Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Blaðsíða 5

Lögberg-Heimskringla - 16.06.1960, Blaðsíða 5
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 16. JÚNÍ 1960 5 Manitoba Mosaic vikan Shirley Bjarnason, Phyllis Johnson, Johanne Siefanson og Caroline Dyer. (Talið frá vinsiri.) í Manitobafylki býr fólk af fjöldamörgum þjóðernum og hafa nú fulltrúar frá þeim efnt til skemmtikvelda þessa viku á Rainbow Stage hér í borg óg nefnt þessi samtök „Manitoba Mo- saic“. Kemur þar fram listafólk í söng og dansi. Margt af því klætt þjóðbúningum. Mrs. H. F. Danielson var fengin til að annast um þátttöku fslendinga og fékk hún söng- flokk Fyrstu lútersku kirkju undir stjórn Mrs. Eric ísfeld til að syngja þar í tvö kveld. Nokkr- ar konurnar í söngflokknum komu fram í íslenskum búningum, þar á meðal stúlkurnar, sem eru á myndinni. Sálrænir fyrirburöir Dr. Joseph B. Rhine, for- stjóri Parapsychology Labora- tory við Duke-háskólann í N. Karólinufylki í Bandaríkj- Unum, hefir starfað þar síðan 1940 og er fyrir löngu kunn- Ur orðinn fyrir rannsóknir Slnar á sálrænum fyrribær- Uln- Kona hans, dr. Louise Rhine, hefir alltaf aðstoðað hann við þessar rannsóknir, °g segir hún svo frá í grein, Sern birtist í blaðinu „Mont- real Star“: Við fengum fyrst áhuga ^yrir þessum rannsóknum meðan við vorum við nám í háskólanum í Chicago, og ég ftefl aðstoðað mann minn síð- an hann hóf rannsóknirnar. ^tarf mitt er aðallega í því h-hgið að lesa þau bréf sem erast, íhuga þau og flokka Þau. Við skiptum þeim í þrjá fl°kka. í fyrsta flokki eru hug- skeyti, eða þau fyrirbæri, þar Sem menn verða varir við það Sem aðrir hugsa. í öðrum flokki er skyggni, Pftr sem menn verða varir við eitthvað án þess að skilning- arvitin verði þess vör. þriðja flokki er svo fram- ®yfti, þegar menn sjá fram í lmann, sjá þá atburði, sem eiSa eftir að gerast. ,pjöldi manna skrifar hjá ®er frásögn' af slíkum undar- egUm fyrirburðum, er fyrir Pa hafa komið, og senda okk- ftr svo þessar sögur, þegar Peir frétta að hér sé miðstöð rannsókna á sálrænum fyrir- °Urðum. Við höfum nú þegar skráð °S flokkað 8000 slíkar sögur, ft§ þar af eru 6000 komnar frá konum. Þó hefir okkur borizt miklu meira, því að það er ekki nema Sv° sem þriðjungurinn af öllu því, er okkur berst, sem við höldum til haga. Meginhlut- inn af því, sem við stingum undir stól, álítum við að kom- inn sé frá geðveikluðu fólki, eða þá að frásagnirnar eru ekki nógu greinilegar. Okkur berast að meðaltali tvö bréf á dag um sálræna fyrirburði — fyrirburði sem menn verða varir við vegna einhvers hæfi- leika utan við skilningarvitin. Flest bréfin koma frá kon- um. Þær skýra venjulegast samvizkusamlega og einlæg- lega frá, en eru þó í vandræð- um. Það er algengt, að þær hnýti við setningum eins og þessum: „Maðurinn minn heldur að ég sé geggjuð, en . . . Ég hefi ekki þorað að segja neinum frá þessu áður . . . Ég hefi ekki þorað að segja manninum mínum frá þessu, því að ég er hrædd um að hann kunni að hlæja að mér . . . Hvernig gat þetta skeð?“ Eitt af fyrstu bréfunum var frá konu og hún skrifaði: „Mig dreymdi einu sinni að barið væri að dyrum. Ég þótt- ist ganga fram og opna dyrn- ar. Úti fyrir var sendisveinn með blómvönd. Ég þóttist taka við blómunum, fara með þau inn í eldhús og bresta í grát. Þremur vikum seinna varð maðurinn minn bráðkvaddur. Daginn eftir jarðarförina var dyrabjöllunni hringt og úti fyrir stóð sendisveinn með blómvönd, sem ekki hafði komizt til skila fyrir jarðar- förina. Ég tók við blómunum, fór með þau inn í eldhús og fór að gráta. Og þá ryfjaðist það upp fyrir mér, að þetta var alveg eins og í draumn- um.“ Sögurnar í bréfunum eru ólíkar, og stundum er meira en ein saga í bréfi. Það er enginn vafi á því að konur hafa meiri áhuga en karl- menn fyrir sálrænum fyrir- burðum. Vera má að þetta sé því að kenna að karlmennirn- ir hafa um allt annað að hugsa vegna daglegra starfa sinna. Þeir verða venjulega að hafa hpgann bundinn við lífsbar- áttuna og þess vegna séu þeir ekki jafn næmir fyrir hinu andlega. Og þótt þeir verði varir við eitthvað, þá humma þeir það fram af sér og kem- ur ekki til hugar að færa það í letur. En konurnar eru ekki þannig bundnar af efnis- hyggjii. Þær lyfta huga sínum í félagi yfir góðum kaffibolla. Og þá geta þær sagt hver annarri frá draumum sínum eða því sem fyrir þær hefir borið. Sálræn fyrirbrigði eru oft eigi í neinu sambandi við merkisatburði. Þau gerast á ósköp hversdagslegan hátt, og oft taka menn hreint og beint ekki eftir þeim. Stundum kallar fólk þau tilviljun og skeytir svo ekki meira um þau. Móðir getur til dæmis orðið þess vör, að eitthvert barna hennar er næmara en hin á það sem hún hugsar, og eins og les í hug hennar. En hún kallar það tilviljun. Ég á fjögur börn, son og þrjár dætur. Það var ekki fyrr en þriðja barnið, Betsy, var orðin nokkurra ára gömul, að ég tók eftir því, að hugsam- band var milli okkar. Það var eins og hún gæti lesið hugs- anir mínar, því að oft sagði hún einmitt það sm ég var að hugsa. Það var eitt sinn er við sát- um að morgunverði, að ein sneið var eftir á brauðbakk- anum. Ég var að hugsa um að taka sneiðina, en þá mundi ég eftir því að ég var að fitna, svo að ég lét hana vera. Þá sagði Betsy: „Mamma, þú ert alltaf að fitna.“ Einu sinni þegar ég var að greiða Betsy, varð mér hugsað um sögu er ég hafði lesið ný- lega og sagði frá því að í Ind- landi væri það siður, að kon- ur væri fluttar í útihús til að ala þar börn sín. Þá sagði Betsy: „Mamma, ég er viss um að eitthvert barn er að fæðast á þessari stundu. Forboðar Hér er saga af nýgiftum hjónum. Þau höfðu eytt hveitibrauðsdögunum og ætl- uðu að halda heim. En þegar þau voru að stíga upp í járn- brautarvagninn, hrökk hún frá og vildi alls ekki fara. Hann stóð þar með farmiðana í höndunum og gramdist þetta mjög, því að hún gat engu öðru borið við en því, að hvísl- að væri að sér að hún skyldi ekki fara með þessari lest. — Tveimur stundum síðar rakst þessi lest á aðra, 20 menn fór- ust ,en hundruð meiddust. Önnur hjón höfðu setzt að í gistihúsi í Norður Karolina og ætluðu að vera þar um nóttina. Þegar konan var ný- sofnuð, dreymir hana, að sprenging verður í gistihús- inu. Hún hrökk upp með and- fælum og var svo hrædd, að hún krafðist þess að þau færi þegar burt úr gistihúsinu. Hann maldaði eitthvað í mó- inn, en hún varð að ráða. Og um miðja nótt fóru þau það- an. Rétt á eftir kom stór bíll hlaðinn sprengiefni. Hann rakst á húsið og varð svo mik- il sprenging, að húsið hrundi. Við höfum fengið fjölda bréfa með frásögnum af fyr- irboðum stóratburða, svo sem þegar barni Lindbergs var rænt, þegar flugvélin rakst á Empire State Building, þegar Titanic fórst og þegar Lusi- tania var skotin í kaf, og um mörg önnur stórslys og flug- slys. Vel getur verið að sumt af þessu hafi fólk dreymt eftir að atburðirnir gerðust, en venjulega má sjá það á bréf- unum sjálfum. Hugboð og firðáhrif Enginn hefir minnstu hug- mynd um hvernig á því stend- ur, að einhverjar hræringar í heilanum minna okkur kon- urnar allt í einu á það, að nú sé kakan okkar að brenna í ofninum. Enginn getur heldur gefið fullnægjandi skýringu á því, hvernig gömlum at- burðum skýtur upp í hugann. Sama máli er að gegna um hugboð. Meðal hinna mörgu bréfa okkar eru mörg frá gáfuðum konum, sem skýra frá því, að þær hafi fengið hugsamband við aðra, að þær hafi séð at- burði, sem gerðust langt í burtu, annað hvort á sömu stund og þeir gerðust, eða nokkru áður. Hér eru sýnishorn af handa- hófi. Móður dreymdi, að sonur hennar, sem þá var á víg- stöðvunum í Evrópu, væri orðinn barn aftur, hefði dott- ið í á og væri að drukkna. Hún sá hvar hann barst með straumnum og hún sá ljósa lokka á kollinum eins og hann hafði haft í bernsku. Nokkr- um vikum seinna fékk hún bréf frá syni sínum. Þar sagði hann henni frá því, að hann hefði fallið í á og verið nær drukknaður. Eftir því sem næst varð komizt, skeði þetta sömu nóttina og hana dreymdi drauminn. Það" var einn sunnudags- morgun, að hermaður sat í herskála sínum og var að skrifa bréf. Fann hann þá skyndilega sterkan ilm af rósum, en rósir voru þar eng- ar nærri. í næsta bréfi, sem hann fékk frá konu sinni, skýrir hún honum frá því, að þ e n n a n sunnudagsmorgun Frh. bls. 7. D GRANDSTAND SHOW ^IIKIU • DAHCIIS • ACROBATS • COMEDIAHS Cast of 35 - Direct from Japan! J SHOWS NIOHTIY ADMISSION $1.00-1.50 $ f.M. A 9 30 PJA. Childr.n wndor 12 FREi CLIP AND SAVK TNIS DA HttDAY, JUNE 24 • OPENING DAY Caiai op«n 4 p.m • Swimmlng Show (nigMly) Ught Horw Shew • H.ovy Hort. O.monitration Exhibit ond Diiployi * T«»oi High School lond (Opaning C.r.moni.i 10OO p m • Rraworlii I nightly I • Cor Drow 10:1 5p m Inightlyl SATUHOAY JUNE 25*AMEHICAN VISITOHS DAY Ixhibition Porod* IDowntownl 10 a.m. • Kidl doy • U.S.A.F. Fly Faii • Int.rnohonol littlo Uogw« BoMboll • Fol Stock Show gnd Sol* frd Knight Acrobolk Ditploy • U.S. High School •ond Compotition • Hori* Show MONDAY, JUNE 27 CITIZEN S OU> TIMEtS DAY Spociol Citil*n i Awordi • Horticultur., Photo- grophy, Art Exhibiti • MIIHory A.trool (nightlyl "Síl lock wtlh Jotk" TV Show • Clly Hydro, Ftro D.portm.nl Diiployi • Doncing wot«n Inightly) TUESDAY, JUNE 2« • ARMEO SEfVICES DAY Jol Ply Poit • MoiMd MilMory Rotrool • Purobrod *••< Judging • "G.org.t Lo Flocho Rodio Show" Spollight TV Show Idoilyl • Squoro DoncMg (nightly) • FlroworVi Diiploy (mghlly) LY SCHIDULK OP KVKNTS WEDNESDAY, JUNE 79 • LADIES DAY Min Monitobo Roouty Pogoonl ond Fothion Show • Flowor orronging • C B.C Fantl Show Elhibitl Dtiployi — Intornotionol — Buiiding ond Homr — Food ond Eloctricol THURSDAY. JUNE 30 • FARMCRS' DAY Do>ry Cottlo Show • C.B.C. Form Broodcoit "Stu Dovii" Show • Spociol TV Showi • Hom Drlving Domontlratton • Cify Stickon Milking ConlMt • Old Timort Fiddllng ConMH. FRIDAY. JULY 1 • CANADA DAY I Conodion Bond Compotilion • Light Hon. Show Sporti Cor Rotly • Canodo Doy Progrom 2:30 P m. — Boton Twirling — Accordion Jomboroo — Erhnlc Growpi Progrom • Prof.monol Wrat- Hing • Y.M.C.A — YA4.H A. — C.N.R.A. Slogo Show • Crowntng Mím Mon.tobo SATURDAY, JUIY 2 CHILDREN'S AND SPORTSMAN'S DAY 4-H Clubi Rolly—Porodo—Dron R*wo—Stock Judging — Hondicraft 1 4-H Eihibilt — Dog Obodianc* Trioli — C.B.C. "Polko Porty" • Mr. Monilobo i Mr. Northw.it CoMmI • luchy Stor Hom. Award 11:30 p fit. FREE eoch nighl-Thrilling ACR0BATIC HEUCOPTER ACT ATTiNDANCE PRIZKS OF 1960 CARS will be drawn nightly 10:15 p.m* ROYAL .pll AMERICAN 1 SHOWS & RIDES ADMISSIONl ADULTK Evenings 75c Afternoon SOc Children 25< LUCKY STAR I r5| HOMEDRAW l|t< GATES OPEN 12:00 DAIIY - 9:00 A.M. FRIDAY AND SATURDAY VlVyLÍMBAWitðRR

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.