Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1960
Fréttabréf úr Borgarfirði
Niðurlag
Margir hafa látizt hér í hér-
aðinu frá því að ég skrifaði
síðast. Ekki hafa þá neinar
mannskæðar farsóttir verið
þar að verki. Kíghósti fór hér
um, en var vægur og olli engu
manntjóni. Væg inflúensa
stakk sér einnig niður hér og
þar án þess að valda mann-
tjóni.
En dauðaorsakir hafa verið
mjög margvíslegar, og hér
verður aðeins hægt að nefna
fátt eitt af því fólki, er lát-
izt hefir, en ég set hér á eftir
nokkur nöfn, er fyrst verða
fyrir í því sambandi: Vil-
mundur Jónsson bóndi á
Mosfellsstöðum í Skorradal
dó 20. maí s. 1., eftir langvar-
andi heilsubilun. Hann lætur
eftir sig konu og þrjú upp-
komin efnis börn. Vilmundur
var góður bóndi og drengur
hinn bezti. Ari Guðmundsson
verkstjóri í Borgarnesi dó af
byltu af hestbaki 29. maí. Ari
var sonur Guðmundar Auð-
unnssonar frá Varmalæk,
Vigfússonar frá Grund í
Skorradal. Ólafur B. Björns-
son, ritstjóri blaðsins Akra-
ness á Akranesi, dó 15. maí,
eftir langvarandi sjúkleika.
Guðbjörn Oddsson bóndi á
Rauðsgili í Hálsasveit dó 28.
apríl 1959. Hann var orðinn
við aldur, bilaður að kröftum
og nærri blindur, en var á
yngri árum sterkur vel og
glímumaður og smiður og
bjó jafnan góðu búi á Rauðs-
gili og bætti jörð sína mjög.
Margrét ólafsdóttir í Kvíum
í Þverárhlíð lézt á síðastliðnu
voru, í hárri elli. Hún var frá
Kaðalstöðum í Stafholtstung-
um, en bjó lengi myndarbúi
í Kvíum, fyrst með Eggerti
manni sínum, sem dó ungur,
en síðan með sonum sínum,
unz Ólafur sonur hennar tók
þar við jörð og búi. Kristófer
Helgason frá Heggstöðum í
Andakíl lézt í aprílbyrjun ’59.
Hann var á bezta aldri og
lætur eftir sig konu og ungan
son. Helgi faðir Kristófers og
Páll S. Pálsson skáld í Kan-
ada eru systkinasynir. Sigurð-
ur Helgason, sem lengi bjó á
Hömrum í Reykholtsdal, var
afi Kristófers. Kristófer bjó
í Fossatúni og síðar á Hegg-
stöðum, en var nýlega fluttur
til Reykjavíkur, er hann dó.
Móðir hans, Ástríður, er dótt-
ir Halldórs á Kjalvarstöðum.
Halldór er nú á tíræðisaldri,
vel hress og gengur enn að
ýmsum störfum. Jón Þorleifs-
son bóndi í Laxholti í Borgar-
hreppi dó 25. marz 1959, ein-
hleypur. Hann var sonur séra
Þorleifs Jónssonar á Skinna-
stað. G e s t u r Jóhannesson
bóndi að Giljum í Hálsasveit
varð bráðkvaddur í Reykja-
víkurferð 9. apríl 1959. Hann
lætur eftir sig konu og fjögur
uppkomin efnis börn. Ekkjan,
Þóra Jóhannesdóttir, býr nú
með þremur börnum sínum
í Giljum. Gestur var mikill
dugnaðar bóndi og efnaður
vel. 1 Reykholti dóu þrjár
aldraðar manneskjur. Anna
Indriðadóttir, tengdamóðir
Þóris skólastjóra í Reykholti,
dó j í aprílbyrjun og maður
hennar Friðbjörn Sigurjóns-
son dó í sumar. Hann var
bróðir Guðmundar Sigurjóns-
sonar, sem var um skeið í
Kanada. Guðmundur var
glímumaður og fékkst við
nuddlækningar. Bróðir þeirra
var og Fjalla-Bensi, svo nefnd-
ur, sem var landsfrægur á
sinni tíð. Þriðja manneskjan,
sem dó í Reykholti, var
Kristín Ögmundsdóttir frá
Fjarðarhorni í Hrútafirði.
Hún var fóstra séra Einars
Guðnasonar í Reykholti og
var í skjóli þeirra prestshjón-
anna, öldruð og farlama.
Sveinbjörn Sveinsson frá
Geirhlíðarkoti í Flókadal dó
26. apríl 1959. Hann var á tí-
ræðisaldri og var síðustu árin
á elliheimili á Akranesi. María
Steinsdóttir frá Skógum í
Flókadal dó á Akranesi hjá
dóttur sinni, Björgu, og
tengdasyni, Þórði Erlendss.
frá Sturlureykjum, sem búa
á Litla-Bakka á Akranesi
síðan þau fluttu frá Skógum.
María var Húnvetningur. 1
síðari hluta ágústmánaðar
lézt Brynjólfur Guðbrandsson
í Hlöðutúni. Hann var orðinn
aldraður. Orðlagður gæða-
maður, búhöldur góður og
heimili Hlöðutúnshjóna, Jón-
ínu og Brynjólfs, jafnan talið
í fremstu röð hvað allan
menningarbrag snerti, jafnt
úti sem inni. Ég held að
Brynjólfur hafi verið fyrsti
maður hér í héraðinu, sem fór
um með plóg og herfi og vann
að túnasléttum með hesta-
verkfærum. Sigurður Bjarna-
son, fyrrum bóndi í Hrauns-
ási, lézt nokkru fyrir síðustu
áramót, kominn hátt á níræð-
isaldur. Merkur maður og
greindur, fjör og léttleika átti
hann í ríkum mæli, sem ent-
ust honum óvenju lengi, þrátt
fyrir ýmis konar raunir og
mótlæti í lífinu. Kristófer
Jónsson á Hamri í Borgar-
hreppi lézt í vetur. Kristófer
var frá Valbjarnarvöllum í
Borgarhreppi. Anna Stefáns-
dóttir í Síðumúla í Hvítár-
síðu dó í Síðumúla í febrúar
s. 1. Hún var ekkja eftir Jón
Einarsson, er lengi var á Þor-
gautsstöðum og í Síðumúla
ijá Andrési Eyjólfssyni og
konu hans, Ingibjörgu Guð-
mundsdóttur. Sonur þeirra
Jóns og Önnu er Stefán kenn-
ari og rithöfundur í Reykja-
vík. Ingibjörg Halldórsdóttir
frá Síðumúla-Veggjum lézt í
sjúkrahúsi á Akranesi 4. nóv.
s. 1. eftir langa vanheilsu. Hún
stóð lengi fyrir búi hjá Magn-
úsi bróður sínum á Veggjum
og síðar í Efstabæ á Akranesi.
Ingibjörg var prýðilega greind
og listfeng, en á unglingsaldri
fékk hún svo þungt sjúkdóms-
áfall, að hún gekk aldrei heil
til skógar eftir það, og síðustu
misserin var hún sjúklingur
á Sjúkrahúsi Akraness. Hinn
18. des. s. 1. varð bráðkvadd-
ur einn bóndi hér í hreppi,
Jón Rögnvaldsson. Hann læt-
ur eftir sig konu og þrjár dæt-
ur í bernsku og eina stjúp-
dóttur. Jón var frá Þverdal í
Saurbæ í Dölum vestur, mið-
aldra maður, vel látinn. Hann
var einn þeirra, er rekið hafa
gróðurhúsabúskap á Klepp-
járnsreykjum. Sigríður Sigur-
jónsdóttir á Kópareykjum dó
26. marz s. 1. úr hjartabilun.
Hún var ung dugnaðarkona,
sem átti sex ung börn með
eiginmanni sínum, Benedikt
heitir, Egilsson, Skagfirðing-
ur að uppruna. Þau hjón voru
búin að setja sér upp nýbýli
á Kópareykjum. Helga Jak-
obsdóttir á Sturlureykjum dó
8. marz s. 1. af heilablóðfalli.
Hún var dóttir Jakobs Þor-
steinssonar frá Húsafelli.
Guðríður systir Helgu dó í
Reykjavík 19. jan. s. 1. úr
krabbameini. Hinn 17. marz
s. 1. dó María Sæmundsdóttir
á Hvítárvöllum eftir langan
búskap þar. Hún þótti jafnan
myndar og sóma kona. Mann
sinn, Ólaf Davíðsson frá Þor-
gautsstöðum í Hvítársíðu,
missti hún 1927, að mig minn-
ir, og bjó síðan með börnum
sínum. Davíð, sonur hennar,
var lengst af ráðsmaður hjá
t^enni. Jósep Sveinsson lézt
seint í júní s. 1. Hann var son-
ur Sveins Torfasonar, er eitt
sinn bjó á Háafelli í Hvítár-
síðu. Jósep var búinn að
missa konu sína, Valgerði
Þorvaldsdóttur frá Norður-
reykjum í Hálsasveit, fyrir
nokkrum árum. — Þótt upp-
talning þessi sé orðin löng,
eru víst margir ótaldir hjá
mér, en ég verð að láta hér
staðar numið.
Nú er kominn 18. apríl, og
ég hefi aldrei haft tíma til að
snerta á að ganga frá þessum
línum og verð að biðja afsök-
unar á þessu rissi. Ef tími og
rúm leyfðu, mætti víst ýmis-
legt til tína hér til viðbótar.
Ég sé að ég hefi gleymt að
geta um lát Steinunnar í Ausu
í Andakíl, sem varð bráð-
kvödd 25. nóv. s. 1. Hún var
kona Sigvalda Jónssonar í
Ausu, og þar bjuggu þau all-
an sinn búskap. Steinunn var
greind og dugmikil kona. Son-
ur þeirra hjóna er Benedikt
skólastjóri á Laugarvatni, sá
er tók við af Bjarna Bjarna-
syni fyrrverandi skólastjóra.
Annar sonur þeirra hjóna er
Jón bóndi í Ausu. Af burt-
fluttum Borgfirðingum, sem
látizt hafa á sama tímabili,
koma mér fyrst í hug: Eyjólf-
ur Jóhannsson frá Sveina-
tungu, form. Borgfirðingafé-
lagsins í Reykjavík og lengi
framkvæmdarstjóri Mjólkur-
félags Reykjavíkur, dó í apríl-
byrjun 1959. Eggert Jónsson
frá Ausu dó 1 Reykjavík.
Hann var lengi kenndur við
Rauðsgil, því þar bjó hann
áður en hann fluttist suður,
en í Reykjavík rak hann
verzlun í mörg ár. Sigríður
Andrésdóttir frá Grímsstöð-
um dó í Reykjavík, var jörð-
uð í Reykholti 30. maí 1959.
Hún var ekkja eftir Guðmund
Hannesson á Grímsstöðum.
Sonur þeirra hjóna, Kristinn,
er nú bóndi á Grímsstöðum.
Sigríður var í Reykjavík í
mörg ár, eftir að hún lét af
búskap.
Af nýlátnum Islendingum
koma mér fyrst í hug: Jónas
Kristjánsson læknir, er lengi
TILKYNNING
FRÁ
Manitoba Hospital Services Plan
IÐGJALDID HÆKKAÐ
Gengur í gildi 1. jonúar 1961
Manitoba Hospital Service Plan iðgjaldið
fyrir hvert sex (6) mánaða tímabilið verður:
Einhleypor persónur $18.00
Fjölskyldur $36.00
Einstaklingar, sem greiða iðgjöld sín á
vinnustað sínum með frádrætti af mánaðar-
kaupi sínu, byrja að greiða samkvæmt ofan-
greindu verði í júní 1960.
Einstaklingar, sem greiða iðgjöld sín á skrif-
stofum bæja og sveita, munu byrja að greiða
hið hækkaða gjald frá 15. október til 30. nóv-
ember 1960.
GEORGE JOHNSON. M.O.
Minister of Health
•nd Public Welfare
O. L PICKFRINO
Commissionei
of Hospitalizotio*