar Field, og Thor Skulason, Geysir, og voru þau kostuð af Co-Op. Store, Co-Op. Ele- vators, og Co-Op. Creamery, og eiga þessar stofnanir mikl- ar þakkir skilið fyrir þessa viðleitni. Eru þarna saman komnir unglingar víðs vegar úr Manitoba, og er verið að kenna þeim að lifa saman í sátt og samlyndi þótt mis- munandi skoðanir hafi. — Skemmti unga fólkið sér vel. Naut uppbyggilegra fyrir- lestra og lærði sjálft að koma fram til að tala og skemmta á ýmsan hátt. Samkoma Mrs. Herdísar Ei- ríkssonar 13. maí tókst með afbrigðum vel. Var hún vel sótt og skemmti fólk sér hið bezta við að horfa á yndælar myndir af íslandi, hlusta á ágætan fyrirlestur og skoða marga fallega muni, sem þar voru til sýnis. Voru flestir þeir munir gjafir til Mrs. Ei- ríksson frá ættingjum og vin- um. Margt af því listaverk í vefnaði, útsaum og skraut- munum. Efni fyrirlestrarins rek ég ekki hér, þar sem ýtar- leg grein verður birt í næsta hefti Árdísar um ferðalag Mrs. H. Eiríkssonar til ís- lands. Síðan síðast var skrifað hafa ótal samkomur verið haldnar, flestar í sambandi við 4-H. Hafa það verið sam- komur, sem Árborg, Hnausa og Víðir 4-H Sewing Clubs hafa haldið til sýningar á því verki, sem gjört hefir ver- ið yfir veturinn. Var þar margt fallegt að sjá, en of langt mál að telja hér upp alla, sem unnu viðurkenningu fyrir handverk sín. Er hér í byggðunum unnið mikið verk árlega við að kenna unglingum hannyrðir, og hef- ir árangurinn ætíð verið góður. Samkomur hafa einnig ver- ið haldnar í sambandi við „Public Speaking“, og hafa meðlimir þeirra mörgu 4-H klúbba, sem hér eru víðs veg- Frh. bls. 7.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.