Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Blaðsíða 4
4
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. JÚNI 1960
Lögberg-Heimskringla
Published every Thursday by
NORTH AMERICAN PUBLISHING CO. LTD.
Printed by
WALLINGFORD PRESS LTD.
303 Kennedy Street, Winnipeg 2, Man.
Editorj INGIBJÖRG JÓNSSON
EDITORIAL BOARD
Winnipegi Dr. P. H. T. Thorlakson, chairman, Próf. Haraldur
Bessason, vice-chairman, Mrs. Ingibjörg Jónsson, sec’y, Mr.
Stefán Einarsson, Dr„ Valdimar J. Eylands, Miss Caroline
Gunnarsson, Prof. Thorvaldur Johnson, Mr. Jón K. Laxdal,
Prof. Tryggvi J. Oleson, Rev. Philip M. Pétursson.
Grand Forks: Dr. Richard Beck
Minneapolis: Mr. Valdimar Bjðrnson
Montreal: Prof. Áskell Löve
Subscription $6.00 per year—payable in advance.
TELEPHONE WH. 3-9931
Authorlzed a« Second Clasa Mall. Po«t CMHce Department, Ottaws,
Verður Winnipegvatn hagnýtt
fyrir raforkukerfið?
Eric Stefanson þingmaður í Ottawa fyrir Selkirk-kjör-
dæmi sendi blaðinu skýrslu, sem prófessor E. Kuiper flutti
nýlega á fundi milliþinganefndar, sem aflar upplýsinga um
námur, skóga og vötn landsins. Erindi prófessorsins fjallaði
um vandamálin varðandi vötnin í Manitoba, og erum við
Mr. Stefanson þakklát fyrir hugulsemina, því lesendur blaðs-
ins, sem búsettir eru við Winnipeg- og Manitobavatn mun
forvitni á að vita, hvað prófessorinn hafði að segja.
Svo sem menn muna, hljóp mikill vöxtur í Manitobavatn
árin 1953, 1954 og 1955; vatnið hækkaði um 5 til 6 fet og
flæddi inn í húsin umhverfis vatnið, yfir akra, heylönd og
beitarlönd og flytja varð gripi burt. Bændur sendu hverja
nefndina á fætur annarri á fund stjórnarinnar og fóru fram
á að einhverjar ráðstafanir yrðu gerðar til að koma í veg
fyrir að þannig gæti hækkað í Manitobavatni í framtíð-
inni. — En ef byrjað er að breyta farvegi vatna á einum
stað, þá hefir það áhrif á flóð vatna á öðrum stöðum. í
stað þess að rannsaka einungis vandamál Manitobavatns,
skipaði stjórnin nefnd verkfræðinga Lakes Winnipeg and
Manitoba Board til þess að rannsaka alla strauma, er flæða
inn og úr Winnipeg-, Manitoba- og Winnipegosisvötnunum,
og er Mr. Kuiper aðal verkfræðingurinn í þeirri nefnd.
Jafnframt því að rannsaka hvort hægt væri og hagsýnt
væri að takmarka flóð þessara vatna, rannsakaði nefndin
virkjun vatnsfalla inn eða úr þessum vötnum með það fyrir
augum að framleiða raforku.
Niðurstaða nefndarinnar var, að við Manitobavatn væru
litlir möguleikar til að framleiða raforku, hins vegar væri
ef til vill mögulegt í framtíðinni að hafa taumhald á vexti
í því vatni, og væri það heppilegt vegna þess, að umhverfis
það vatn er allþétt bændabyggð. Hins vegar væri öðru máli
að gegna með Winnipegvatn.
Próf. Kuiper vék að því, að fram að þessu hefðu orku-
verin við Winnipegána aðallega framleitt raforkuna fyrir
Winnipegborg og umhverfi, en nú væri búið að virkja vatns-
föllin í þeirri á eins mikið og hægt væri, og að eftir 10 ár
myndi þörf á helmingi meiri raforku en nú er notuð, og
hvaðan ætti að fá hana? Hann minntist á virkjun í Saskatch-
ewanánni við Grand Rapids, þar sem vatnstreymið úr Cedar-
vatni fellur 120 fet í Winnipegvatn, en í öðru lagi kvað hann
Nelson-ána tilvalda til rafvirkjunar.
Winnipegvatn er 712 fet fyrir ofan Hudson Bay — eða
sjávarmál, og Nelson fallvötnin falla því yfir 700 fet í stöð-
ugum straumi norður í Hudsonflóa, og á árbakkanum eru
margir staðir, sem eru ágætir fyrir orkuver. Nelsonáin gæti
framleitt 8 sinnum meiri raforku en Winnipegáin.
En svo sagði Mr. Kuiper, að ef ætti að hagnýta fullkom-
lega vatnsstreymið úr Winnipegvatni í Nelsonána til raf-
virkjunar, yrði að hækka vatnið hér um bil um 4 fet eða
úr 712 fetum upp í 715 eða 716 yfir sjávarmái til þess að
geta fulikomlega temprað útstreymið. Þannig yrði Winnipeg-
vatn mesti vatnsgeymir í heimi til notkunar fyrir raforku-
framleiðslu.
Hins vegar sagðist hann vita, að búendum umhverfis
Winnipegvatnið myndi engin þægð í því, að vatnið yrði hækk-
að þannig; flæða myndi yfir lönd þeirra, akrar eyðilagðir;
sumarbústaðir skemmdir eða eyðilagðir o. s. frv. Sagði hann,
að eitt hlutverk Lake Winnipeg og Manitoba Board hefði
verið að reikna út tap og gróða í sambandi við hækkun
vatnsins, og hefði hún komizt að þeirri niðurstöðu, að vegna
þess að strjálbyggt væri við strendur Winnipegvatns myndi
tap búenda umhverfis vatnið nema um milljón dollara á
ári; hins vegar myndi fylkið græða margar milljónir á ári,
ef vatnið væri hagnýtt fyrir raforkukerfið og mælti nefndin
með því; ef að meðmæli hennar væri tekin til greina, myndi
þessi hugmynd sennilega koma til framkvæmda eftir 20 ár.
Jónas Gestur Skúlason
Fæddur 5.
Dáinn 19.
Jónas Gestur Skúlason
Hann var sonur landnáms-
hjónanna Jóns og Guðrúnar
Skúlason, er bjuggu 1 Fögru-
hlíð í Geysis-byggð í Nýja Is-
landi í 30 ár. Bæði þessi mætu
landnámshjón voru komin af
ágætum húnvetnskum ættum.
Jónas ólst upp með foreldrum
sínum og átti jafnan heimili
með þeim meðan þau lifðu.
Hann var búfræðingur að
menntun, útskrifaðist frá
Manitoba-háskólanum 3. apríl
1925 og hlaut Gov. Gen. Byng
Medal við það tækifæri. Hann
kvæntist 2. júlí 1932 Hrund,
dóttur séra Adams og Sigrún-
ar Þorgrímsson. Tóku þau þá
strax við jörð og búi foreldra
hans og bjuggu þar þangað til
Jónas dó. Jónas og Hrund
eignuðust fimm mannvænleg
börn, er öll hafa náð skóla-
menntun. Er elzt þeirra Sig-
rún Ada, gift Ronald John
Jónasson, hún vinnur við
skrifstofustörf í Toronto, þar
sem þau hjón eru búsett.
Guðrún Jónína, gift Thomas
Gordon Mclnnis, hún er skóla-
kennari að menntun og hefir
kennt í skóla í nokkur ár.
Kristín, hún er útskrifuð
hjúkrunarkona og vinnur á
Winnipeg General Hospial.
Hermann Jónas, kvæntur Sig-
urbjörgu Lillian Guðmunds-
son. Þau ungu hjónin búa í
félagi við móður hans í Fögru-
hlíð. Thor er að ljúka við mið-
skólanám, er til heimilis hjá
móður sinni. Öll eru þessi
systkini myndarleg að sjá og
reyna og munu verða góðir
borgarar Kanada eins og for-
eldrar þeirra hafa reynzt og
annað ættfólk.
Hjúskapar- og heimilislíf
þeirra Jónasar og Hrund má
eflaust telja til fyrirmyndar,
samhuga og samtaka í hví-
vetna, svo aldrei hljóp snurða
á þann þráð, er tengdi þau
saman, skapsmunum sínum
stilltu þau bæði í hóf og létu
vitið ráða, er bæði voru gædd
langt fram yfir það, sem al-
mennt gerist. Þau virtu hvort
annað mikils, og ást þeirra
var einlæg og traust. Það er
ungum hollt veganesti að al-
ast upp við ástríki, samúð og
kærleika, sem var svo ráðandi
marz 1901
apríl 1959
þáttur í uppeldi barna þeirra.
Á heimilinu var ekkert að-
hafzt annað en það, sem mið-
aði til menningar. Jón heitinn
var ágætur félagsmaður, vann
hann lúterska söfnuðinum í
byggðinni óeigingjarnt og
mikið starf, hann var forseti
þess félagsskapar um margra
ára bil, heill og óskiptur eins
og í öllu öðru starfi, er hann
tók sér fyrir hendur, því um
hann má segja að hann var
maður „þéttur á velli og þétt-
ur í lund“. Annar félagsskap-
ur var það, sem hann beitti
sér mikið fyrir og lagði mikla
vinnu í, var lestrarfélag
byggðarinnar, sem nú er orð-
ið fullra 50 ára gamalt, og hef-
ir þetta bókasafn verið til
húsa á heimili Skúlason fólks-
ins alltaf síðan það var stofn-
að, að undanteknum 2—3
fyrstu árunum, og þar er það
enn. Þetta safn mun telja ná-
lægt 1000 bækur. Meðlimir
þess munu flestir hafa orðið
20—30 manns og félagsgjald-
ið $50.00 á ári. Það eru litlir
peningar til bókakaupa og
viðhalds á þeim. En félagið
átti ýmsa ötula meðlimi, menn
og konur, er beittu sér fyrir
að setja á stað samkomur til
fjáröflunar, einkum voru það
leiksýningar, sem þetta félag
gekkst fyrir, og heppnuðust
furðu vel. Jónas var einn for-
göngumannanna í þessari
leikstarfsemi og einn allra
bezti leikarinn, sem félagið
hafði á að skipa. Hann var
einkum snjall að leika „kúnst-
uga“ karla; fáir munu hafa
komizt fram fyrir hann í
þeirri list. Veitti hann mörg-
um glaða stund með leik sín-
um, og munu flestir, er fylgd-
ust með leik hans, lengi muna
þá ánægju, er hann veitti
þeim.
Á yngri árum Jónasar var
starfandi málfundafélag í
byggðinni. Gerðist hann ung-
ur meðlimur þess og var allt-
af meðan félagið starfaði;
hann tók mikinn þátt í kapp-
ræðum og varð að lokum
bezti kapræðukappi „klúbbs-
ins“. Hann setti mál sitt fram
skýrt og skipulega, blandað
kímni, sem var honum eigin-
leg, létt og skemmtileg, þótt
alvaran væri ráðandi þáttur-
inn í skapgerð hans. Jónas var
fremur hlédrægur maður, laus
við að láta á sér bera, annars
hafði hann bæði hæfileika og
menntun til að gerast forustu-
maður á ýmsum sviðum, hefði
hann viljað beita sér í þá átt.
Þann 30. ágúst 1957 var
þeim hjónum haldið veglegt
og fjölmennt silfurbrúðkaup
í samkomuhúsi byggðarinnar.
Kom þar glögglega fram sú
virðing og vinátta, er þau
nutu af samferðafólki innan
byggðar og utan.
Jónas heitinn var jarðsettur
25. apríl 1959 í grafreit Geyis-
byggðar við hlið foreldra
sinna og tveggja systkina,
Málfríðar Benjamínsson og
Skúla G. Skúlason. Hann
syrgja: ekkjan, fimm börn
þeirra og tvær systur hans, K.
L„ Skúlason og Sesselja Böðv-
arsson.
Jarðarförin var mjög fjöl-
menn. Komu þar saman ætt-
ingjar og vinir víðs vegar að
til að votta hinum látna virð-
ingu sína og þakklæti fyrir
samfylgdina.
Kveðjumál fluttu séra Eric
H. Sigmar og séra J. Larson.
Svava E. H. Sigmar söng ein-
söng af sinni alkunnu prýði.
Sá, er þessar línur ritar,
vill þakka þér 50 ára vinfengi,
drengskap þinn og heilindi,
er ávallt kom fram frá þinni
hlið í öllum okkar skiptum,
sem voru mörg og margþætt.
T. B.
Kveðjur og árnaðaróskir
Frá bls. 1.
samhliða ávöxtun hins trúar-
lega arfs, sem vitanlega hefir
verið meginhlutverk starfsemi
þess.
Minnugur þess, hver grund-
vallar þáttur djúp og sterk
guðstrúin var í brjóstum
landnemanna íslenzku hér
vestan hafsins, hver upp-
spretta andans orku, hvert
ljós á vegum þeirra hún var
þeim í harðri brautryðjenda-
baráttu þeirra, vil ég gera að
mínum orðum þetta upphafs-
erindi úr hinum fögru „Land-
nemaljóðum" Einars P. Jóns-
sonar, er hann flutti að Gimli
5. ágúst 1935:
i
Til hans, sem að stjórnar
himni og jörð,
skal hafin í dag vor þakkar-
gjörð;
til hans, sem var lífæð land-
nemans
og leiðarstjarna á vegi hans;
til hans, sem að blessar öld
af öld
hvern upprisumorgun og
dánarkvöld.
I
I
I þeim anda flyt ég Kirkju-
félaginu hugheilar kveðjur,
þakkir og blessunaróskir
Þjóðræknisfélagsins. Jafn-
framt bið ég þessari blómlegu
byggð og ykkur öllum ríku-
legrar farsældar um ókomin
ár, og kveð ykkur með eftir-
farandi ljóðlínum úr leik-
þætti séra Sveins Víkings, er
hann samdi í tilefni af níu
alda afmæli biskupsdóms í
Skálholti 1956, en þar lætur
hann söguna ávarpa oss, og
hún á enn erindi til vor:
Feðranna arfur, þeirra störf
og stríð
stefið skal verða í nýja
tímans ljóðum,
og þeirra dáðir þróttinn efla
og styrkja
þetta fagra land að prýða og
yrkja.