Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Page 1

Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Page 1
Högberg-^eimskrmgla StofnaS 14. jan.. 1888 Stofnuð 9. sept.. 1886 71 ARGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1960 NÚMER 24 Presidenf- lcelandic Canadian Club Gunnar O. Eggertson. B.A. LL.B. At the annual meeting of the Icelandic Canadian Club, held on June 6th, the follow- ing were elected to the Ex- ecutive Board: I Past president, Miss Caro- line Gunnarson, President, Gunnar O. Egg- .ertson, Vice-president, H. J. Stef- anson, i Secretary, Mrs. Lára Sig- urdson, Treasurer, L. H. Olsen, Correspondence Secretary, Mrs. Hólmfríður Daniel- son, Social Convener, Mrs. Ena Anderson. U. of M. Undergraduafe Awards June 1960 Outstanding Scholar Eric George Clemens Eric George Clemens, 4th year Architecture. Son of Mr. and Mrs. Paul H. Clem- ens, 942 North Drive, Fort Garry. 1. Isbister Scholarship, $150. 2. Manitoba Ass’n of Archi- tects Scholarship, $150. 3. Canadian Pittsburgh In- dustries Ltd., Scholarship, 4th year Arch., Design, 2nd High, $100. 4. W. Allan McKay Mem- orial Scholarship. Highest standing in Structural Design (3rd yr.) and Reinforced Con- crete (4th yr.), $100. 5. Manitoba Ass’n of Archi- tects prize for Major design and sketch problems, books Valued at $25. 6. Lighting Materials Ltd. ^esign for lighting fixture, 2nd prize, $20. John Derwyn Frederickson, Third year Arts and Science. Son of Mr. and Mrs. John Frederickson, Benito, Man. 1. Klieforth Prize — High- est standing American His- tory, $33.44. 2. Lieut. Soronow Memorial Scholarship, $40. 3. Winnipeg Life Under- writer Ass’n Scholarship — Highest average Third year, $100. Robert Frederickson. First year Engineering. E. M. Bry- den Memorial Scholarship, $250. Joan Bjerring, Home Eco- nomics; daughter of Mr. and Mrs. Kári Bjerring. The T. Eaton Co. award for rug de- sign, $25. Elizabelh Sigurdson, Home Economics, Second year; daughter of Mr. and Mrs. Ole C. Sigurdson, Swan River, Man. Home Economics Stu- dents’ Society Bursary, $100. Eric Sigurdson Eric Sigurdson, Second year Engineering. Son of Dr. and Mrs. Lárus Sigurdson of Win- nipeg. E. M. Bryden Memorial Scholarship, $250. Fjallkona á samkomu íslendinga í Seattle, Wash. 17. júní 1960. Frú Norma Anderson Nielsen Framúrskarandi nómsmaður McGill University Graduate Montreal Doctor of Medicine Hugh Gísli Robson, B.Sc., hlaut gullmedalíu háskólans fyrir hæstu mörk í tveimur g r e i n u m læknisfræðinnar, samfleytt öll skólaárin. Enn fremur hlaut hann tvenn verðlaun, önnur frá læknafé- lagi fylkisins, hin frá barna- spítala Montreal-borgar. Þá var hann og útnefndur einn af sex mest framúrskarandi stúdentum ársins. Hann er sonur frú Bergthoru og Hugh Robsons lögmanns í Montreal; dóttursonur Gísla Jónssonar ritstjóra. ____________ i Tvennar kosningar Kosningarnar í Nova Scotia fóru þannig, að Conservatives juku fylgi sitt — bættu við sig þremur sætum og eiga nú 27 á þingi. Allar vonir brugð- ust Liberölum; þeir töpuðu þremur sætum og jafnvel leið- togi flokksins, Mr. Hicks,' náði ekki kosningu. CCF náðu einu sæti eins og áður. Mælt er, að vinsældir forsætisráðherrans, Mr. Stanfields, hafi átt mest- an þátt í sigri Conservatives. En sigurgleði Conservative- flokksins var skammvinn. Þeir höfðu framboð í öllum 55 kjördæmunum í Saskatch- ewan kosningunum 8. júní, og ekki einn einasti þeirra náði kosningu. Social Credit-flokk- urinn tapaði sínum þremur sætum og er sennilega úr sög- unni í Saskatchewan. Liber- alar bættu við sig tveimur Frh. bls. 8. DR. RICHARD BECK: Kveðjur og árnaðaróskir Ávarp flutt á hátíðarsam- komu í Grundarkirkju í Argyle, Manitoba, 5. júní 1960. Með þakklátum huga minn- ist ég fyrri heimsókna minna í þessa fögru og frjósömu byggð, þar sem íslendingar eiga sér að baki langa sögu og merka. Og mér er það sér- stakt ánægjuefni að mega taka nokkurn þátt í þessu sögulega hátíðahaldi Hins ev- angeliska lúterska kirkjufé- lags íslendinga í Vesturheimi, og eigá jafnframt hlutdeild í því að fagna virðulegum og sérstaklega kærkomnum gesti heiman um haf, herra Sigur- birni Einarssyni, biskupnum yfir íslandi, og um leið göml- um og góðum vini. 1 nafni Þjóðræknisfélags íslendinga í Vesturheimi hefi ég þegar fengið tækifæri til þess, beggja megin landamæranna, að bjóða hann hjartanlega velkominn á vorar slóðir, og mér er ljúft að endurtaka það á þessari sögulegu hátíðar- samkomu. Og þar sem emb- ættisannir hans kalla hann mjög bráðlega heim um haf, vil ég af hálfu Þjóðræknisfé- lagsins og í eigin nafni votta honum innilegustu þökk fyrir komuna; fyrir lifandi trúar- boðskap, sem hann hefir flutt oss af andríki og sterkri sann- færingu, og snortið hefir djúpt strengi sálna vorra; fyr- ir faguryrtar og hjartahlýjar kveðjur, sem hann hefir fært oss frá ættlandi og ættþjóð, er hitað hafa oss um hjarta- rætur. Hann hefir með komu sinni drjúgum treyst þau bræðrabönd, trúar- og menn- ingarleg bönd, sem tengja oss íslandi og íslendingum í heimalandinu. Slík brúar- bygging yfir hafið er oss ómetanleg. Hjartans þakkir, herra biskup, blessunaróskir vorar fylgja þér á veg! Mér verður þessa stundina ofarlega í huga ljúf endur- minningin um ógleymanlegan dag, sem kona mín og ég átt- um með þeim séra Sigurbirni og hans ágætu konu, frú Magneu, og börnum þeirra á Skálholtshátíð heima á íslandi sumarið 1954. Yfir þeim degi hvílir alltaf mikill ljómi í huga mínum, endurskin af sögulegri helgi Skálholts, þar sem fyrsti biskupsstóll á ís- landi var stofnsettur árið 1056. Þaðan flæddu síðan út um alla íslandsbyggð kristi- leg og menningarleg áhrif öldum saman. Má því segja, að þangað megi, beint og óbeint, einnig rekja megin- þræði frá íslenzkri kristni vestan hafs, því að hinn dýr- mæti trúarlegi íslenzki arfur vor er úr þeim jarðvegi sprottinn. Er ég þá kominn beint að tilefni þessa söguríka og fjöl- þætta hátíðahalds, 75 ára af- mæli lúterska kirkjufélagsins íslenzka hér í álfu. Djúpstæð trúarleg tengsl og vináttu- bönd tengja mig þeim merka og áhrifaríka félagsskap. Það hefir verið mér uppspretta ánægju og styrkur í starfi að hafa átt og eiga enn fjölda vina og velunnara innan þess félags, bæði í hópi klerka og leikmanna. Fyrir það verð ég alltaf innilega þakklátur, því að góðhugur samferðasveitar- innar er mér því meira virði, þess lengra sem líður á lífsins dag. Með sama huga minnist ég þess, hvern sóma lúterska kirkjufélagið sýndi mér með því að fela mér að semja 50 ára Minningarrit þess. Hvern- ig sem sú söguritun kann að hafa tekizt, þá er eitt víst: Hún varð mér lærdómsrík, kenndi mér að skilja og meta betur en áður kirkju- og trú- arlíf landa minna vestan hafs. En ég er hingað kominn til þess um annað fram að flytja Kirkjufélaginu lúterska af- mæliskveðjur frá Þjóðrækn- isfélagi íslendinga í Vestur- heimi. Það er mér einkar hug- þekkt og kært hlutskipti. Ekki veit ég tölu á þeim, körl- um og konum, sem verið hafa og eru enn félagsfólk í báð- um þessum félögum, en heið- ur og þökk sé þeim fyrir það að sýna með þeim hætti vak- andi ræktarsemi við sinn ís- lenzka menningararf, við ætt sína og feðrafold. Margir eru þeir einnig úr þessu Kirkjufélagi, sem átt hafa árum saman sæti í stjórnarnefnd Þjóðræknisfé- lagsins, og með þeim hætti komið mikið og farsællega við sögu þess. Ég nefni aðeins með nafni fyrrverandi forseta Þjóðræknisfélagsins, þá séra Jónas A. Sigurðsson, Jón J. Bíldfell og dr. Valdimar J. Eylands, sem allir skipuðu þann sess með prýði, og félag- ið skuldar mikla þökk. Þá vil ég eigi síður á þess- um merkis tímamótum þakka þann mikla og margþætta skerf, sem Kirkjufélagið hef- ir á 75 ára ferli sínum lagt til varðveizlu íslenzks máls og menningarerfða hér í álfu beggja megin landamæranna, Frh. á bls. 1 I

x

Lögberg-Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.